„Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. september 2025 18:26 Ingileif Friðriksdóttir, aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra, tilheyrir sjálf hinsegin samfélaginu. Aðsend Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir hinsegin samfélagið allt loga vegna framgöngu Snorra Mássonar þingmanns Miðflokksins í Kastljósi gærdagsins. Hún minnir á að tjáningarfrelsi feli ekki í sér réttinn til að kynda undir hatursorðræðu. „Það er eitt að tjá sig um skoðanir sínar, ég með aðrar stjórnmálaskoðanir en Snorri til dæmis, eða finnst kannski matur góður sem honum finnst ekki góður. Við getum debaterað um ýmislegt. En þegar tilveruréttur fólks er undir, þá erum við komin yfir strikið,“ segir Ingileif Friðriksdóttir aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Hún ræddi Kastljósviðtalið við Snorra og Þorbjörgu Þorvaldsdóttur verkefnastýru hjá Samtökunum 78, um hvort bakslag hefði orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks, í Reykjavík síðdegis. „Ég ætla ekki að saka Snorra um hatursorðræðu en það er rammi utan um það hvað tjáningarfrelsi felur í sér. Og það felur ekki í sér hatursorðræðu eða að kynda undir hatursorðræðu.“ Hún gagnrýnir hve oft Snorri greip fram í fyrir Þorbjörgu í innslaginu og leyfði henni lítið að komast að. „Við búum öll í okkar bergmálshellum. Í mínum bergmálshelli er mikil óánægja með hans framgöngu í gær. Ég tilheyri hinsegin samfélaginu og það logar allt í hinsegin samfélaginu akkúrat núna,“ segir Ingileif. Hún segist meðvituð um að í leið séu hópar sem sjái ábyggilega einungis jákvæðar umsagnir um framgöngu Snorra í gær og hvetur til umræðu mismunandi skoðanahópa. Aðspurð hvort samfélagið sé á hættulegri vegferð segist hún hrædd um þær. Torskilinn málflutningur Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor ræddi málið sömuleiðis í Reykjavík síðdegis. Hann segir oft talað um skautun í þjóðfélaginu, sem einkennist af því að annar hópurinn hati hinsegin fólk og hinn sé skipaður baráttumönnum fyrir kynhlutlausu tungumáli. „Ég held að langfæst fólk sé í öðrum hvorum hópnum,“ segir Eiríkur. Mun frekar sé samfélagið orðið hólfaskiptara og stjórnmálamenn hneigist til að tala til síns hóps. „Þannig að átökin sem slík hjálpa að einhverju leyti báðum ytri vængjunum en á kostnað hinnar breiðu miðju, ef hún er yfir höfuð til lengur.“ Aðspurður segist hann ekki geta lagt orðræðu Snorra að nákvæmlega að jöfnu við popúlisma, það sé of mikil einföldun. „En það er margt þarna sem fellur inn í hina popúlísku umræðu,“ segir Eiríkur. Heldurðu að það hafi verið rétt skref fyrir Snorra að fara þessa leið? „Ég ætla ekki að meta það. Ég veit ekki hvað hann ætlar sér. Sumt í málflutningnum skildi ég ekki alveg fyllilega. Það var ekki alveg ljóst hvað hann var að segja. Ég reyndi að horfa á þetta aftur til að reyna að ná málflutningnum og hann er ekki skýr, það er ekki alveg ljóst hvað hann sagði. Þetta er miklu frekar framgangan heldur en hvaða orð féllu,“ segir Eiríkur. Kunnuglegt stef Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, tók í svipaðan streng og Ingileif í enn einu viðtalinu í Reykjavík Síðdegis í dag. Hún sagði orðræðu Snorra um trans fólk minna á þá sem uppi var meðal „sjálfskipaðra sérfræðinga“ eins og Gunnars í Krossinum þegar deilt var um hvort lögleiða ætti hjónabönd samkynhneigðra. Líkt og flokkssystir hennar tilheyrir Hanna Katrín hinsegin samfélaginu. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra lagði í dag fram drög að nýrri aðgerðaráætlun í málefnum hinsegin fólks í samráðsgátt. Í drögunum eru kynntar 32 aðgerðir, þar á meðal áform um réttarbætur, stuðning, rannsóknir, fræðslu og vitundarvakningu í þágu hinsegin fólks á öllum aldri. Hinsegin Málefni trans fólks Reykjavík síðdegis Bylgjan Ríkisútvarpið Viðreisn Fjölmiðlar Miðflokkurinn Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst Sjá meira
„Það er eitt að tjá sig um skoðanir sínar, ég með aðrar stjórnmálaskoðanir en Snorri til dæmis, eða finnst kannski matur góður sem honum finnst ekki góður. Við getum debaterað um ýmislegt. En þegar tilveruréttur fólks er undir, þá erum við komin yfir strikið,“ segir Ingileif Friðriksdóttir aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Hún ræddi Kastljósviðtalið við Snorra og Þorbjörgu Þorvaldsdóttur verkefnastýru hjá Samtökunum 78, um hvort bakslag hefði orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks, í Reykjavík síðdegis. „Ég ætla ekki að saka Snorra um hatursorðræðu en það er rammi utan um það hvað tjáningarfrelsi felur í sér. Og það felur ekki í sér hatursorðræðu eða að kynda undir hatursorðræðu.“ Hún gagnrýnir hve oft Snorri greip fram í fyrir Þorbjörgu í innslaginu og leyfði henni lítið að komast að. „Við búum öll í okkar bergmálshellum. Í mínum bergmálshelli er mikil óánægja með hans framgöngu í gær. Ég tilheyri hinsegin samfélaginu og það logar allt í hinsegin samfélaginu akkúrat núna,“ segir Ingileif. Hún segist meðvituð um að í leið séu hópar sem sjái ábyggilega einungis jákvæðar umsagnir um framgöngu Snorra í gær og hvetur til umræðu mismunandi skoðanahópa. Aðspurð hvort samfélagið sé á hættulegri vegferð segist hún hrædd um þær. Torskilinn málflutningur Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor ræddi málið sömuleiðis í Reykjavík síðdegis. Hann segir oft talað um skautun í þjóðfélaginu, sem einkennist af því að annar hópurinn hati hinsegin fólk og hinn sé skipaður baráttumönnum fyrir kynhlutlausu tungumáli. „Ég held að langfæst fólk sé í öðrum hvorum hópnum,“ segir Eiríkur. Mun frekar sé samfélagið orðið hólfaskiptara og stjórnmálamenn hneigist til að tala til síns hóps. „Þannig að átökin sem slík hjálpa að einhverju leyti báðum ytri vængjunum en á kostnað hinnar breiðu miðju, ef hún er yfir höfuð til lengur.“ Aðspurður segist hann ekki geta lagt orðræðu Snorra að nákvæmlega að jöfnu við popúlisma, það sé of mikil einföldun. „En það er margt þarna sem fellur inn í hina popúlísku umræðu,“ segir Eiríkur. Heldurðu að það hafi verið rétt skref fyrir Snorra að fara þessa leið? „Ég ætla ekki að meta það. Ég veit ekki hvað hann ætlar sér. Sumt í málflutningnum skildi ég ekki alveg fyllilega. Það var ekki alveg ljóst hvað hann var að segja. Ég reyndi að horfa á þetta aftur til að reyna að ná málflutningnum og hann er ekki skýr, það er ekki alveg ljóst hvað hann sagði. Þetta er miklu frekar framgangan heldur en hvaða orð féllu,“ segir Eiríkur. Kunnuglegt stef Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, tók í svipaðan streng og Ingileif í enn einu viðtalinu í Reykjavík Síðdegis í dag. Hún sagði orðræðu Snorra um trans fólk minna á þá sem uppi var meðal „sjálfskipaðra sérfræðinga“ eins og Gunnars í Krossinum þegar deilt var um hvort lögleiða ætti hjónabönd samkynhneigðra. Líkt og flokkssystir hennar tilheyrir Hanna Katrín hinsegin samfélaginu. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra lagði í dag fram drög að nýrri aðgerðaráætlun í málefnum hinsegin fólks í samráðsgátt. Í drögunum eru kynntar 32 aðgerðir, þar á meðal áform um réttarbætur, stuðning, rannsóknir, fræðslu og vitundarvakningu í þágu hinsegin fólks á öllum aldri.
Hinsegin Málefni trans fólks Reykjavík síðdegis Bylgjan Ríkisútvarpið Viðreisn Fjölmiðlar Miðflokkurinn Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent