Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 9. september 2025 08:32 Í dag kemur Alþingi saman þegar 157. löggjafarþing verður sett. Verkefnin verða víst ærin fyrir okkur þingmenn, svo mikið er víst af lestri fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar sem boðar m.a. miklar skattahækkanir. Á Alþingi sitja 63 kjörnir fulltrúar almennings sem fara með löggjafarvaldið ásamt forseta Íslands. Alþingi fer einnig með fjárveitingavaldið og ríkisstjórnin, ráðherrarnir, sitja í skjóli meirihluta Alþingis. Auk þess gegna alþingismenn mikilvægu eftirlitshlutverki gagnvart framkvæmdarvaldinu, m.a. ráðherrum. Hvert er hlutverk stjórnarandstæðinga? Einhverjir virðast standa í þeirri trú að þingmenn sem hafa ekki aðkomu að ríkisstjórn, og eru í stjórnarandstöðu, hafi litlu hlutverki að gegna á Alþingi. Þeir eigi einna helst að láta lítið fyrir sér fara og þvælast ekki fyrir þingmálum meirihlutans. Þegar kjósendur velja sér flokka í alþingiskosningum, og þar með fulltrúa á Alþingi, geta þeir ekki vitað hvort atkvæðið þeirra endar hjá stjórnarliðum eða stjórnarandstæðingum (eða jafnvel flokkum utan þings). Alþingismenn eru samkvæmt stjórnarskrá aðeins bundnir við eigin sannfæringu, en þeir þurfa sannarlega að standa skil á gjörðum sínum þegar kosið er á ný. Vert er að hafa í huga að í síðustu kosningum hlaut: - Samfylkingin sem fer fyrir ríkisstjórninni 20,8% stuðning - Sjálfstæðisflokkur19,4% stuðning - Flokkarnir þrír sem mynda ríkisstjórn 50,4% stuðning 49,6% þjóðarinnar kaus ekki ríkisstjórnarflokkana Með öðrum orðum kaus 49,6% þjóðarinnar annað en stjórnarflokkana til gæta hagsmuna og sjónarmiða sinna á Alþingi. Mikilvægt er að þingmenn ræki framangreint hlutverk sitt, hvort sem er í stjórn eða stjórnarandstöðu. Til þess hafa þeir verið kjörnir – þannig virkar lýðræðið. Við höfum dæmi frá svokölluðum lýðræðisríkjum um allan heim þar sem stjórnarandstaðan „þvælist ekki fyrir“. Við berum okkur alla jafna ekki saman við þau ríki og lítum ekki til þeirra um okkar hagi. Nærtækasta dæmið er e.t.v. nýleg þróun í Ungverjalandi þar sem stjórnarandstaðan hefur kerfisbundið verið veikt af valdhöfum. Alþingi er ekki lagasetningarverksmiðja Alþingi er vettvangur frjálsrar umræðu þar sem kjörnir fulltrúar gæta hagsmuna kjósenda sinna, vonandi af ástríðu og heilindum. Alþingi er ekki lagasetningarverksmiðja þar sem afköstin eru mæld í hraða og fjölda, og þingmenn eru ekki stimpilpúðar. Umræðan getur vissulega verið óþægileg og tímafrek fyrir valdhafa, en hún er nauðsynleg í lýðræðissamfélagi. Og það er sannarlega ástæða til að setja spurningamerki við ásetning valdhafa sem afskrifa hlutverk stjórnarandstöðu. Ég hlakka til þingstarfanna og bendi lesendum enn á ný að hafa samband við mig með ábendingar á dilja.mist@althingi.is. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Í dag kemur Alþingi saman þegar 157. löggjafarþing verður sett. Verkefnin verða víst ærin fyrir okkur þingmenn, svo mikið er víst af lestri fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar sem boðar m.a. miklar skattahækkanir. Á Alþingi sitja 63 kjörnir fulltrúar almennings sem fara með löggjafarvaldið ásamt forseta Íslands. Alþingi fer einnig með fjárveitingavaldið og ríkisstjórnin, ráðherrarnir, sitja í skjóli meirihluta Alþingis. Auk þess gegna alþingismenn mikilvægu eftirlitshlutverki gagnvart framkvæmdarvaldinu, m.a. ráðherrum. Hvert er hlutverk stjórnarandstæðinga? Einhverjir virðast standa í þeirri trú að þingmenn sem hafa ekki aðkomu að ríkisstjórn, og eru í stjórnarandstöðu, hafi litlu hlutverki að gegna á Alþingi. Þeir eigi einna helst að láta lítið fyrir sér fara og þvælast ekki fyrir þingmálum meirihlutans. Þegar kjósendur velja sér flokka í alþingiskosningum, og þar með fulltrúa á Alþingi, geta þeir ekki vitað hvort atkvæðið þeirra endar hjá stjórnarliðum eða stjórnarandstæðingum (eða jafnvel flokkum utan þings). Alþingismenn eru samkvæmt stjórnarskrá aðeins bundnir við eigin sannfæringu, en þeir þurfa sannarlega að standa skil á gjörðum sínum þegar kosið er á ný. Vert er að hafa í huga að í síðustu kosningum hlaut: - Samfylkingin sem fer fyrir ríkisstjórninni 20,8% stuðning - Sjálfstæðisflokkur19,4% stuðning - Flokkarnir þrír sem mynda ríkisstjórn 50,4% stuðning 49,6% þjóðarinnar kaus ekki ríkisstjórnarflokkana Með öðrum orðum kaus 49,6% þjóðarinnar annað en stjórnarflokkana til gæta hagsmuna og sjónarmiða sinna á Alþingi. Mikilvægt er að þingmenn ræki framangreint hlutverk sitt, hvort sem er í stjórn eða stjórnarandstöðu. Til þess hafa þeir verið kjörnir – þannig virkar lýðræðið. Við höfum dæmi frá svokölluðum lýðræðisríkjum um allan heim þar sem stjórnarandstaðan „þvælist ekki fyrir“. Við berum okkur alla jafna ekki saman við þau ríki og lítum ekki til þeirra um okkar hagi. Nærtækasta dæmið er e.t.v. nýleg þróun í Ungverjalandi þar sem stjórnarandstaðan hefur kerfisbundið verið veikt af valdhöfum. Alþingi er ekki lagasetningarverksmiðja Alþingi er vettvangur frjálsrar umræðu þar sem kjörnir fulltrúar gæta hagsmuna kjósenda sinna, vonandi af ástríðu og heilindum. Alþingi er ekki lagasetningarverksmiðja þar sem afköstin eru mæld í hraða og fjölda, og þingmenn eru ekki stimpilpúðar. Umræðan getur vissulega verið óþægileg og tímafrek fyrir valdhafa, en hún er nauðsynleg í lýðræðissamfélagi. Og það er sannarlega ástæða til að setja spurningamerki við ásetning valdhafa sem afskrifa hlutverk stjórnarandstöðu. Ég hlakka til þingstarfanna og bendi lesendum enn á ný að hafa samband við mig með ábendingar á dilja.mist@althingi.is. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar