Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Árni Sæberg skrifar 10. september 2025 15:28 Arent Orri J. Claessen er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. SHÍ Stúdentar skilja hvorki upp né niður í ákvörðun ráðherra háskólamála að hækka skráningargjald í opinbera háskóla um þriðjung, á sama tíma og mikil óvissa ríkir um lögmæti þeirra. „Stúdentar eru allir sammála um það að þessi skráningargjöld eru í raun og veru skólagjöld,“ segir forseti SHÍ. Greint var frá því á dögunum Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefði lagt til að skrásetningargjöld í opinbera háskóla á Íslandi gætu orðið allt að 100 þúsund krónur fyrir skólaárið. Skrásetningargjöldin eru 75 þúsund krónur í dag og hafa verið óbreytt frá árinu 2014. Samþykki Alþingi tillögu Loga kæmi hún til framkvæmda á næsta ári. Í tilkynningu frá ráðuneyti Loga sagði að hámarki skrásetningargjalda hefði síðast verið breytt haustið 2013 og þá verið hækkað úr 60 þúsund krónum í 75 þúsund krónur. Hámarkið hefði því ekki sætt neinum breytingum í tólf ár, en ef gjaldið hefði þróast í takt við verðlag frá þeim tíma ætti hámark skrásetningargjaldsins að vera um 118 þúsund krónur. Þá hefðu rektorar opinberu háskólana lengi kallað eftir því að skrásetningargjaldið yrði hækkað. Krafa rektors úr öllu hófi Arent Orri J. Claessen, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir í samtali við Vísi að umræðan um skráningargjöldin og mögulega hækkun þeirra sé ekki ný af nálinni. Stúdentaráð hafi um árabil barist gegn þeim. Þar beri hæst kæra fyrrverandi nemanda við skólann vegna gjaldanna og krafa um endurgreiðslu. Það nýjast í málinu fyrir tilkynningu Loga hafi verið ákall rektora allra opinberu háskólana í maí um heimild til að hækka skólagjöldin. Silja Bára Ómarsdóttir, rektor HÍ, sagði í samtali við Vísi í júlí að hún vildi helst að ríkið hækkaði framlög til skólans en annars þyrfti að háskólaráðherra að leyfa skólanum að hækka skrásetningargjöld. Raunkostnaður við skrásetningu í HÍ væri metinn á um 180 þúsund krónur. Þessa beiðni rektors, að fá að hækka skráningargjöld á einu bretti um 125 þúsund krónur, eða 240 prósent, segir Arent Orri úr öllu hófi. Hann tekur þó heils hugar undir með rektor að auka þurfi fjárframlög til háskólans. „Þannig að það að hækka þetta úr 75 þúsund krónum í hundrað þúsund krónur, þetta er kannski hófleg hækkun miðað við það sem var óskað eftir. En stúdentar setja spurningarmerki við það hvort forsendur fyrir þessari hækkun séu yfir höfuð réttmætar. Mér finnst fullóábyrgt að taka ákvörðun um þessa hækkun áður en það liggur fyrir niðurstaða í þessu máli.“ Óskaði eftir endurgreiðslu árið 2022 Þar vísar Arent Orri til máls stúdentsins fyrrverandi Jessýjar Jónsdóttur, sem óskaði eftir því árið 2022 við Háskólaráð að henni yrðu endurgreidd skráningargjöldin árið 2022. Ráðið hafnaði beiðni hennar og hún kærði ákvörðun þess til Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema, með fulltingi SHÍ. SHÍ blés svo til blaðamannafundar í október árið 2023 þar sem því var lýst yfir að stúdentar hefðu farið með sigur af hólmi fyrir áfrýjunarnefndinni. Nefndin hefði úrskurðað skráningargjöldin ólögmæt. Það reyndist ekki alveg rétt þar sem í úrskurði nefndarinnar var ákvörðun Háskólaráðs ógilt en þess krafist að HÍ legði fram útreikninga á því hvernig skráningargjöldunum væri varið. Með öðrum orðum hvort þau væru skráningargjöld eða skólagjöld. „Af umfjöllun fjölmiðla um málið má ráða að nokkurs misskilnings gæti um niðurstöðu nefndarinnar. Jafnvel hefur komið fram að nefndin hafi kveðið á um að enginn grundvöllur væri fyrir innheimtu skrásetningargjalds en slíkt er alls ekki rétt. Í niðurstöðu nefndarinnar kemur einfaldlega fram að útreikningar vissra kostnaðarliða sem felldir hafa verið undir gjaldið séu ekki fullnægjandi,“ sagði í yfirlýsingu Jóns Atla Benediktssonar, þáverandi rektors, á sínum tíma. Koma verði til móts við nemendur fái gjöldin að standa Háskólinn óskaði eftir endurupptöku á máli Jessýjar og lagði fram ítarlegri gögn til stuðnings kröfu sinni um staðfestingu á lögmæti skrásetningargjaldsins. Málið hefur verið til meðferðar hjá áfrýjunarnefndinni um alllanga hríð en vonir standi til að hún kveði upp úrskurð sinn á næstu vikum. Arent Orri bendir á að málsmeðferðartími í máli hennar jafnist á við málsmeðferðartíma einkamála sem rata alla leið í Hæstarétt. Hann segir að fallist áfrýjunarnefndin á málatilbúnað háskólans sé ljóst að koma muni þurfa til móts við þá nemendur sem eiga erfitt með að bera kostnað af skráningu sinni í skólann á hverju ári. Stúdentaráði berist nú þegar fjöldi erinda frá stúdentum sem lýsi yfir áhyggjum sínum af greiðslu skráningargjaldanna. Ekki muni bæta úr skák ef gjöldin hækka um þriðjung. Arent nefnir til að mynda styrki við efnaminni nemendur eða að Menntasjóður námsmanna láni fyrir skráningargjöldunum, sem hefur ekki verið gert hingað til. Háskólar Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Rektor Háskólans á Akureyri segir vanfjármögnun háskólakerfisins sníða skólanum þrengri stakk í að mennta þá sem sækja nám í skólanum. Hún skilur sjónarmið nemenda en segir að skráningargjöldin virðist vera þau einu sem ekki megi snerta. 8. júlí 2025 12:00 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Greint var frá því á dögunum Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefði lagt til að skrásetningargjöld í opinbera háskóla á Íslandi gætu orðið allt að 100 þúsund krónur fyrir skólaárið. Skrásetningargjöldin eru 75 þúsund krónur í dag og hafa verið óbreytt frá árinu 2014. Samþykki Alþingi tillögu Loga kæmi hún til framkvæmda á næsta ári. Í tilkynningu frá ráðuneyti Loga sagði að hámarki skrásetningargjalda hefði síðast verið breytt haustið 2013 og þá verið hækkað úr 60 þúsund krónum í 75 þúsund krónur. Hámarkið hefði því ekki sætt neinum breytingum í tólf ár, en ef gjaldið hefði þróast í takt við verðlag frá þeim tíma ætti hámark skrásetningargjaldsins að vera um 118 þúsund krónur. Þá hefðu rektorar opinberu háskólana lengi kallað eftir því að skrásetningargjaldið yrði hækkað. Krafa rektors úr öllu hófi Arent Orri J. Claessen, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir í samtali við Vísi að umræðan um skráningargjöldin og mögulega hækkun þeirra sé ekki ný af nálinni. Stúdentaráð hafi um árabil barist gegn þeim. Þar beri hæst kæra fyrrverandi nemanda við skólann vegna gjaldanna og krafa um endurgreiðslu. Það nýjast í málinu fyrir tilkynningu Loga hafi verið ákall rektora allra opinberu háskólana í maí um heimild til að hækka skólagjöldin. Silja Bára Ómarsdóttir, rektor HÍ, sagði í samtali við Vísi í júlí að hún vildi helst að ríkið hækkaði framlög til skólans en annars þyrfti að háskólaráðherra að leyfa skólanum að hækka skrásetningargjöld. Raunkostnaður við skrásetningu í HÍ væri metinn á um 180 þúsund krónur. Þessa beiðni rektors, að fá að hækka skráningargjöld á einu bretti um 125 þúsund krónur, eða 240 prósent, segir Arent Orri úr öllu hófi. Hann tekur þó heils hugar undir með rektor að auka þurfi fjárframlög til háskólans. „Þannig að það að hækka þetta úr 75 þúsund krónum í hundrað þúsund krónur, þetta er kannski hófleg hækkun miðað við það sem var óskað eftir. En stúdentar setja spurningarmerki við það hvort forsendur fyrir þessari hækkun séu yfir höfuð réttmætar. Mér finnst fullóábyrgt að taka ákvörðun um þessa hækkun áður en það liggur fyrir niðurstaða í þessu máli.“ Óskaði eftir endurgreiðslu árið 2022 Þar vísar Arent Orri til máls stúdentsins fyrrverandi Jessýjar Jónsdóttur, sem óskaði eftir því árið 2022 við Háskólaráð að henni yrðu endurgreidd skráningargjöldin árið 2022. Ráðið hafnaði beiðni hennar og hún kærði ákvörðun þess til Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema, með fulltingi SHÍ. SHÍ blés svo til blaðamannafundar í október árið 2023 þar sem því var lýst yfir að stúdentar hefðu farið með sigur af hólmi fyrir áfrýjunarnefndinni. Nefndin hefði úrskurðað skráningargjöldin ólögmæt. Það reyndist ekki alveg rétt þar sem í úrskurði nefndarinnar var ákvörðun Háskólaráðs ógilt en þess krafist að HÍ legði fram útreikninga á því hvernig skráningargjöldunum væri varið. Með öðrum orðum hvort þau væru skráningargjöld eða skólagjöld. „Af umfjöllun fjölmiðla um málið má ráða að nokkurs misskilnings gæti um niðurstöðu nefndarinnar. Jafnvel hefur komið fram að nefndin hafi kveðið á um að enginn grundvöllur væri fyrir innheimtu skrásetningargjalds en slíkt er alls ekki rétt. Í niðurstöðu nefndarinnar kemur einfaldlega fram að útreikningar vissra kostnaðarliða sem felldir hafa verið undir gjaldið séu ekki fullnægjandi,“ sagði í yfirlýsingu Jóns Atla Benediktssonar, þáverandi rektors, á sínum tíma. Koma verði til móts við nemendur fái gjöldin að standa Háskólinn óskaði eftir endurupptöku á máli Jessýjar og lagði fram ítarlegri gögn til stuðnings kröfu sinni um staðfestingu á lögmæti skrásetningargjaldsins. Málið hefur verið til meðferðar hjá áfrýjunarnefndinni um alllanga hríð en vonir standi til að hún kveði upp úrskurð sinn á næstu vikum. Arent Orri bendir á að málsmeðferðartími í máli hennar jafnist á við málsmeðferðartíma einkamála sem rata alla leið í Hæstarétt. Hann segir að fallist áfrýjunarnefndin á málatilbúnað háskólans sé ljóst að koma muni þurfa til móts við þá nemendur sem eiga erfitt með að bera kostnað af skráningu sinni í skólann á hverju ári. Stúdentaráði berist nú þegar fjöldi erinda frá stúdentum sem lýsi yfir áhyggjum sínum af greiðslu skráningargjaldanna. Ekki muni bæta úr skák ef gjöldin hækka um þriðjung. Arent nefnir til að mynda styrki við efnaminni nemendur eða að Menntasjóður námsmanna láni fyrir skráningargjöldunum, sem hefur ekki verið gert hingað til.
Háskólar Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Rektor Háskólans á Akureyri segir vanfjármögnun háskólakerfisins sníða skólanum þrengri stakk í að mennta þá sem sækja nám í skólanum. Hún skilur sjónarmið nemenda en segir að skráningargjöldin virðist vera þau einu sem ekki megi snerta. 8. júlí 2025 12:00 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
„Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Rektor Háskólans á Akureyri segir vanfjármögnun háskólakerfisins sníða skólanum þrengri stakk í að mennta þá sem sækja nám í skólanum. Hún skilur sjónarmið nemenda en segir að skráningargjöldin virðist vera þau einu sem ekki megi snerta. 8. júlí 2025 12:00