Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. september 2025 08:21 Þúsundir mótmæltu í Kathmandu í gær. Getty/Anadolu/Sunil Pradhan Að minnsta kosti nítján létust og yfir 100 særðust í átökum mótmælenda og lögregluyfirvalda í Katmandú í Nepal í gær. Mótmælin standa enn yfir, þrátt fyrir útgöngubann og þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ákveðið í gær að draga til baka bann gegn samfélagsmiðlum á borð við Facebook og YouTube. Kveikt hefur verið í heimilum nokkurra leiðtoga landsins, meðal annars heimili Bahadur Deuba, fyrrverandi forsætisráðherra. Mótmælin brutust út í kjölfar þess að 26 samfélagsmiðlar voru bannaðir á föstudag en þau snúast um annað og meira; ekki síst spillingu og framgöngu barna stjórnamálamanna á samfélagsmiðlum, þar sem þau gefa innsýn inn í lúxuslíf sem er fjarri veruleika flestra íbúa landsins. Forsætisráðherra landsins, KP Sharma Oli, hefur boðað til fundar í dag og hvatt aðila til að halda aftur af sér. Ef marka má mótmælendur sem hafa rætt við BBC virðist samfélagsmiðlabannið hafa verið kornið sem fyllti mælinn en jafnvel þótt það hafi beinst gegn miðlunum sjálfum hefur það einnig verið túlkað sem viðleitni stjórnvalda til að þagga niður í óánægjuröddum. Þrír ráðherrar hafa sagt af sér í gær og í dag, meðal annars innanríkisráðherrann sem hefur sætt harðri gagnrýni fyrir það hvernig yfirvöld hafa tekið á mótmælendum. Annar var landbúnaðarráðherrann, sem fordæmdi valdbeintingu yfirvalda gegn mótmælendum. Táragasi hefur verið skotið að fólki sem hefur safnast saman við þinghúsið í Katmandú í dag. Nepal Samfélagsmiðlar Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Sjá meira
Mótmælin standa enn yfir, þrátt fyrir útgöngubann og þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ákveðið í gær að draga til baka bann gegn samfélagsmiðlum á borð við Facebook og YouTube. Kveikt hefur verið í heimilum nokkurra leiðtoga landsins, meðal annars heimili Bahadur Deuba, fyrrverandi forsætisráðherra. Mótmælin brutust út í kjölfar þess að 26 samfélagsmiðlar voru bannaðir á föstudag en þau snúast um annað og meira; ekki síst spillingu og framgöngu barna stjórnamálamanna á samfélagsmiðlum, þar sem þau gefa innsýn inn í lúxuslíf sem er fjarri veruleika flestra íbúa landsins. Forsætisráðherra landsins, KP Sharma Oli, hefur boðað til fundar í dag og hvatt aðila til að halda aftur af sér. Ef marka má mótmælendur sem hafa rætt við BBC virðist samfélagsmiðlabannið hafa verið kornið sem fyllti mælinn en jafnvel þótt það hafi beinst gegn miðlunum sjálfum hefur það einnig verið túlkað sem viðleitni stjórnvalda til að þagga niður í óánægjuröddum. Þrír ráðherrar hafa sagt af sér í gær og í dag, meðal annars innanríkisráðherrann sem hefur sætt harðri gagnrýni fyrir það hvernig yfirvöld hafa tekið á mótmælendum. Annar var landbúnaðarráðherrann, sem fordæmdi valdbeintingu yfirvalda gegn mótmælendum. Táragasi hefur verið skotið að fólki sem hefur safnast saman við þinghúsið í Katmandú í dag.
Nepal Samfélagsmiðlar Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Sjá meira