Herinn skakkar leikinn í Katmandú Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2025 10:40 Stjórnarbyggingar loguðu í Katmandú í gær. Mótmælendur lögðu eld að þeim eftir að lögreglumenn skutu fjölda fólks til bana og særðu tugi á mánudag. AP/Prakash Timalsina Vopnaðir hermenn standa nú vörð á strætum Katmandú, höfuðborg Nepals, eftir mannskæð mótmæli og óeirðir síðustu daga. Borgarbúum hefur verið skipað að halda sig heima hjá sér. Hörð mótmæli vegna samfélagsmiðlabanns stjórnvalda brutust út í Katmandú. Olíu var hent á eldinn þegar lögreglumenn skutu á mannfjöldann sem mótmælti við þinghúsið á mánudag og drápu nítján manns. Afsögn forsætisráðherrans og afnám samfélagsmiðlabannsins gerðu ekkert til þess að lægja öldurnar. Mótmælendur kveiktu í þinghúsinu, fleiri stjórnarbyggingum og heimilum stjórnmálamanna í gær. Þá var ráðist á stjórnmálamenn í borginni og hundruð fanga struku úr fangelsum þegar verðir og lögreglumenn flúðu reiði mótmælenda. Herinn skarst svo í leikinn í dag en hann hafði haldið að sér höndum síðustu daga. Framfylgdu vopnaðir hermenn útgöngubanni sem gildir þar til á morgun og stöðvuðu fólk og farartæki á ferðinni, að sögn AP-fréttastofunnar. Segja stjórnleysingja hafa stolið mótmælunum Mótmælin gegn samfélagsmiðlabanninu hafa verið kennt við Z-kynslóðina svonefndu, fólk sem fæddist undir lok 20. aldar og á fyrsta áratug þessarar. Stjórnvöld bönnuðu samfélagsmiðla eins og Facebook og Instagram þar sem þeir höfðu ekki orðið við kröfu þeirra um að þeir skráðu sig og gengust undir eftirlit í landinu. Helstu hópar mótmælenda hafa reynt að fjarlægja sig skemmdarverkunum. Tækifærissinnar hafi „stolið“ hreyfingunni. Engin frekari mótmæli hafi verið boðuð, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins. „Ætlun okkar var aldrei að raska daglegu lífi eða leyfa öðrum að misnota friðsamlegt frumkvæði okkar,“ sagði í yfirlýsingu frá hópunum. Vegatálmi nepalska hersins í Katmandú. Útgöngubanni var komið á um allt land sem gildir þar til á morgun.AP/Niranjan Shrestha Herinn hefur tekið undir að einstaklingar og hópar stjórnleysingja hafi laumað sér í raðir mótmælenda og framið spellvirki á opinberum eignum og einkaeignum. Ekki liggur fyrir hvað tekur við eftir að Khagda Prasad Oli, forsætisráðherra, sagði af sér í gær. Honum var falið að leiða starfsstjórn en ekki er vitað hvar Oli er niður kominn. Nepal Samfélagsmiðlar Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Sjá meira
Hörð mótmæli vegna samfélagsmiðlabanns stjórnvalda brutust út í Katmandú. Olíu var hent á eldinn þegar lögreglumenn skutu á mannfjöldann sem mótmælti við þinghúsið á mánudag og drápu nítján manns. Afsögn forsætisráðherrans og afnám samfélagsmiðlabannsins gerðu ekkert til þess að lægja öldurnar. Mótmælendur kveiktu í þinghúsinu, fleiri stjórnarbyggingum og heimilum stjórnmálamanna í gær. Þá var ráðist á stjórnmálamenn í borginni og hundruð fanga struku úr fangelsum þegar verðir og lögreglumenn flúðu reiði mótmælenda. Herinn skarst svo í leikinn í dag en hann hafði haldið að sér höndum síðustu daga. Framfylgdu vopnaðir hermenn útgöngubanni sem gildir þar til á morgun og stöðvuðu fólk og farartæki á ferðinni, að sögn AP-fréttastofunnar. Segja stjórnleysingja hafa stolið mótmælunum Mótmælin gegn samfélagsmiðlabanninu hafa verið kennt við Z-kynslóðina svonefndu, fólk sem fæddist undir lok 20. aldar og á fyrsta áratug þessarar. Stjórnvöld bönnuðu samfélagsmiðla eins og Facebook og Instagram þar sem þeir höfðu ekki orðið við kröfu þeirra um að þeir skráðu sig og gengust undir eftirlit í landinu. Helstu hópar mótmælenda hafa reynt að fjarlægja sig skemmdarverkunum. Tækifærissinnar hafi „stolið“ hreyfingunni. Engin frekari mótmæli hafi verið boðuð, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins. „Ætlun okkar var aldrei að raska daglegu lífi eða leyfa öðrum að misnota friðsamlegt frumkvæði okkar,“ sagði í yfirlýsingu frá hópunum. Vegatálmi nepalska hersins í Katmandú. Útgöngubanni var komið á um allt land sem gildir þar til á morgun.AP/Niranjan Shrestha Herinn hefur tekið undir að einstaklingar og hópar stjórnleysingja hafi laumað sér í raðir mótmælenda og framið spellvirki á opinberum eignum og einkaeignum. Ekki liggur fyrir hvað tekur við eftir að Khagda Prasad Oli, forsætisráðherra, sagði af sér í gær. Honum var falið að leiða starfsstjórn en ekki er vitað hvar Oli er niður kominn.
Nepal Samfélagsmiðlar Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Sjá meira