Innlent

Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli út­skrifaður

Árni Sæberg skrifar
Tveir lögreglubílar auk sérsveitar ríkislögreglustjóra voru á Aðalgötunni.
Tveir lögreglubílar auk sérsveitar ríkislögreglustjóra voru á Aðalgötunni.

Tveir eru enn í haldi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra vegna líkamsárásar á Siglufirði í gærkvöldi. Fimm voru handteknir í aðgerðum lögreglu.

Þetta segir Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn rannsóknardeildar Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Verið sé að yfirheyra mennina mennina tvo sem eftir eru í haldi.

Þá segir hann að sá sem fyrir árásinni varð hafi ekki særst alvarlega og hafi verið útskrifaður af sjúkrahúsi strax í gærkvöldi. Lögreglan hafi ekkert haft ef honum að segja síðan þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×