Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2025 11:15 Jakob Ingebrigtsen vonsvikinn eftir hlaupið í Tókýó í dag. Getty/Hannah Peters Þó að hlauparinn magnaði Jakob Ingebrigtsen hafi ekki keppt síðasta hálfa árið vegna meiðsla þá bundu Norðmenn vonir við að hann myndi jafnvel geta keppt um verðlaun á HM í frjálsíþróttum. Frammistaða hans í dag olli honum og öðrum miklum vonbrigðum. Ingebrigtsen, sem á tvo Ólympíumeistaratitla í sínu safni, tvo heimsmeistaratitla í 5.000 metra hlaupi og tvö HM-silfur í 1.500 metra hlaupi, varð heimsmeistari innanhúss fyrr á þessu ári í bæði 1.500 og 3.000 metra hlaupi. Í undanriðlum 1.500 metra hlaupsins á HM í dag varð Ingebrigtsen hins vegar að sætta sig við það að falla úr keppni enda var hann aðeins skugginn af sjálfum sér. Hann hljóp í fjórða og síðasta riðlinum og hafnaði þar í 8. sæti á 3:37,84 mínútum, eða rúmlega hálfri sekúndu frá 6. sæti riðilsins sem hefði dugað honum áfram í undanúrslitin. Niðurstaða sem Ingebrigtsen á erfitt með að sætta sig við, þó að viðbúið væri að það hefði áhrif að hafa ekkert getað keppt í sumar vegna meiðsla. „Þetta gekk mun verr en ég hélt og vonaði. Ég verð að vera hreinskilinn með það. Þetta eru samt mikil vonbrigði. Þetta setur hlutina í samhengi varðandi það hve erfitt tímabilið hefur verið fyrir mig,“ sagði Ingebrigtsen eftir hlaupið í dag. Stefnir á að svara fyrir sig í lengra hlaupi Hann hefur þó ekki lokið keppni og bindur vonir við að gera betur í 5.000 metra hlaupinu í Tókýó. „5.000 metrarnir eru kannski aðeins raunhæfari miðað við formið. Það eru aðeins aðrar kröfur í 1.500 metrunum. Ég hef trú á að ég geti svarað fyrir þetta og gert talsvert betur í 5.000 metrunum,“ sagði Ingebrigtsen, samkvæmt grein Aftonbladet. Annar Norðmaður, Narve Gilje Nordås, átti besta tímann í undanriðlum 1.500 metra hlaupsins eða 3:35,90 mínútur. Alls 24 keppendur eru komnir áfram í undanúrslitin sem verða á morgun og tólf komast svo í sjálft úrslitahlaupið. Frjálsar íþróttir Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Ingebrigtsen, sem á tvo Ólympíumeistaratitla í sínu safni, tvo heimsmeistaratitla í 5.000 metra hlaupi og tvö HM-silfur í 1.500 metra hlaupi, varð heimsmeistari innanhúss fyrr á þessu ári í bæði 1.500 og 3.000 metra hlaupi. Í undanriðlum 1.500 metra hlaupsins á HM í dag varð Ingebrigtsen hins vegar að sætta sig við það að falla úr keppni enda var hann aðeins skugginn af sjálfum sér. Hann hljóp í fjórða og síðasta riðlinum og hafnaði þar í 8. sæti á 3:37,84 mínútum, eða rúmlega hálfri sekúndu frá 6. sæti riðilsins sem hefði dugað honum áfram í undanúrslitin. Niðurstaða sem Ingebrigtsen á erfitt með að sætta sig við, þó að viðbúið væri að það hefði áhrif að hafa ekkert getað keppt í sumar vegna meiðsla. „Þetta gekk mun verr en ég hélt og vonaði. Ég verð að vera hreinskilinn með það. Þetta eru samt mikil vonbrigði. Þetta setur hlutina í samhengi varðandi það hve erfitt tímabilið hefur verið fyrir mig,“ sagði Ingebrigtsen eftir hlaupið í dag. Stefnir á að svara fyrir sig í lengra hlaupi Hann hefur þó ekki lokið keppni og bindur vonir við að gera betur í 5.000 metra hlaupinu í Tókýó. „5.000 metrarnir eru kannski aðeins raunhæfari miðað við formið. Það eru aðeins aðrar kröfur í 1.500 metrunum. Ég hef trú á að ég geti svarað fyrir þetta og gert talsvert betur í 5.000 metrunum,“ sagði Ingebrigtsen, samkvæmt grein Aftonbladet. Annar Norðmaður, Narve Gilje Nordås, átti besta tímann í undanriðlum 1.500 metra hlaupsins eða 3:35,90 mínútur. Alls 24 keppendur eru komnir áfram í undanúrslitin sem verða á morgun og tólf komast svo í sjálft úrslitahlaupið.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira