Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Siggeir Ævarsson skrifar 6. september 2025 18:16 Fjölnismenn í Grindavík í sumar, þegar allt lék í lyndi Vísir/Hulda Margrét Fjölnismenn eru fallnir úr Lengjudeild karla eftir 2-1 tap gegn Þór á Akureyri. Heil umferð var leikin í dag og er óhætt að segja að mjög spennandi lokaumferð sé framundan. Fjölnismenn þurftu nauðsynlega á sigri að halda fyrir norðan í dag en á 84. mínútu fengu heimamenn víti sem Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði úr. Það reyndist sigurmark leiksins. Á sama tíma tóku Leiknismenn á móti Selfossi og hirtu öll þrjú stigin með 2-0 sigri. Leiknir fer þá í 20 stig og úr fallsæti, einu stigi á undan Selfossi sem sígur niður í 11. sætið með 19 stig. Grindvíkingar, sem eru einnig í bullandi fallhættu, léku sinn fyrsta leik undir nýrri stjórn eftir að Haraldur Árni Hróðmarsson var látinn taka pokann sinn á dögunum. Þeir gerðu sér lítið fyrir og lögðu ÍR á heimavelli 3-1. Markahrókurinn Adam Árni Róbertsson skoraði tvö fyrstu mörk Grindvíkinga og lagði upp það þriðja. Hann er þá kominn með 14 mörk í deildinni og er markahæstur ásamt Oumar Diouck. Með sigrinum fara Grindvíkingar í 21 stig, stigi á undan Leikni en ennþá í fallhættu enda aðeins tveimur stigum á undan Selfyssingum. Fylkir fékk Völsung í heimsókn þar sem Húsvíkingarnir björguðu sér endanlega frá falli með 1-2 sigri. Staðan í neðri hlutanum fyrir lokaumferðina er þá svona: 8. sæti - Grindavík 21 stig9. sæti - Fylkir 20 stig10. sæti - Leiknir 20 stig 11. sæti - Selfoss 19 stig12. sæti - Fjölnir 15 stig Liðin í 8. - 11. sæti geta því öll ennþá fallið. Grindavík tekur á móti Njarðvík í lokaumferðinni, Fylkir sækir ÍR heim, Leiknir sækir Fjölni heim og Selfoss tekur á móti Keflavík. Hart barist á toppnum líka Á toppi deildarinnar er spennan ekki minni en Þórsarar sitja á toppnum eftir úrslit dagsins með 42 stig. Þróttarar koma þar strax á eftir með 41 og Njarðvík er með 40, svo að þessi þrjú lið eiga öll möguleika á að taka toppsætið í lokaumferðinni og fara beint upp. Þróttarar töpuðu þremur stigum í dag þegar liðið steinlá á útivelli gegn HK, 5-2 þar sem Jóhann Þór Arnarsson skoraði þrennu. Njarðvíkingar töpuðu einnig þremur stigum þegar liðið tapaði gegn Keflavík, 2-1. Þróttur og Þór mætast einmitt í lokaumferðinni en Njarðvíkingar verða að stóla á að þeim leik ljúki með jafntefli ef þeir ætla sér að eiga möguleika á toppsætinu. Þeir þurfa þá að vinna Grindavík og vona að markatalan dugi þeim í toppsætið. Lengjudeild karla Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Fleiri fréttir Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Sjá meira
Fjölnismenn þurftu nauðsynlega á sigri að halda fyrir norðan í dag en á 84. mínútu fengu heimamenn víti sem Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði úr. Það reyndist sigurmark leiksins. Á sama tíma tóku Leiknismenn á móti Selfossi og hirtu öll þrjú stigin með 2-0 sigri. Leiknir fer þá í 20 stig og úr fallsæti, einu stigi á undan Selfossi sem sígur niður í 11. sætið með 19 stig. Grindvíkingar, sem eru einnig í bullandi fallhættu, léku sinn fyrsta leik undir nýrri stjórn eftir að Haraldur Árni Hróðmarsson var látinn taka pokann sinn á dögunum. Þeir gerðu sér lítið fyrir og lögðu ÍR á heimavelli 3-1. Markahrókurinn Adam Árni Róbertsson skoraði tvö fyrstu mörk Grindvíkinga og lagði upp það þriðja. Hann er þá kominn með 14 mörk í deildinni og er markahæstur ásamt Oumar Diouck. Með sigrinum fara Grindvíkingar í 21 stig, stigi á undan Leikni en ennþá í fallhættu enda aðeins tveimur stigum á undan Selfyssingum. Fylkir fékk Völsung í heimsókn þar sem Húsvíkingarnir björguðu sér endanlega frá falli með 1-2 sigri. Staðan í neðri hlutanum fyrir lokaumferðina er þá svona: 8. sæti - Grindavík 21 stig9. sæti - Fylkir 20 stig10. sæti - Leiknir 20 stig 11. sæti - Selfoss 19 stig12. sæti - Fjölnir 15 stig Liðin í 8. - 11. sæti geta því öll ennþá fallið. Grindavík tekur á móti Njarðvík í lokaumferðinni, Fylkir sækir ÍR heim, Leiknir sækir Fjölni heim og Selfoss tekur á móti Keflavík. Hart barist á toppnum líka Á toppi deildarinnar er spennan ekki minni en Þórsarar sitja á toppnum eftir úrslit dagsins með 42 stig. Þróttarar koma þar strax á eftir með 41 og Njarðvík er með 40, svo að þessi þrjú lið eiga öll möguleika á að taka toppsætið í lokaumferðinni og fara beint upp. Þróttarar töpuðu þremur stigum í dag þegar liðið steinlá á útivelli gegn HK, 5-2 þar sem Jóhann Þór Arnarsson skoraði þrennu. Njarðvíkingar töpuðu einnig þremur stigum þegar liðið tapaði gegn Keflavík, 2-1. Þróttur og Þór mætast einmitt í lokaumferðinni en Njarðvíkingar verða að stóla á að þeim leik ljúki með jafntefli ef þeir ætla sér að eiga möguleika á toppsætinu. Þeir þurfa þá að vinna Grindavík og vona að markatalan dugi þeim í toppsætið.
Lengjudeild karla Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Fleiri fréttir Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Sjá meira