Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2025 17:41 Francois Bayrou í pontu á þingi í dag. AP/Christophe Ena François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, stóð ekki af sér vantrauststillögu á franska þinginu. Því er ríkisstjórn Frakklands fallin en hún var einungis starfandi í níu mánuði. Emmanuel Macron, forseti, þarf nú að reyna að finna fimmta forsætisráðherra landsins á tæpum tveimur árum. Einungis 194 þingmenn greiddu atkvæði gegn vantrauststillögunni en 364 þingmenn greiddu atkvæði með henni. Þetta var í fyrsta sinn frá 1958 sem vantrauststillaga er samþykkt á franska þinginu. Franskir fjölmiðlar segja að Bayrou muni leggja fram formlega afsögn sína til Macrons í fyrramálið. Alger óvissa hefur ríkt á franska þinginu á undanförnum árum vegna mikilla deilna um það hvernig draga eigi úr fjárlagahalla þar í landi. Það var Bayrou sjálfur sem boðaði atkvæðagreiðslu og vildi hann þannig leysa þann rembihnút þingið er fast í. Hann hafði lagt fram fjárlagafrumvarp sem innihélt nærri því 44 milljarða evra niðurskurð en Frakkar eru í erfiðri fjárhagsstöðu. Fjárlagahalli Frakklands nam 5,8 prósentum af vergri landsframleiðslu í fyrra en viðmið Evrópusambandsins er þrjú prósent. Bayrou tók við embætti forsætisráðherra þann 13. desember í fyrra, eftir að fyrri ríkisstjórn féll 4. desember þegar svo virtist sem að hún myndi ekki standast vantrauststillögu. Sú ríkisstjórn féll einnig vegna óvinsæls fjárlagafrumvarps. Hvað næst? Hvað gerist næst liggur ekki fyrir að svo stöddu. Macron mun þurfa að reyna að miðla málum milli þingflokka og þeir þurfa að komast að samkomulagi um nýja ríkisstjórn og fjárlögin. Það er þó, samkvæmt frétt Politico, hægara sagt en gert. Leiðtogar flokkanna eru ósammála um það hvernig leysa eigi fjárhagsvanda Frakklands. Þar að auki fara sveitarstjórnarkosningar fram í mars og árið 2027 verða svo haldnar forsetakosningar í Frakklandi. Leiðtogar flokkanna á þingi eru því sagðir hafa lítinn vilja til málamiðlana. Fáir þingmenn eru þó sagðir hafa áhuga á að boða til skyndikosninga, sem verða nauðsynlegar ef ríkisstjórnarmyndun misheppnast. Eins og þegar síðasta ríkisstjórn féll hafa leiðtogar stjórnarandstöðunnar kallað eftir því að Macron segi einnig af sér og boði til nýrra forsetakosninga. Hann mun líklega ekki verða við því nú frekar en síðast. 'We are giving Macron two choices. Either he can be impeached or he can resign' says French National Assembly Deputy Mathilde Panot.She is speaking in Paris after the French Prime Minister Francois Bayrou lost the confidence vote.https://t.co/TC2ROCL7wW📺 Sky 501 pic.twitter.com/Q59I8fm1eM— Sky News (@SkyNews) September 8, 2025 Frakkland Tengdar fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Fjármálaráðherra Frakka sagði að mögulega þyrftu frönsk yfirvöld að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna yfirvofandi skuldakreppu. Hugmyndir forsætisráðherrans um niðurskurð hafa vakið óánægju almennings en hann sækist eftir traustyfirlýsingu þingsins. 26. ágúst 2025 23:30 Örlög Bayrou ráðast 8. september Útlit er fyrir að François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, muni ekki standa af sér vantrauststillögu sem þingmenn munu greiða atkvæði um þann 8. september næstkomandi. 26. ágúst 2025 06:56 Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, hefur lagt til að tveir hátíðisdagar verði venjulegir vinnudagar. Tillagan var lögð fram samhliða fjárlögum ársins 2026 og endurspeglra viðleitni til að auka framleiðni og draga úr skuldasöfnun ríkisins. 16. júlí 2025 06:47 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Einungis 194 þingmenn greiddu atkvæði gegn vantrauststillögunni en 364 þingmenn greiddu atkvæði með henni. Þetta var í fyrsta sinn frá 1958 sem vantrauststillaga er samþykkt á franska þinginu. Franskir fjölmiðlar segja að Bayrou muni leggja fram formlega afsögn sína til Macrons í fyrramálið. Alger óvissa hefur ríkt á franska þinginu á undanförnum árum vegna mikilla deilna um það hvernig draga eigi úr fjárlagahalla þar í landi. Það var Bayrou sjálfur sem boðaði atkvæðagreiðslu og vildi hann þannig leysa þann rembihnút þingið er fast í. Hann hafði lagt fram fjárlagafrumvarp sem innihélt nærri því 44 milljarða evra niðurskurð en Frakkar eru í erfiðri fjárhagsstöðu. Fjárlagahalli Frakklands nam 5,8 prósentum af vergri landsframleiðslu í fyrra en viðmið Evrópusambandsins er þrjú prósent. Bayrou tók við embætti forsætisráðherra þann 13. desember í fyrra, eftir að fyrri ríkisstjórn féll 4. desember þegar svo virtist sem að hún myndi ekki standast vantrauststillögu. Sú ríkisstjórn féll einnig vegna óvinsæls fjárlagafrumvarps. Hvað næst? Hvað gerist næst liggur ekki fyrir að svo stöddu. Macron mun þurfa að reyna að miðla málum milli þingflokka og þeir þurfa að komast að samkomulagi um nýja ríkisstjórn og fjárlögin. Það er þó, samkvæmt frétt Politico, hægara sagt en gert. Leiðtogar flokkanna eru ósammála um það hvernig leysa eigi fjárhagsvanda Frakklands. Þar að auki fara sveitarstjórnarkosningar fram í mars og árið 2027 verða svo haldnar forsetakosningar í Frakklandi. Leiðtogar flokkanna á þingi eru því sagðir hafa lítinn vilja til málamiðlana. Fáir þingmenn eru þó sagðir hafa áhuga á að boða til skyndikosninga, sem verða nauðsynlegar ef ríkisstjórnarmyndun misheppnast. Eins og þegar síðasta ríkisstjórn féll hafa leiðtogar stjórnarandstöðunnar kallað eftir því að Macron segi einnig af sér og boði til nýrra forsetakosninga. Hann mun líklega ekki verða við því nú frekar en síðast. 'We are giving Macron two choices. Either he can be impeached or he can resign' says French National Assembly Deputy Mathilde Panot.She is speaking in Paris after the French Prime Minister Francois Bayrou lost the confidence vote.https://t.co/TC2ROCL7wW📺 Sky 501 pic.twitter.com/Q59I8fm1eM— Sky News (@SkyNews) September 8, 2025
Frakkland Tengdar fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Fjármálaráðherra Frakka sagði að mögulega þyrftu frönsk yfirvöld að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna yfirvofandi skuldakreppu. Hugmyndir forsætisráðherrans um niðurskurð hafa vakið óánægju almennings en hann sækist eftir traustyfirlýsingu þingsins. 26. ágúst 2025 23:30 Örlög Bayrou ráðast 8. september Útlit er fyrir að François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, muni ekki standa af sér vantrauststillögu sem þingmenn munu greiða atkvæði um þann 8. september næstkomandi. 26. ágúst 2025 06:56 Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, hefur lagt til að tveir hátíðisdagar verði venjulegir vinnudagar. Tillagan var lögð fram samhliða fjárlögum ársins 2026 og endurspeglra viðleitni til að auka framleiðni og draga úr skuldasöfnun ríkisins. 16. júlí 2025 06:47 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Fjármálaráðherra Frakka sagði að mögulega þyrftu frönsk yfirvöld að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna yfirvofandi skuldakreppu. Hugmyndir forsætisráðherrans um niðurskurð hafa vakið óánægju almennings en hann sækist eftir traustyfirlýsingu þingsins. 26. ágúst 2025 23:30
Örlög Bayrou ráðast 8. september Útlit er fyrir að François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, muni ekki standa af sér vantrauststillögu sem þingmenn munu greiða atkvæði um þann 8. september næstkomandi. 26. ágúst 2025 06:56
Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, hefur lagt til að tveir hátíðisdagar verði venjulegir vinnudagar. Tillagan var lögð fram samhliða fjárlögum ársins 2026 og endurspeglra viðleitni til að auka framleiðni og draga úr skuldasöfnun ríkisins. 16. júlí 2025 06:47
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent