Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2025 06:31 Hafþór Júlíus Björnsson er í flottu formi og segist vera í heimsmetaham. @thorbjornsson Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson bætti heimsmetið í réttstöðulyftu í lok júlí og nú er hann með augun á öðru heimsmeti. Hafþór lyfti 501 kílói í maí 2020 en 505 kíló fóru upp hjá honum á kraftlyftingarmóti í Þýskalandi í sumar. Hafþór var óhræddur við að setja á sig pressu fyrir það mót og hann er byrjaður aftur að byggja upp spennu fyrir næsta mót sem er fram um næstu helgi. Hafþór ferðaðist í gær til Birmingham í Englandi þar sem framundan er heimsbikarmót í réttstöðulyftu. Mótið heitir The Strongman Open og fer fram í Utilita höllinni í Birmingham á laugardaginn. Hafþór Júlíus ætlar sér að lyfta 510 kílóum á þessu móti ef marka má samfélagsmiðla hans. „Nú er komið að þessu, ferðalagið að 510 kílóum er hafið. Tími til að skrifa söguna,“ skrifaði Hafþór Júlíus og birti mynd af sér í flugvélinni á leiðinni út. Réttstöðulyftan er öflugasta grein Hafþórs og hann ætlar að sjá til þess að aflraunamenn framtíðarinnar þurfi að hafa mikið fyrir því að taka af honum heimsmetið. Okkar maður er að sjálfsögðu með setningu frá Jóni Páli Sigmarssyni húðflúraða á fótinn sinn. „There is no reason to be alive if you can’t do deadlift,“ eða „Það er engin ástæða til að lifa ef þú getur ekki tekið réttstöðulyftu.“ Hafþór hitaði upp fyrir mótið fyrir nokkrum dögum og lyfti þá 410 kílóum án nokkurra vandræða. „410 kílóin fóru létt upp. Sjálfstraustið mitt er upp úr öllu valdi,“ skrifaði Hafþór. Það verður gaman að sjá hvort Hafþóri takist að slá heimsmetið í annað skiptið á innan við tveimur mánuðum. View this post on Instagram A post shared by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson) Aflraunir Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Bournemouth - Chelsea | Gestirnir vilja svara fyrir sig Enski boltinn Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni Formúla 1 Fleiri fréttir Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni Emilía skoraði en brekkan var of brött Bournemouth - Chelsea | Gestirnir vilja svara fyrir sig Manchester City - Sunderland | Ferskir nýliðar á Etihad Hádramatík í lokin á Villa Park „Ég get spilað fyrir framan tóman sal og fyrir framan fullan sal“ Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Úrslitin í beinni í kvöld: „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Dagskráin: Úrvalsdeildin í pílu, Bónusdeildin, formúlan og Doc Zone „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Sjá meira
Hafþór lyfti 501 kílói í maí 2020 en 505 kíló fóru upp hjá honum á kraftlyftingarmóti í Þýskalandi í sumar. Hafþór var óhræddur við að setja á sig pressu fyrir það mót og hann er byrjaður aftur að byggja upp spennu fyrir næsta mót sem er fram um næstu helgi. Hafþór ferðaðist í gær til Birmingham í Englandi þar sem framundan er heimsbikarmót í réttstöðulyftu. Mótið heitir The Strongman Open og fer fram í Utilita höllinni í Birmingham á laugardaginn. Hafþór Júlíus ætlar sér að lyfta 510 kílóum á þessu móti ef marka má samfélagsmiðla hans. „Nú er komið að þessu, ferðalagið að 510 kílóum er hafið. Tími til að skrifa söguna,“ skrifaði Hafþór Júlíus og birti mynd af sér í flugvélinni á leiðinni út. Réttstöðulyftan er öflugasta grein Hafþórs og hann ætlar að sjá til þess að aflraunamenn framtíðarinnar þurfi að hafa mikið fyrir því að taka af honum heimsmetið. Okkar maður er að sjálfsögðu með setningu frá Jóni Páli Sigmarssyni húðflúraða á fótinn sinn. „There is no reason to be alive if you can’t do deadlift,“ eða „Það er engin ástæða til að lifa ef þú getur ekki tekið réttstöðulyftu.“ Hafþór hitaði upp fyrir mótið fyrir nokkrum dögum og lyfti þá 410 kílóum án nokkurra vandræða. „410 kílóin fóru létt upp. Sjálfstraustið mitt er upp úr öllu valdi,“ skrifaði Hafþór. Það verður gaman að sjá hvort Hafþóri takist að slá heimsmetið í annað skiptið á innan við tveimur mánuðum. View this post on Instagram A post shared by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson)
Aflraunir Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Bournemouth - Chelsea | Gestirnir vilja svara fyrir sig Enski boltinn Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni Formúla 1 Fleiri fréttir Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni Emilía skoraði en brekkan var of brött Bournemouth - Chelsea | Gestirnir vilja svara fyrir sig Manchester City - Sunderland | Ferskir nýliðar á Etihad Hádramatík í lokin á Villa Park „Ég get spilað fyrir framan tóman sal og fyrir framan fullan sal“ Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Úrslitin í beinni í kvöld: „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Dagskráin: Úrvalsdeildin í pílu, Bónusdeildin, formúlan og Doc Zone „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Sjá meira