Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Jón Þór Stefánsson skrifar 6. september 2025 21:22 Donald Trump líkir sér við persónuna Bill Kilgore úr Apocalypse Now. Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjar að því að hann muni beita nýnefndu stríðsmálaráðuneyti í Chicago-borg til þess að vísa þeim sem dvelja ólöglega í Bandaríkjunum úr landi. Þetta kemur fram í færslu Trump á eigin samfélagsmiðli, Truth Social, þar sem hann vísar í kvikmynd Francis Ford Coppola frá 1979, Apocalypse Now. „Ég elska þefinn af brottvísunum á morgnanna,“ skrifar Trump og vísar þar til orða undirofurstans brimbrettaóða Bill Kilgore, sem Robert Duvall lék eftirminnilega í umræddri kvikmynd, en sá sagðist elska lyktina af napalmi. Jafnframt birtir Trump mynd, að því er virðist gervigreindarteiknaða, af sjálfum sér í hlutverki Kilgore með yfirskriftinni: Chipocalypse Now. Hér má sjá myndina sem Trump birti á Truth Social. „Chigago er í þann mund að fara að komast að því hvers vegna við köllum það stríðsmálaráðuneytið,“ skrifar Trump, en greint var frá því fyrr í vikunni að hann hygðist breyta nafni varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna yfir í stríðsmálaráðuneytinu. Trump hefur undanfarið gefið verulega til kynna að hann muni senda hermenn til Chicago til að vísa ólöglegum innflytjendum úr landi og takast á við glæpi. Ríkisstjóri Illinois, ríkisins þar sem Chicago er að finna, hefur andmælt þessum áformum forsetans. Hann segist túlka þessa nýjustu færslu Trump á þann veg að „forseti Bandaríkjanna sé að hóta að fara í stríð við ameríska borg“. „Þetta er ekki brandari. Það er ekkert eðlilegt við þetta. Donald Trump er enginn kraftajötunn. Hann er hræddur maður. Illinois mun ekki láta þessa einræðisherraeftirhermu ógna sér.“ Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að undirrita forsetatilskipun á morgun þess efnis að nafni varnarmálaráðuneytisins verður breytt í stríðsmálaráðuneytið. Þá verður embættisheiti Pete Hegseth varnarmálaráðherra breytt í stríðsmálaráðherra. 4. september 2025 23:59 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu Trump á eigin samfélagsmiðli, Truth Social, þar sem hann vísar í kvikmynd Francis Ford Coppola frá 1979, Apocalypse Now. „Ég elska þefinn af brottvísunum á morgnanna,“ skrifar Trump og vísar þar til orða undirofurstans brimbrettaóða Bill Kilgore, sem Robert Duvall lék eftirminnilega í umræddri kvikmynd, en sá sagðist elska lyktina af napalmi. Jafnframt birtir Trump mynd, að því er virðist gervigreindarteiknaða, af sjálfum sér í hlutverki Kilgore með yfirskriftinni: Chipocalypse Now. Hér má sjá myndina sem Trump birti á Truth Social. „Chigago er í þann mund að fara að komast að því hvers vegna við köllum það stríðsmálaráðuneytið,“ skrifar Trump, en greint var frá því fyrr í vikunni að hann hygðist breyta nafni varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna yfir í stríðsmálaráðuneytinu. Trump hefur undanfarið gefið verulega til kynna að hann muni senda hermenn til Chicago til að vísa ólöglegum innflytjendum úr landi og takast á við glæpi. Ríkisstjóri Illinois, ríkisins þar sem Chicago er að finna, hefur andmælt þessum áformum forsetans. Hann segist túlka þessa nýjustu færslu Trump á þann veg að „forseti Bandaríkjanna sé að hóta að fara í stríð við ameríska borg“. „Þetta er ekki brandari. Það er ekkert eðlilegt við þetta. Donald Trump er enginn kraftajötunn. Hann er hræddur maður. Illinois mun ekki láta þessa einræðisherraeftirhermu ógna sér.“
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að undirrita forsetatilskipun á morgun þess efnis að nafni varnarmálaráðuneytisins verður breytt í stríðsmálaráðuneytið. Þá verður embættisheiti Pete Hegseth varnarmálaráðherra breytt í stríðsmálaráðherra. 4. september 2025 23:59 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að undirrita forsetatilskipun á morgun þess efnis að nafni varnarmálaráðuneytisins verður breytt í stríðsmálaráðuneytið. Þá verður embættisheiti Pete Hegseth varnarmálaráðherra breytt í stríðsmálaráðherra. 4. september 2025 23:59