Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. september 2025 21:17 Mohamed Salah og félagar í Liverpool féllu úr leik fyrir Paris Saint-Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili. PSG fór alla leið og vann keppnina í fyrsta sinn. epa/ADAM VAUGHAN Samkvæmt útreikningum ofurtölvu Opta tölfræðiveitunnar er Liverpool líklegast til að standa uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu næsta vor. Keppni í deildarkeppni Meistaradeildarinnar hefst í næstu viku. Paris Saint-Germain á titil að verja en liðið vann Inter, 5-0, í úrslitaleik keppninnar á síðasta tímabili. Þrátt fyrir litlar breytingar á leikmannahópi PSG telur ofurtölva Opta aðeins 12,1 prósent möguleika á að liðið endurtaki leikinn frá því í fyrra. Það skýrist að einhverju leyti að því að PSG á mjög erfiða leiki fyrir höndum á riðlakeppninni. Að mati Opta eiga bara PSV Eindhoven og Bayern München jafn erfiða leiki í riðlakeppninni sem hefst á þriðjudaginn. Liverpool er talið líklegast til að vinna Meistaradeildina en samkvæmt ofurtölvunni eru möguleikar Rauða hersins 20,4 prósent. Þar á eftir kemur Arsenal með sextán prósent líkur. Manchester City, sem vann keppnina fyrir tveimur árum, á 8,4 prósent líkur á að vinna Meistaradeildina samkvæmt útreikningum ofurtölvunnar, líkt og Barcelona. Real Madrid, sem hefur unnið keppnina oftast allra liða, er talið eiga 5,8 prósent líkur á að standa uppi sem sigurvegari næsta vor. Ofurtölvan telur sigurmöguleika Chelsea, sem varð heimsmeistari félagsliða í sumar, sjö prósent. Inter, silfurlið Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili, er aðeins talið eiga þrjú prósent líkur á að vinna keppnina, jafn miklar og Newcastle United. Líklegustu liðin til að vinna Meistaradeildina samkvæmt ofurtölvu Opta Liverpool - 20,4% Arsenal - 16% PSG - 12,1% Man. City - 8,4% Barcelona - 8,4% Chelsea - 7% Real Madrid - 5,8% Bayern München - 4,3 Inter - 3% Newcastle United - 3% Liverpool, sem varð enskur meistari á síðasta tímabili, mætir Atlético Madrid í fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni á miðvikudaginn kemur. Arsenal mætir Athletic Bilbao á þriðjudaginn. PSG hefur titilvörnina gegn Atalanta. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Keppni í deildarkeppni Meistaradeildarinnar hefst í næstu viku. Paris Saint-Germain á titil að verja en liðið vann Inter, 5-0, í úrslitaleik keppninnar á síðasta tímabili. Þrátt fyrir litlar breytingar á leikmannahópi PSG telur ofurtölva Opta aðeins 12,1 prósent möguleika á að liðið endurtaki leikinn frá því í fyrra. Það skýrist að einhverju leyti að því að PSG á mjög erfiða leiki fyrir höndum á riðlakeppninni. Að mati Opta eiga bara PSV Eindhoven og Bayern München jafn erfiða leiki í riðlakeppninni sem hefst á þriðjudaginn. Liverpool er talið líklegast til að vinna Meistaradeildina en samkvæmt ofurtölvunni eru möguleikar Rauða hersins 20,4 prósent. Þar á eftir kemur Arsenal með sextán prósent líkur. Manchester City, sem vann keppnina fyrir tveimur árum, á 8,4 prósent líkur á að vinna Meistaradeildina samkvæmt útreikningum ofurtölvunnar, líkt og Barcelona. Real Madrid, sem hefur unnið keppnina oftast allra liða, er talið eiga 5,8 prósent líkur á að standa uppi sem sigurvegari næsta vor. Ofurtölvan telur sigurmöguleika Chelsea, sem varð heimsmeistari félagsliða í sumar, sjö prósent. Inter, silfurlið Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili, er aðeins talið eiga þrjú prósent líkur á að vinna keppnina, jafn miklar og Newcastle United. Líklegustu liðin til að vinna Meistaradeildina samkvæmt ofurtölvu Opta Liverpool - 20,4% Arsenal - 16% PSG - 12,1% Man. City - 8,4% Barcelona - 8,4% Chelsea - 7% Real Madrid - 5,8% Bayern München - 4,3 Inter - 3% Newcastle United - 3% Liverpool, sem varð enskur meistari á síðasta tímabili, mætir Atlético Madrid í fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni á miðvikudaginn kemur. Arsenal mætir Athletic Bilbao á þriðjudaginn. PSG hefur titilvörnina gegn Atalanta.
Liverpool - 20,4% Arsenal - 16% PSG - 12,1% Man. City - 8,4% Barcelona - 8,4% Chelsea - 7% Real Madrid - 5,8% Bayern München - 4,3 Inter - 3% Newcastle United - 3%
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira