Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. september 2025 22:03 Svala Dís Sigurðardóttir, verkefnastjóri Ylju. Vísir/Bjarni Verkefnastjóri neyslurýmisins Ylju segir starfsfólk hafa miklar áhyggjur af skjólstæðingum sínum um helgar, þegar rýmið er lokað. Þá sé meiri hætta á að fólk setji sig í hættulegar aðstæður, og noti vímuefni á víðavangi. Aðsókn í rýmið hefur stóraukist að undanförnu Ylja er löglega verndað neyslurými á vegum Rauða krossins, þar sem fólk getur notað vímuefni undir eftirliti fagfólks í mismunandi rýmum. Ylja hefur verið starfrækt í eitt ár, en opið er á virkum dögum. Þriðjudaginn 2. september voru 48 komur í neyslurými Ylju. Mánudaginn eftir voru þær 47 talsins, en að meðaltali hafa þær hingað til verið 18. Mest að gera á mánudögum Verkefnastjóri segir heimsóknarmet ítrekað hafa fallið síðustu mánuði. „Mánudagar eru með langflestar komur í hús og við viljum meina að það sé af því að það sé lokað um helgar,“ segir Svala Dís Sigurðardóttir, verkefnastjóri Ylju. Þegar neyslurýmin eru lokuð, um helgar og á rauðum dögum, óttast starfsfólk Ylju að skjólstæðingar þeirra setji sig í ótryggar og jafnvel hættulegar aðstæður, og neyti vímuefna sinna þar, til að mynda í bílakjöllurum eins og þeim sem sjá má í sjónvarpsfréttinni hér að neðan. „Þannig að þeir leita svo til okkar á mánudögum eftir, í raun og veru, mikið hark yfir helgina,“ segir Svala. Fjármagnið er flöskuhálsinn „Við höfum mjög miklar áhyggjur af þeim oft, sérstaklega yfir vetrartímann þegar það er kalt úti. Þau eru að leita einhvert, því einhversstaðar verða þau að vera.“ Svala segir aðeins opið á virkum dögum vegna skorts á fjármagni, sem fáist í gegnum styrki. „Þannig að þetta eru ansi margir dagar á ári sem við þurfum að hafa lokað.“ Fólk noti þó engu minna af vímuefnum á frídögum. „Við viljum og teljum mjög nauðsynlegt að það verði opið um helgar og á rauðum dögum, þannig að við getum boðið upp á mikilvæga þjónustu alla daga.“ Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Ylja er löglega verndað neyslurými á vegum Rauða krossins, þar sem fólk getur notað vímuefni undir eftirliti fagfólks í mismunandi rýmum. Ylja hefur verið starfrækt í eitt ár, en opið er á virkum dögum. Þriðjudaginn 2. september voru 48 komur í neyslurými Ylju. Mánudaginn eftir voru þær 47 talsins, en að meðaltali hafa þær hingað til verið 18. Mest að gera á mánudögum Verkefnastjóri segir heimsóknarmet ítrekað hafa fallið síðustu mánuði. „Mánudagar eru með langflestar komur í hús og við viljum meina að það sé af því að það sé lokað um helgar,“ segir Svala Dís Sigurðardóttir, verkefnastjóri Ylju. Þegar neyslurýmin eru lokuð, um helgar og á rauðum dögum, óttast starfsfólk Ylju að skjólstæðingar þeirra setji sig í ótryggar og jafnvel hættulegar aðstæður, og neyti vímuefna sinna þar, til að mynda í bílakjöllurum eins og þeim sem sjá má í sjónvarpsfréttinni hér að neðan. „Þannig að þeir leita svo til okkar á mánudögum eftir, í raun og veru, mikið hark yfir helgina,“ segir Svala. Fjármagnið er flöskuhálsinn „Við höfum mjög miklar áhyggjur af þeim oft, sérstaklega yfir vetrartímann þegar það er kalt úti. Þau eru að leita einhvert, því einhversstaðar verða þau að vera.“ Svala segir aðeins opið á virkum dögum vegna skorts á fjármagni, sem fáist í gegnum styrki. „Þannig að þetta eru ansi margir dagar á ári sem við þurfum að hafa lokað.“ Fólk noti þó engu minna af vímuefnum á frídögum. „Við viljum og teljum mjög nauðsynlegt að það verði opið um helgar og á rauðum dögum, þannig að við getum boðið upp á mikilvæga þjónustu alla daga.“
Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira