Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. september 2025 21:02 Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir er deildarstjóri við Háskólann á Bifröst og Heimir Örn Árnason er formaður bæjarráðs Akureyrar. Vísir/Samsett Bæjarráð Akureyrar hefur óskað eftir fundi með háskólaráðherra og rektor Háskólans á Akureyri vegna fyrirhugaðrar sameiningar skólans og Háskólans á Bifröst. Krafa um að sameinaður háskóli fái nýtt nafn jafngildi því að Háskólinn á Akureyri verði lagður niður sem bæjarráð segir óásættanlegt. Nemendur óttast útibúsvæðingu en deildarstjóri við Háskólann á Bifröst segir sveitarstjórnina standa í vegi stórra tækifæra með þröngsýni sinni. Í fyrra var ákveðið að Háskólinn á Akureyri og Háskólinn á Bifröst hæfu sameiningarviðræður. Sú ákvörðun hefur hins vegar reynst umdeild meðal nemenda og starfsmanna þess fyrrnefnda. Á fimmtudaginn fékk bæjarráð Akureyrar til sín fulltrúa stúdenta á sinn fund sem lýstu djúpstæðum áhyggjum sínum af áformunum. Í fundargerð bæjarráðs kemur fram að miklu máli skipti að bæjarstjórn, þingheimur og samfélagið taki mark á áhyggjum stúdenta. Þær áhyggjur þurfi að ræða á opinberum vettvangi, enda varði framtíð skólans samfélagið allt. „Fjölmargir kostir geta fylgt umræddri sameiningu, sem ber að skoða. Sé það rétt að um sé að ræða ófrávíkjanlega kröfu að verði af sameininingu eigi nýr háskóli að fá nýtt nafn, þá er ekki annað hægt að ætla en að í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri, sem sjálfstæða menntastofnun skv. lögum nr. 85/2008. Það er óásættanlegt. Nafn skólans, er ekki aðeins vörumerki sem litlu máli skiptir, heldur staðfesting á því hvar skólinn er staðsettur, því samfélagslega hlutverki sem hann gegnir í nærumhverfinu til lengri tíma sem og að val um staðnám skipti ekki síður máli en sveigjanlegt nám,“ segir í fundargerð bæjarráðs Akureyrar. Óttast að HA verði útibú Einn þeirra fulltrúa nemenda sem sótti fund bæjarráðs á fimmtudaginn var Aðalbjörn Jóhannsson, stúdent við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, en hann skrifaði einnig skoðanagrein á dögunum þar sem hann sagði stúdenta óttast að Háskólinn á Akureyri verði „einfalt útibú frá Háskóla Íslands.“ Um byggðamál sé að ræða sem stríði gegn hagsmunum nærsamfélagsins á Akureyri. „Ef þungamiðjan færist smám saman öll á höfuðborgarsvæðið, líkt og hefur verið að gerast í tilfelli háskólans á Bifröst sem nú er með skrifstofur í Borgartúni 18 í Reykjavík, þá missir Norðurland fjölda starfa og hjarta menntunar, rannsóknastarfs og nýsköpunar á landsbyggðinni,“ skrifar Aðalbjörn. „Ég kalla því eftir því að sveitarstjórnir á Akureyri og í nágrannasveitarfélögum taki virkan þátt í þessu samtali. Í staðinn fyrir óðagot og sameiningar þurfum við opinbera umræðu, skýra afstöðu og sameiginlega framtíðarsýn um hvernig við viljum að Háskólinn á Akureyri dafni og styrkist til næstu áratuga,“ skrifar hann svo. Þröngsýni bæjarráðs hindri framfarir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, deildarforseti félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst, segir sig hafa rekið í rogastans við að lesa ályktun bæjarráðs Akureyrar. Hún furðar sig á því sem þar kemur fram sem hún segir bera vott um þröngsýni. „Hér stendur hið pólitíska vald svæðisins frammi fyrir stærsta möguleika sem opnast hefur um áratugaskeið í háskólamálum á Íslandi – möguleika á öflugum háskóla sem sótt gæti fram ekki aðeins á Norðurlandi, heldur landbyggðinni allri og langt út fyrir landsteina, háskóla sem yrði annar stærsti háskóli landsins með höfuðstöðvar á Akureyri og starfsstöðvar á Vesturlandi, á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Háskóli sem gæti sérhæft sig í fjarnámi og sótt á áður óþekkt mið ásamt því að efla staðkennslu og styrkja stöðu sína í höfuðstað Norðurlands,“ segir hún í færslu á samfélagsmiðlum. Hún segir engan hafa gert kröfu um að sameinaður háskóli taki upp nýtt nafn heldur hafi skólarnir komist sameiginlega að niðurstöðu. „Það vekur furðu að bæjarráð Akureyrar skuli nú, ári síðar, þegar svo virðist sem sameiningarviðræður nái fram að ganga, vilja rjúfa þá sátt sem orðin var, og hleypa þar með viðræðunum í uppnám. Einsýni bæjarráðsins á nafn skólans – en ekki þá framför og möguleika sem opnast geta – ber satt að segja ekki vott um framsýni né framfarahyggju, verð ég að segja,“ skrifar Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir. Háskólar Akureyri Skóla- og menntamál Borgarbyggð Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Sjá meira
Í fyrra var ákveðið að Háskólinn á Akureyri og Háskólinn á Bifröst hæfu sameiningarviðræður. Sú ákvörðun hefur hins vegar reynst umdeild meðal nemenda og starfsmanna þess fyrrnefnda. Á fimmtudaginn fékk bæjarráð Akureyrar til sín fulltrúa stúdenta á sinn fund sem lýstu djúpstæðum áhyggjum sínum af áformunum. Í fundargerð bæjarráðs kemur fram að miklu máli skipti að bæjarstjórn, þingheimur og samfélagið taki mark á áhyggjum stúdenta. Þær áhyggjur þurfi að ræða á opinberum vettvangi, enda varði framtíð skólans samfélagið allt. „Fjölmargir kostir geta fylgt umræddri sameiningu, sem ber að skoða. Sé það rétt að um sé að ræða ófrávíkjanlega kröfu að verði af sameininingu eigi nýr háskóli að fá nýtt nafn, þá er ekki annað hægt að ætla en að í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri, sem sjálfstæða menntastofnun skv. lögum nr. 85/2008. Það er óásættanlegt. Nafn skólans, er ekki aðeins vörumerki sem litlu máli skiptir, heldur staðfesting á því hvar skólinn er staðsettur, því samfélagslega hlutverki sem hann gegnir í nærumhverfinu til lengri tíma sem og að val um staðnám skipti ekki síður máli en sveigjanlegt nám,“ segir í fundargerð bæjarráðs Akureyrar. Óttast að HA verði útibú Einn þeirra fulltrúa nemenda sem sótti fund bæjarráðs á fimmtudaginn var Aðalbjörn Jóhannsson, stúdent við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, en hann skrifaði einnig skoðanagrein á dögunum þar sem hann sagði stúdenta óttast að Háskólinn á Akureyri verði „einfalt útibú frá Háskóla Íslands.“ Um byggðamál sé að ræða sem stríði gegn hagsmunum nærsamfélagsins á Akureyri. „Ef þungamiðjan færist smám saman öll á höfuðborgarsvæðið, líkt og hefur verið að gerast í tilfelli háskólans á Bifröst sem nú er með skrifstofur í Borgartúni 18 í Reykjavík, þá missir Norðurland fjölda starfa og hjarta menntunar, rannsóknastarfs og nýsköpunar á landsbyggðinni,“ skrifar Aðalbjörn. „Ég kalla því eftir því að sveitarstjórnir á Akureyri og í nágrannasveitarfélögum taki virkan þátt í þessu samtali. Í staðinn fyrir óðagot og sameiningar þurfum við opinbera umræðu, skýra afstöðu og sameiginlega framtíðarsýn um hvernig við viljum að Háskólinn á Akureyri dafni og styrkist til næstu áratuga,“ skrifar hann svo. Þröngsýni bæjarráðs hindri framfarir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, deildarforseti félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst, segir sig hafa rekið í rogastans við að lesa ályktun bæjarráðs Akureyrar. Hún furðar sig á því sem þar kemur fram sem hún segir bera vott um þröngsýni. „Hér stendur hið pólitíska vald svæðisins frammi fyrir stærsta möguleika sem opnast hefur um áratugaskeið í háskólamálum á Íslandi – möguleika á öflugum háskóla sem sótt gæti fram ekki aðeins á Norðurlandi, heldur landbyggðinni allri og langt út fyrir landsteina, háskóla sem yrði annar stærsti háskóli landsins með höfuðstöðvar á Akureyri og starfsstöðvar á Vesturlandi, á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Háskóli sem gæti sérhæft sig í fjarnámi og sótt á áður óþekkt mið ásamt því að efla staðkennslu og styrkja stöðu sína í höfuðstað Norðurlands,“ segir hún í færslu á samfélagsmiðlum. Hún segir engan hafa gert kröfu um að sameinaður háskóli taki upp nýtt nafn heldur hafi skólarnir komist sameiginlega að niðurstöðu. „Það vekur furðu að bæjarráð Akureyrar skuli nú, ári síðar, þegar svo virðist sem sameiningarviðræður nái fram að ganga, vilja rjúfa þá sátt sem orðin var, og hleypa þar með viðræðunum í uppnám. Einsýni bæjarráðsins á nafn skólans – en ekki þá framför og möguleika sem opnast geta – ber satt að segja ekki vott um framsýni né framfarahyggju, verð ég að segja,“ skrifar Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir.
Háskólar Akureyri Skóla- og menntamál Borgarbyggð Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Sjá meira