„Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Árni Sæberg skrifar 11. september 2025 14:27 Kjartan Magnússon er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Einar Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir nýjan árshlutareikning Reykjavíkurborgars sýna fram á að meirihlutinn hafi enga stjórn á fjármálum borgarinnar. Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið janúar til júní 2025 var lagður fram í borgarráði í dag. Þar kom meðal annars fram að rekstrarniðurstaða A-hluta, sem er sá rekstur sem er fjármagnaður með skatttekjum, fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA), hafi sýnt jákvæða niðurstöðu um 3,3 milljarða króna. Eftir fjármagnsliði og afskriftir hafi afkoman verið neikvæð um 47 milljónir króna. Þá hafi rekstrarniðurstaða samstæðunnar, A- og B-hluta, verið jákvæð um 5,1 milljarða króna, sem sé 4,7 milljörðum betri niðurstaða en á sama tímabili árið 2024. Rekstrarniðurstaða hafi verið 1,6 milljarði króna betri en áætlað var. Ekkert lát á skuldasöfnun Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að samkvæmt árhlutareikningunum versni fjárhagsstaða borgarinnar enn. Ljóst sé að meirihluti borgarstjórnar hafi enga stjórn á fjármálum borgarinnar. „Árshlutareikningurinn fyrir fyrstu sex mánuði ársins sýnir að ekkert lát er á ábyrgðarlausri skuldasöfnun þrátt fyrir stórauknar tekjur. Borgin eyðir miklu fé um efni fram og með stórfelldri skuldasöfnun er reikningurinn sendur á komandi kynslóðir. Borgarsjóður var rekinn með 47 milljóna króna tapi á fyrstu sex mánuðum ársins. Er þetta mun lakari niðurstaða en áformað var í fjárhagsáætlun ársins en samkvæmt henni átti reksturinn að skila 438 milljóna króna afgangi. Frávikið nemur 484 milljónum króna til hins verra.“ „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða fegrar rekstrarreikninginn Hvað 5,1 milljarðs afgangs af rekstri samstæðu borgarinnar varðar segir Kjartan að hann sé allur til kominn vegna matsbreytinga fjárfestingareigna, að lang mestu leyti Félagsbústaða hf. Matsbreyting eigna Félagsbústaða hafi numið 7,3 milljörðum króna á tímabilinu. „Slík matsbreyting er reiknuð stærð, sem skilar ekki raunverulegum tekjum til rekstrarins. Matshækkun félagslegra íbúða borgarinnar er færð sem hagnaður á rekstrarreikningi og er þar veigamikill þáttur vegna mikillar hækkunar á húsnæðisverði. Um er að ræða bókhaldslegan hagnað en ekki peningalegan og er umdeilt hvort rétt sé að færa slíkan froðuhagnað í rekstrarreikning. Slíkur ábati vegna hækkunar fasteignaverðs yrði ekki innleystur nema með sölu eigna, sem engin áform eru um. Þar sem ekki stendur til að selja félagslegar íbúðir í eigu Reykjavíkurborgar er orðið ,,fjárfestingareignir“ varla réttnefni yfir þær,“ segir Kjartan. Án umræddrar matsbreytingar fjárfestingareigna nemi tap samstæðu Reykjavíkurborgar 2.183 milljónum króna á tímabilinu. Skuldir aukast um tvo milljarða á mánuði Þá segir hann að þróun skulda Reykjavíkurborgar gefi að mörgu leyti skýrari mynd af rekstri hennar en sjálfur rekstrarreikningurinn. „Á einungis sex mánuðum, frá ársbyrjun til júníloka, hækkuðu skuldir borgarsjóðs um 12.567 milljónir króna eða um rúma tvo milljarða á mánuði. Námu skuldir borgarsjóðs 216.142 milljónum í lok tímabilsins. Skuldaaukningin nemur rúmum sex prósent á þessu sex mánaða tímabili.“ Samkvæmt gildandi eigi skuldir borgarsjóðs að hækka um 11.680 milljónir króna á árinu 2025 og nema 218.531 milljón í lok þess. Skuldir borgarsjóðs hafi þegar verið orðnar 216.142 milljónir eftir fyrstu sex mánuðina samkvæmt uppgjörinu. Þá hafi skuldir samstæðu Reykjavíkurborgar hækkað um tæpa tuttugu milljarða króna fyrstu sex mánuði ársins og numið 544.653 milljónum króna hinn 30. júní síðastliðinn. Skuldaaukningin nemi 3,8 prósent á tímabilinu. Samkvæmt gildandi fjárhagsáætlun eigi skuldir samstæðunnar að hækka um tæpa 32 milljarða króna samtals á árinu 2025 og nema 558.572 milljónum í lok þess. Ljóst sé að bróðurparturinn af þessari skuldaaukningu hafi raungerst á fyrri hluta ársins samkvæmt uppgjörinu. Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Borgarstjórn Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið janúar til júní 2025 var lagður fram í borgarráði í dag. Þar kom meðal annars fram að rekstrarniðurstaða A-hluta, sem er sá rekstur sem er fjármagnaður með skatttekjum, fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA), hafi sýnt jákvæða niðurstöðu um 3,3 milljarða króna. Eftir fjármagnsliði og afskriftir hafi afkoman verið neikvæð um 47 milljónir króna. Þá hafi rekstrarniðurstaða samstæðunnar, A- og B-hluta, verið jákvæð um 5,1 milljarða króna, sem sé 4,7 milljörðum betri niðurstaða en á sama tímabili árið 2024. Rekstrarniðurstaða hafi verið 1,6 milljarði króna betri en áætlað var. Ekkert lát á skuldasöfnun Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að samkvæmt árhlutareikningunum versni fjárhagsstaða borgarinnar enn. Ljóst sé að meirihluti borgarstjórnar hafi enga stjórn á fjármálum borgarinnar. „Árshlutareikningurinn fyrir fyrstu sex mánuði ársins sýnir að ekkert lát er á ábyrgðarlausri skuldasöfnun þrátt fyrir stórauknar tekjur. Borgin eyðir miklu fé um efni fram og með stórfelldri skuldasöfnun er reikningurinn sendur á komandi kynslóðir. Borgarsjóður var rekinn með 47 milljóna króna tapi á fyrstu sex mánuðum ársins. Er þetta mun lakari niðurstaða en áformað var í fjárhagsáætlun ársins en samkvæmt henni átti reksturinn að skila 438 milljóna króna afgangi. Frávikið nemur 484 milljónum króna til hins verra.“ „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða fegrar rekstrarreikninginn Hvað 5,1 milljarðs afgangs af rekstri samstæðu borgarinnar varðar segir Kjartan að hann sé allur til kominn vegna matsbreytinga fjárfestingareigna, að lang mestu leyti Félagsbústaða hf. Matsbreyting eigna Félagsbústaða hafi numið 7,3 milljörðum króna á tímabilinu. „Slík matsbreyting er reiknuð stærð, sem skilar ekki raunverulegum tekjum til rekstrarins. Matshækkun félagslegra íbúða borgarinnar er færð sem hagnaður á rekstrarreikningi og er þar veigamikill þáttur vegna mikillar hækkunar á húsnæðisverði. Um er að ræða bókhaldslegan hagnað en ekki peningalegan og er umdeilt hvort rétt sé að færa slíkan froðuhagnað í rekstrarreikning. Slíkur ábati vegna hækkunar fasteignaverðs yrði ekki innleystur nema með sölu eigna, sem engin áform eru um. Þar sem ekki stendur til að selja félagslegar íbúðir í eigu Reykjavíkurborgar er orðið ,,fjárfestingareignir“ varla réttnefni yfir þær,“ segir Kjartan. Án umræddrar matsbreytingar fjárfestingareigna nemi tap samstæðu Reykjavíkurborgar 2.183 milljónum króna á tímabilinu. Skuldir aukast um tvo milljarða á mánuði Þá segir hann að þróun skulda Reykjavíkurborgar gefi að mörgu leyti skýrari mynd af rekstri hennar en sjálfur rekstrarreikningurinn. „Á einungis sex mánuðum, frá ársbyrjun til júníloka, hækkuðu skuldir borgarsjóðs um 12.567 milljónir króna eða um rúma tvo milljarða á mánuði. Námu skuldir borgarsjóðs 216.142 milljónum í lok tímabilsins. Skuldaaukningin nemur rúmum sex prósent á þessu sex mánaða tímabili.“ Samkvæmt gildandi eigi skuldir borgarsjóðs að hækka um 11.680 milljónir króna á árinu 2025 og nema 218.531 milljón í lok þess. Skuldir borgarsjóðs hafi þegar verið orðnar 216.142 milljónir eftir fyrstu sex mánuðina samkvæmt uppgjörinu. Þá hafi skuldir samstæðu Reykjavíkurborgar hækkað um tæpa tuttugu milljarða króna fyrstu sex mánuði ársins og numið 544.653 milljónum króna hinn 30. júní síðastliðinn. Skuldaaukningin nemi 3,8 prósent á tímabilinu. Samkvæmt gildandi fjárhagsáætlun eigi skuldir samstæðunnar að hækka um tæpa 32 milljarða króna samtals á árinu 2025 og nema 558.572 milljónum í lok þess. Ljóst sé að bróðurparturinn af þessari skuldaaukningu hafi raungerst á fyrri hluta ársins samkvæmt uppgjörinu.
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Borgarstjórn Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira