„Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. september 2025 21:45 Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, á hliðarlínunni í leik dagsins. Vísir/Ernir Eftir ellefu ára bið tryggði Þór Akureyri sér loksins sæti í efstu deild karla í knattspyrnu er liðið vann 1-2 sigur gegn Þrótti í lokaumferð Lengjudeildarinnar í dag. Lokaumferð Lengjudeildarinnar fór fram í dag þegar heil umferð hófst klukkan 14:00. Önnur eins umferð hefur líklega aldrei sést áður, því hver einn og einasti leikur skipti gríðarlegu máli, hvort sem það var í toppbaráttunni, baráttunni um sæti í umspili eða fallbaráttunni. Af tólf liðum höfðu aðeins tvö lið að engu að keppa. Völsungur gat hvorki endað ofar né neðar en sjöunda sæti og Fjölnismenn voru nú þegar fallnir. Það var þó líklega leikur Þróttar og Þórs sem skipti mestu máli, að öðrum leikjum ólöstuðum. Fyrir leik var ljóst að sigurliðið myndi tryggja sér beint sæti í Bestu-deild karla, en tapliðið þyrfti að sætta sig við sæti í umspili. Þá var einnig möguleiki á því að Þróttur og Þór myndu bæði missa af efsta sæti deildarinnar, en til þess að það myndi gerast þyrfti leikur þeirra að enda með jafntefli og þá hefðu Njarðvíkingar getað stolið efsta sætinu. Það var því tilfinningaþrungin stund þegar flautað var til leiksloka og sæti Þórsara í Bestu-deildinni var tryggt. Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari liðsins, var gripinn í viðtal í leikslok. „Ég er bara klökkur. Þetta er bara ótrúlegt. Ástæðan fyrir því að ég fór norður er þetta,“ sagði Sigurður í hálfgerðum faðmlögum við Andra Má Eggertsson og benti á stuðningsfólk Þórs uppi í stúku. „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki.“ Hann segir einnig að það hafi klárlega farið um sig þegar Þróttur minnkaði muninn undir lok leiksins. „Auðvitað gerir það, en það var bara einhver ára yfir okkur í vikunni og mér leið eins og við værum að fara að klára þetta. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Þetta er bara stórkostleg stund fyrir þetta fólk hérna, klúbbinn og alla þessa Þórsara í liðinu. Þessa ungu Þórsara sem er búið að dreyma um að ná árangri með Þór og þeir eru heldur betur búnir að vinna fyrir því.“ Úr tíunda sæti upp í Bestu-deildina Á síðasta tímabili hafnaði Þór í tíunda sæti Lengjudeildarinnar, aðeins einu sæti fyrir ofan fallsvæðið. Hvað hefur breyst á einu ári? „Menn tóku sig bara á og bættu sig. Við komum inn af krafti fyrir síðasta tímabil og gerðum mikið af breytingum varðandi hvernig við ætluðum að gera hlutina. Það tekur bara tíma að koma því inn og mér leið alltaf eftir síðasta tímabil eins og þetta yrði eitthvað sérstakt,“ sagði Sigurður að lokum. Klippa: Sigurður Höskulds eftir að Þór tryggði sér sæti í Bestu Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Fleiri fréttir Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Sjá meira
Lokaumferð Lengjudeildarinnar fór fram í dag þegar heil umferð hófst klukkan 14:00. Önnur eins umferð hefur líklega aldrei sést áður, því hver einn og einasti leikur skipti gríðarlegu máli, hvort sem það var í toppbaráttunni, baráttunni um sæti í umspili eða fallbaráttunni. Af tólf liðum höfðu aðeins tvö lið að engu að keppa. Völsungur gat hvorki endað ofar né neðar en sjöunda sæti og Fjölnismenn voru nú þegar fallnir. Það var þó líklega leikur Þróttar og Þórs sem skipti mestu máli, að öðrum leikjum ólöstuðum. Fyrir leik var ljóst að sigurliðið myndi tryggja sér beint sæti í Bestu-deild karla, en tapliðið þyrfti að sætta sig við sæti í umspili. Þá var einnig möguleiki á því að Þróttur og Þór myndu bæði missa af efsta sæti deildarinnar, en til þess að það myndi gerast þyrfti leikur þeirra að enda með jafntefli og þá hefðu Njarðvíkingar getað stolið efsta sætinu. Það var því tilfinningaþrungin stund þegar flautað var til leiksloka og sæti Þórsara í Bestu-deildinni var tryggt. Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari liðsins, var gripinn í viðtal í leikslok. „Ég er bara klökkur. Þetta er bara ótrúlegt. Ástæðan fyrir því að ég fór norður er þetta,“ sagði Sigurður í hálfgerðum faðmlögum við Andra Má Eggertsson og benti á stuðningsfólk Þórs uppi í stúku. „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki.“ Hann segir einnig að það hafi klárlega farið um sig þegar Þróttur minnkaði muninn undir lok leiksins. „Auðvitað gerir það, en það var bara einhver ára yfir okkur í vikunni og mér leið eins og við værum að fara að klára þetta. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Þetta er bara stórkostleg stund fyrir þetta fólk hérna, klúbbinn og alla þessa Þórsara í liðinu. Þessa ungu Þórsara sem er búið að dreyma um að ná árangri með Þór og þeir eru heldur betur búnir að vinna fyrir því.“ Úr tíunda sæti upp í Bestu-deildina Á síðasta tímabili hafnaði Þór í tíunda sæti Lengjudeildarinnar, aðeins einu sæti fyrir ofan fallsvæðið. Hvað hefur breyst á einu ári? „Menn tóku sig bara á og bættu sig. Við komum inn af krafti fyrir síðasta tímabil og gerðum mikið af breytingum varðandi hvernig við ætluðum að gera hlutina. Það tekur bara tíma að koma því inn og mér leið alltaf eftir síðasta tímabil eins og þetta yrði eitthvað sérstakt,“ sagði Sigurður að lokum. Klippa: Sigurður Höskulds eftir að Þór tryggði sér sæti í Bestu
Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Fleiri fréttir Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti