Innlent

Lýsa eftir Her­dísi

Árni Sæberg skrifar
Ekki hefur spurst til Herdísar síðan í gærkvöldi.
Ekki hefur spurst til Herdísar síðan í gærkvöldi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Herdísi Pálsdóttur, 20 ára, en síðast er vitað um ferðir hennar við Háaleitisbraut í Reykjavík um klukkan 22 í gærkvöldi.

Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að Herdís sé um 170 sentimetrar á hæð og með miklar krullur. Hún sé klædd í bláar Adidas buxur, græna skósíða kápu og fjólublá kúrekastígvél.

Þeir sem geti gefið upplýsingar um ferðir Herdísar, eða viti hvar hana er að finna, séu vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×