Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Stefán Árni Pálsson skrifar 16. september 2025 14:02 Kolfreyja Sól Bogadóttir, jafnan þekkt sem tónlistarkonan Alaska 1867, hefur gengið í gegnum ýmsar hæðir og lægðir lífsins. Vísir/Anton Brink Splunkuný rödd reið röftum í íslensku tónlistarsenunni í sumar og kom eins og stormsveipur inn í bransann með plötu og lögum þar sem er rappað og sungið hispurslaust um ofbeldismenn, kynlíf, kúreka, oxy fráhvörf, kók línur inn á klósetti og edrúmennsku án þess að skafað sé af því. En hver er þessi 25 ára eitursvala tónlistarkona sem sprakk út nýlega þrátt fyrir að hafa verið í tónlist allt sitt líf? Hún heitir Kolfreyja Sól Bogadóttir en listamannanafnið hennar er Alaska 1876, nafn sem að vekur upp ýmsar spurningar og kannski helst hvað þetta nafn á eiginlega að þýða? „Ég var rosa lengi að finna hvaða listamannsnafn ég vildi hafa af því að Kolfreyja er eitthvað svo þjóðlegt og ég á að bera að vera gera einhverja útlegutónlist. Ég vildi því aðskilja það. Mér finnst mjög næs að vera Kolfreyja með fjölskyldunni og síðan Alaska þegar ég er að gera tónlist. Ég var síðan að horfa á heimildarmynd árið 2019 og þar kom fram að Bandaríkin keyptu Alaska árið 1867. Ég veit ekki af hverju þetta greip mig svona mikið,“ segir Kolfreyja í Íslandi í dag á Sýn. Nafnið komið á hreint en þá er eitt sem vantar og það er hvaða bæjarfélag hún kennir sig við. Iðulega þarf ekki að spyrja rappara að því enda taka þeir mikið stolt frá því hvaðan þeir koma. Sjálf segist Kolfreyja vera víða að. „Ég elst upp á Fáskrúðsfirði og svo flyt ég til Akureyrar þegar ég er sex ára og er þar til ég er tólf ára og flyt síðan í bæinn. Ég hef búið mörgum bæjarfélögum.“ Mellusport Alaska 1867 var að gefa út plötu á dögunum. Á plötunni má finna grípandi efnistök og er ljóst frá fyrstu hlustun að Kolfreyja lýsi raunveruleika sem fáir kannast við. Sem dæmi má nefna lögin Fráhvörf, Hata hann, Al Capone og lagið Mellusport sem Kolfreyja var glöð að útskýra fyrir áhorfendum. „Þú getur verið í einhverju sporti, þú getur verið í mellusporti. Það er til dæmis að setja á þig brúnkukrem, eiga mjög feik skilríki og tramp stamp er mjög mikið mellusport,“ segir hún. Innblástur sækir hún frá sínu eigin lífi. „Akkúrat núna er það föt og menning í miðbæ Reykjavíkur og dóp líka. Þó ég taki ekki dóp þá er það því miður kúl. Það er nett fólk sem tekur dóp,“ segir hún á léttum nótum. Innsýn inn í hennar heim en Kolfreyja hefur áður tjáð sig um baráttu sína við fíknidjöfulinn og neyslu ópíóíða. Í dag fagnar hún edrúmennskunni og segist alls ekki fjalla um eiturlyf í dýrðarljóma. „Ég er bara mjög mikið að miðla því bara hvað mér finnst gott að hafa tekið þessa ákvörðun að vera edrú,“ segir Kolfreyja en innslagið má sjá hér að neðan. Ísland í dag Tónlist Mest lesið Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Diane Keaton er látin Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Októberspá Siggu Kling – Hrútur: Slepptu aðeins tökunum, þá ferðu með straumnum í rétta átt Lífið Fleiri fréttir Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Sjá meira
En hver er þessi 25 ára eitursvala tónlistarkona sem sprakk út nýlega þrátt fyrir að hafa verið í tónlist allt sitt líf? Hún heitir Kolfreyja Sól Bogadóttir en listamannanafnið hennar er Alaska 1876, nafn sem að vekur upp ýmsar spurningar og kannski helst hvað þetta nafn á eiginlega að þýða? „Ég var rosa lengi að finna hvaða listamannsnafn ég vildi hafa af því að Kolfreyja er eitthvað svo þjóðlegt og ég á að bera að vera gera einhverja útlegutónlist. Ég vildi því aðskilja það. Mér finnst mjög næs að vera Kolfreyja með fjölskyldunni og síðan Alaska þegar ég er að gera tónlist. Ég var síðan að horfa á heimildarmynd árið 2019 og þar kom fram að Bandaríkin keyptu Alaska árið 1867. Ég veit ekki af hverju þetta greip mig svona mikið,“ segir Kolfreyja í Íslandi í dag á Sýn. Nafnið komið á hreint en þá er eitt sem vantar og það er hvaða bæjarfélag hún kennir sig við. Iðulega þarf ekki að spyrja rappara að því enda taka þeir mikið stolt frá því hvaðan þeir koma. Sjálf segist Kolfreyja vera víða að. „Ég elst upp á Fáskrúðsfirði og svo flyt ég til Akureyrar þegar ég er sex ára og er þar til ég er tólf ára og flyt síðan í bæinn. Ég hef búið mörgum bæjarfélögum.“ Mellusport Alaska 1867 var að gefa út plötu á dögunum. Á plötunni má finna grípandi efnistök og er ljóst frá fyrstu hlustun að Kolfreyja lýsi raunveruleika sem fáir kannast við. Sem dæmi má nefna lögin Fráhvörf, Hata hann, Al Capone og lagið Mellusport sem Kolfreyja var glöð að útskýra fyrir áhorfendum. „Þú getur verið í einhverju sporti, þú getur verið í mellusporti. Það er til dæmis að setja á þig brúnkukrem, eiga mjög feik skilríki og tramp stamp er mjög mikið mellusport,“ segir hún. Innblástur sækir hún frá sínu eigin lífi. „Akkúrat núna er það föt og menning í miðbæ Reykjavíkur og dóp líka. Þó ég taki ekki dóp þá er það því miður kúl. Það er nett fólk sem tekur dóp,“ segir hún á léttum nótum. Innsýn inn í hennar heim en Kolfreyja hefur áður tjáð sig um baráttu sína við fíknidjöfulinn og neyslu ópíóíða. Í dag fagnar hún edrúmennskunni og segist alls ekki fjalla um eiturlyf í dýrðarljóma. „Ég er bara mjög mikið að miðla því bara hvað mér finnst gott að hafa tekið þessa ákvörðun að vera edrú,“ segir Kolfreyja en innslagið má sjá hér að neðan.
Ísland í dag Tónlist Mest lesið Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Diane Keaton er látin Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Októberspá Siggu Kling – Hrútur: Slepptu aðeins tökunum, þá ferðu með straumnum í rétta átt Lífið Fleiri fréttir Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Sjá meira