Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Samúel Karl Ólason skrifar 11. september 2025 18:53 Herþota af gerðinni F-35 á flugi. EPA/DEAN LEWINS Úkraínumenn hafa um árabil varist svo gott sem daglegum árásum Rússa með sjálfsprengidróna og eldflaugar. Til þessa notast þeir marglaga varnir en þróun þessara varna hefur að miklu leyti gengið út á að draga eins og hægt er úr kostnaði við varnirnar en drónarnir eru tiltölulega ódýrir í framleiðslu og flugskeyti í loftvarnarkerfi og herþotur eru það alls ekki. Yfirvöld í Póllandi segja að fyrr í vikunni hafi nítján rússneskum drónum verið flogið inn í lofhelgi ríkisins. Fjórir þeirra voru skotnir niður með hjálpa bandamanna Póllands í Atlantshafsbandalaginu en til verksins var notast við mjög dýrar herþotur og Patriot-loftvarnarkerfi. Viðbrögð Pólverja og NATO voru mjög umfangsmikil. F-35 og F-16 þotum var flogið á loft. Black Hawk þyrlum einnig auk eldri þyrlum af gerðinni Mi-24 og Mi-17. Talið er að viðbúnaðurinn og varnirnar hafi kostað fúlgur fjár. Ráðamenn í Rússlandi segjast ekki hafa sent drónana til Póllands og ráðamenn í Belarús, segja að drónarnir hafi farið af leið vegna rafrænna truflana Úkraínumanna. Sérfræðingar og ráðamenn í Evrópu hafa dregið þær útskýringar í efa. Sjá einnig: Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Þeirra á meðal er Radek Sikorski, utanríkisráðherra Póllands. AP fréttaveitan hefur eftir honum að ef einn eða tveir drónar hefðu farið inn fyrir lofthelgi Póllands gæti það mögulega hafa verið slys. Nítján drónar séu ekki slys. Karol Nawrocki, forseti Póllands, hefur slegið á svipaða strengi og segir markmið Rússa hafa verið að greina varnargetu Póllands. Pólverjar hafa beðið bandamenn sína um aðstoð við að bæta varnir sínar og hafa ráðamenn nokkurra ríkja, samkvæmt BBC, samþykkt að senda hermenn, stórskotaliðsvopn og loftvarnarkerfi til Póllands. Þeirra á meðal eru Holland og Tékkland. Þar að auki hafa Bretar og Frakkar sagt að til greina komi að senda herþotur til Austur-Evrópu. Flugskeyti ekki vopn gegn drónum Samkvæmt gögnum frá Úkraínumönnum hafa Rússar notast við að minnsta kosti 35.698 sjálfsprengidróna og tálbeitudróna í Úkraínu á þessu ári. Drónar hafa nokkrum sinnum ratað inn í lofthelgi Póllands frá upphafi innrásarinnar í Úkraínu en brot úr úkraínsku flugskeyti úr loftvarnarkerfi banaði tveimur Pólverjum árið 2023. Drónar hafa einnig farið inn á lofhelgi Rúmeníu, Moldóvu og allra Eystrasaltsríkjanna. Það hafa þó verið einangruð atvik og drónarnir hafa aldrei verið eins margir og í þessari viku. Ef drónarnir yrðu einhvern tímann eins margir og Rússar nota nánast daglega í Úkraínu, eru ekki til nægilega mörg flugskeyti um borð í herþotum, þyrlum og loftvarnarkerfum í Póllandi til að verjast þeim, samkvæmt sérfræðingi sem ræddi við blaðamann AP. Sjá einnig: Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í gær að hefðbundin loftvarnarkerfi eins og Patriot og SAMP/T væru ekki kerfi sem nota ætti gegn sjálfsprengidrónum. Þau ætti fyrst og fremst að nota gegn skotflaugum. Vísaði hann til þess að eitt flugskeyti í Patriot-kerfið kosti tvær til þrjár milljónir dala og að rússneskur sjálfsprengidróni kostaði allt að hundrað þúsund dali. „Þegar Rússar skjóta fimm til átta hundruð drónum á dag, er ekki í boði að nota slík flugskeyti,“ sagði Selenskí. Þess í stað sagði hann nauðsynlegt að nota skilvirkari leiðir sem væru ekki jafn dýrar. Selenskí sagði Úkraínumenn búa yfir einstakri reynslu af því að byggja upp marglaga loftvarnir með því að notast við rafrænar truflanir, þyrlur, flugvélar, aðra dróna og stórar vélbyssur á pallbílum, svo eitthvað sé nefnt. „Þetta er eina leiðin til að stöðva umfangsmiklar árásir og í dag býr ekkert ríki, fyrir utan Úkraínu og Rússland, yfir svona kerfi.“ Hann sagði Úkraínumenn tilbúna til að miðla reynslu sinni til Pólverja og annarra bandalagsríkja. Answering questions from journalists, I noted: Patriot, SAMP/T and similar systems are not weapons against kamikaze drones. These are expensive missiles designed first and foremost for ballistic targets. A single Patriot interceptor costs $2-3 million, while a “shahed” or “Geran”…— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) September 11, 2025 Pólland NATO Úkraína Rússland Belarús Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Yfirvöld í Póllandi segja að fyrr í vikunni hafi nítján rússneskum drónum verið flogið inn í lofhelgi ríkisins. Fjórir þeirra voru skotnir niður með hjálpa bandamanna Póllands í Atlantshafsbandalaginu en til verksins var notast við mjög dýrar herþotur og Patriot-loftvarnarkerfi. Viðbrögð Pólverja og NATO voru mjög umfangsmikil. F-35 og F-16 þotum var flogið á loft. Black Hawk þyrlum einnig auk eldri þyrlum af gerðinni Mi-24 og Mi-17. Talið er að viðbúnaðurinn og varnirnar hafi kostað fúlgur fjár. Ráðamenn í Rússlandi segjast ekki hafa sent drónana til Póllands og ráðamenn í Belarús, segja að drónarnir hafi farið af leið vegna rafrænna truflana Úkraínumanna. Sérfræðingar og ráðamenn í Evrópu hafa dregið þær útskýringar í efa. Sjá einnig: Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Þeirra á meðal er Radek Sikorski, utanríkisráðherra Póllands. AP fréttaveitan hefur eftir honum að ef einn eða tveir drónar hefðu farið inn fyrir lofthelgi Póllands gæti það mögulega hafa verið slys. Nítján drónar séu ekki slys. Karol Nawrocki, forseti Póllands, hefur slegið á svipaða strengi og segir markmið Rússa hafa verið að greina varnargetu Póllands. Pólverjar hafa beðið bandamenn sína um aðstoð við að bæta varnir sínar og hafa ráðamenn nokkurra ríkja, samkvæmt BBC, samþykkt að senda hermenn, stórskotaliðsvopn og loftvarnarkerfi til Póllands. Þeirra á meðal eru Holland og Tékkland. Þar að auki hafa Bretar og Frakkar sagt að til greina komi að senda herþotur til Austur-Evrópu. Flugskeyti ekki vopn gegn drónum Samkvæmt gögnum frá Úkraínumönnum hafa Rússar notast við að minnsta kosti 35.698 sjálfsprengidróna og tálbeitudróna í Úkraínu á þessu ári. Drónar hafa nokkrum sinnum ratað inn í lofthelgi Póllands frá upphafi innrásarinnar í Úkraínu en brot úr úkraínsku flugskeyti úr loftvarnarkerfi banaði tveimur Pólverjum árið 2023. Drónar hafa einnig farið inn á lofhelgi Rúmeníu, Moldóvu og allra Eystrasaltsríkjanna. Það hafa þó verið einangruð atvik og drónarnir hafa aldrei verið eins margir og í þessari viku. Ef drónarnir yrðu einhvern tímann eins margir og Rússar nota nánast daglega í Úkraínu, eru ekki til nægilega mörg flugskeyti um borð í herþotum, þyrlum og loftvarnarkerfum í Póllandi til að verjast þeim, samkvæmt sérfræðingi sem ræddi við blaðamann AP. Sjá einnig: Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í gær að hefðbundin loftvarnarkerfi eins og Patriot og SAMP/T væru ekki kerfi sem nota ætti gegn sjálfsprengidrónum. Þau ætti fyrst og fremst að nota gegn skotflaugum. Vísaði hann til þess að eitt flugskeyti í Patriot-kerfið kosti tvær til þrjár milljónir dala og að rússneskur sjálfsprengidróni kostaði allt að hundrað þúsund dali. „Þegar Rússar skjóta fimm til átta hundruð drónum á dag, er ekki í boði að nota slík flugskeyti,“ sagði Selenskí. Þess í stað sagði hann nauðsynlegt að nota skilvirkari leiðir sem væru ekki jafn dýrar. Selenskí sagði Úkraínumenn búa yfir einstakri reynslu af því að byggja upp marglaga loftvarnir með því að notast við rafrænar truflanir, þyrlur, flugvélar, aðra dróna og stórar vélbyssur á pallbílum, svo eitthvað sé nefnt. „Þetta er eina leiðin til að stöðva umfangsmiklar árásir og í dag býr ekkert ríki, fyrir utan Úkraínu og Rússland, yfir svona kerfi.“ Hann sagði Úkraínumenn tilbúna til að miðla reynslu sinni til Pólverja og annarra bandalagsríkja. Answering questions from journalists, I noted: Patriot, SAMP/T and similar systems are not weapons against kamikaze drones. These are expensive missiles designed first and foremost for ballistic targets. A single Patriot interceptor costs $2-3 million, while a “shahed” or “Geran”…— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) September 11, 2025
Pólland NATO Úkraína Rússland Belarús Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira