Handbolti

Haukar sóttu tvö stig norður

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Haukar fagna.
Haukar fagna. Vísir/Hulda Margrét

Haukar lögðu KA með minnsta mun þegar liðin mættust í 2. umferð Olís deildar karla í handbolta, lokatölur 32-33.

Gestirnir úr Hafnafirði voru öflugri í fyrri hálfleik og munurinn þrjú mörk þegar gengið var til búningsherbergja. Í síðari hálfleik varð leikurinn hins vegar gríðarlega spennandi og munurinn aðeins eitt mark þegar leik lauk.

Freyr Aronsson bar af í liði Hauka með 9 mörk. Þar á eftir kom Sigurður Snær Sigurjónsson með 6 mörk og svo Hergeir Grímsson með 5 mörk. Á sama tíma var Bjarni Ófeigur Valdimarsson stórbrotinn í liði KA með 13 mörk. Því miður dugði það ekki til sigurs.

Bæði lið hafa nú unnið einn og tapað einum að loknum tveimur leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×