Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2025 10:29 FJörutíu og fjórir kínverskir ferðamenn voru um borð í rútunni sem rakst á fólksbíl og lenti utan vegar skammt frá Kirkjubæjarklaustir í desember árið 2017. Tveir ferðamannanna létust og tugir slösuðust. Ökumaður rútunnar var síðar sakfelldur fyrir stórkostlegt gáleysi við akstur. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur synjaði kínverskri ferðaskrifstofu um leyfi til þess að áfrýja máli sem hún tapaði í Landsrétti gegn tryggingafélaginu TM vegna banaslyss á Suðurlandsvegi fyrir sjö árum. Ferðaskrifstofan taldi sig eiga kröfu á TM vegna bóta sem hún greiddi foreldrum tveggja ferðamanna sem létust í slysinu. Ferðaskrifstofan Beijing Titicaca Haoxing International Travel Company krafði TM um 64 milljónir króna vegna bótanna sem kínverskur dómstóll dæmdi hana til þess að græða foreldrum tveggja farþega sem létust þegar rúta sem skrifstofan leigði lenti í árekstri við fólksbíl og hafnaði utan vegar utan við Kirkjubæjarklaustur árið 2017. Fyrirtækið leigði rútu á vegum Hópferðabíla Akureyrar sem var tryggð hjá TM undir skipulagða ferð með kínverska ferðamenn. Ökumaður rútunnar var sakfelldur fyrir stórkostlegt gáleysi við akstur. Auk þeirra tveggja sem létust slösuðust 32 ferðalanganna. Þeir látnu voru 21 árs og 29 ára gamlir. Byggði fyrirtækið á því að með dómnum í Kína hefði það eignast kröfu foreldranna á hendur íslenska tryggingafélaginu. Landsréttur hafnaði því að viðurkenna bótakröfu kínversku ferðaskrifstofunnar á hendur TM í júní. Almennt hefðu erlendir dómar ekki réttaráhrif á Íslandi en sérstaklega ekki þar sem TM hefði ekki gefist kostur á að grípa til varna við meðferð málsins ytra. Taldi málið hafa mikið fordæmisgildi, hæstiréttur ekki Þegar ferðaskrifstofan óskaði eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar vísaði það meðal annars til þess að málið hefði verulegt fordæmisgildi um hvernig erlendur aðili sem á grundvelli samnings ber hlutlæga ábyrgð gagnvart erlendum tjónþola vegna líkams- og munatjóns á Íslandi gæti krafið íslenskan tjónvald um skaðabætur fyrir íslenskum dómstólum. Hæstiréttur gaf lítið fyrir það. Hann taldi úrslit málsins hvorki hafa verulegt almennt gildi né varða sérstaklega mikilvæga hagsmuni kínverska fyrirtækisins. Ekki væri heldur séð að meðferð málsins í héraði og fyrir Landsrétti hefði verið stórlega ábótavant eða dómur Landsréttar bersýnilega rangur. Dómsmál Tryggingar Kína Ferðaþjónusta Samgönguslys Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira
Ferðaskrifstofan Beijing Titicaca Haoxing International Travel Company krafði TM um 64 milljónir króna vegna bótanna sem kínverskur dómstóll dæmdi hana til þess að græða foreldrum tveggja farþega sem létust þegar rúta sem skrifstofan leigði lenti í árekstri við fólksbíl og hafnaði utan vegar utan við Kirkjubæjarklaustur árið 2017. Fyrirtækið leigði rútu á vegum Hópferðabíla Akureyrar sem var tryggð hjá TM undir skipulagða ferð með kínverska ferðamenn. Ökumaður rútunnar var sakfelldur fyrir stórkostlegt gáleysi við akstur. Auk þeirra tveggja sem létust slösuðust 32 ferðalanganna. Þeir látnu voru 21 árs og 29 ára gamlir. Byggði fyrirtækið á því að með dómnum í Kína hefði það eignast kröfu foreldranna á hendur íslenska tryggingafélaginu. Landsréttur hafnaði því að viðurkenna bótakröfu kínversku ferðaskrifstofunnar á hendur TM í júní. Almennt hefðu erlendir dómar ekki réttaráhrif á Íslandi en sérstaklega ekki þar sem TM hefði ekki gefist kostur á að grípa til varna við meðferð málsins ytra. Taldi málið hafa mikið fordæmisgildi, hæstiréttur ekki Þegar ferðaskrifstofan óskaði eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar vísaði það meðal annars til þess að málið hefði verulegt fordæmisgildi um hvernig erlendur aðili sem á grundvelli samnings ber hlutlæga ábyrgð gagnvart erlendum tjónþola vegna líkams- og munatjóns á Íslandi gæti krafið íslenskan tjónvald um skaðabætur fyrir íslenskum dómstólum. Hæstiréttur gaf lítið fyrir það. Hann taldi úrslit málsins hvorki hafa verulegt almennt gildi né varða sérstaklega mikilvæga hagsmuni kínverska fyrirtækisins. Ekki væri heldur séð að meðferð málsins í héraði og fyrir Landsrétti hefði verið stórlega ábótavant eða dómur Landsréttar bersýnilega rangur.
Dómsmál Tryggingar Kína Ferðaþjónusta Samgönguslys Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira