Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Lovísa Arnardóttir skrifar 16. september 2025 14:52 Flest stöðugildi á vegum ríkisins heyra undir heilbrigðisráðuneyti, eða alls 13 þúsund. Fimm þúsund þeirra tilheyra Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Stöðugildum á vegum ríkisins fjölgaði um 538 eða 1,9 prósent árið 2024 miðað við árið áður. Stöðugildi á vegum ríkisins voru við síðustu áramót 29.054. Flest stöðugildi á vegum ríkisins eru staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Um 65 prósent stöðugildanna tilheyra konum, eða rúm 18 þúsund og flest heyra undir heilbrigðisráðuneytið, eða alls 13 þúsund. Þetta, og meira, kemur fram í nýjum tölum Byggðastofnunar um fjölda stöðugilda á vegum ríkisins. Byggðastofnun hefur tekið þessar tölur saman frá árinu 2014. Í skýrslunni kemur fram að hæsta hlutfall stöðugilda á vegum ríkisins af íbúafjölda á vinnualdri, það er 15 til 64 ára, er á höfuðborgarsvæðinu 12,3 prósent og þar næst á Norðurlandi vestra þar sem það er 12,2 prósent. Lægsta hlutfall stöðugilda af íbúafjölda á vinnualdri er á Suðurlandi þar sem það er 7,9 prósent og Vesturlandi þar sem það er 8,3 prósent. Stöðugildum kvenna fjölgaði um 351 (1,9%) árið 2024 en stöðugildum karla fjölgaði um 187 (1,9%). Stöðugildum karla fjölgaði mest hjá Landspítala og félögum tengdum ISAVIA en þeim fjölgaði einnig hjá Háskóla Íslands, Landsvirkjun og Þjóðgarðinum á Þingvöllum. Stöðugildum kvenna fjölgaði mest hjá Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Háskóla Íslands. Mesta fjölgunin í Reykjavík Mest fjölgun stöðugilda árið 2024 varð í Reykjavík þar sem þeim fjölgaði um 402, vegna Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í Hafnarfirði um 52, þar helst vegna Sólvangs og Hafrannsóknarstofnunar og í Reykjanesbæ um 37 stöðugildi, vegna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Stöðugildum fækkaði um átta eða fleiri í Grindavíkurbæ, Norðurþingi, Hveragerðisbæ, Rangárþingi ytra, Húnaþingi vestra, Vestmannaeyjabæ og Fjallabyggð. Stöðugildi hjá stofnunum sem hér flokkast undir yfirstjórn ríkisins, eru 351 stöðugildi. Þar af eru flest vegna Alþingis og ríkisstjórnar og önnur vegna Ríkisendurskoðunar, umboðsmanns Alþingis og embættis forseta Íslands. Um 45 prósent stöðugilda ríkisins heyra undir heilbrigðisráðuneytið eða 13.042. Þar af eru rúmlega fimm þúsund vegna Landspítala. Auk þess er stór hluti stöðugildanna vegna hjúkrunarheimila, heilsugæslu og heilbrigðisstofnana. Um 10 prósent stöðugilda heyra undir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti eða 2.969. Stærstur hluti þeirra er vegna háskólanna og þar er Háskóli Íslands veigamestur með um 1.700 stöðugildi. Alls tilheyra um 1.700 stöðugildi opinberu háskólunum. Vísir/Vilhelm Alls tilheyra 2.654 stöðugildi innviðaráðuneytinu, eða 9 prósent, og þar munar mest um stöðugildi hjá ISAVIA og tengdum félögum, Íslandspósti og Vegagerðinni. Um 8 prósent stöðugilda eða alls 2.450 heyra undir mennta- og barnamálaráðuneytið en það eru fyrst og fremst störf í framhaldsskólum landsins. Dómsmálaráðuneytinu tilheyra 2.430 stöðugildi eða 8 prósent þeirra. Flest þeirra eru hjá lögreglu- og sýslumannsembættum og nokkur hluti hjá dómstólum, Landhelgisgæslunni, Þjóðkirkjunni og Fangelsismálastofnun. Með málaflokkum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins teljast 1.296 stöðugildi eða 4 prósent. Þeirra á meðal eru stöðugildi hjá Landsvirkjun, RARIK, Veðurstofu Íslands og Umhverfisstofnun. Undir fjármála- og efnahagsráðuneytið heyra 1.015 stöðugildi eða 3 prósent. Stór hluti þeirra er hjá Skattinum og ÁTVR. Stöðugildi sem heyra undir menningar- og viðskiptaráðuneytið eru 871 eða 3 prósent og eru meðal annars hjá RÚV, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Þjóðleikhúsinu og Landsbókasafninu. Undir matvælaráðuneytið heyra 648 stöðugildi eða 2 prósent en Land og Skógur, Hafrannsóknarstofnun, Matvælastofnun og Matís eru meðal stofnana sem heyra undir málaflokka þess. Undir málaflokka félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins flokkast 509 stöðugildi eða 2 prósent, meðal annars vegna Vinnumálastofnunar, Tryggingastofnunar og Vinnueftirlits ríkisins. Forsætisráðuneytinu fylgja 486 stöðugildi eða 2 prósent, þar af er stór hluti vegna Seðlabanka Íslands og nokkur hluti vegna Hagstofu Íslands. Fjöldi stöðugilda eftir málaflokkum ráðuneytanna. Byggðastofnun Utanríkisráðuneytið hefur 333 stöðugildi eða 1 prósent, en þar undir eru aðalskrifstofa ráðuneytisins, Sendiráð Íslands, Íslandsstofa og fleiri. Fjöldi stöðugilda ríkisins samsvarar um 7 prósent af íbúafjölda landsins, eða rúmlega 11 prósent íbúa á vinnualdri (15-64 ára). Hlutfall stöðugilda af mannfjölda á vinnualdri er hæst á höfuðborgarsvæðinu (12,3%) og næst hæst á Norðurlandi vestra (12,2%) en lægst á Suðurlandi (7,9%). Stöðugildum fjölgaði mest á höfuðborgarsvæðinu eða um 491 milli ára, mest vegna Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Háskóla Íslands. Mesta hlutfallslega fjölgunin var erlendis, fyrst og fremst vegna stöðugilda við alþjóðlega þróunarsamvinnu. Þar fyrir utan fjölgaði stöðugildum hlutfallslega mest á Vestfjörðum eða um 6,5 prósent en sú fjölgun er aðallega á Ísafirði. Stöðugildum fjölgaði einnig nokkuð á Suðurnesjum, t.d. hjá félögum tengdum ISAVIA, Fjölbrautarskóla Suðurnesja og Hrafnistu. Mesta fækkun stöðugilda var á Suðurlandi eða um 36 stöðugildi. Þar varð fækkun á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Ási, dvalar- og hjúkrunarheimili. Fjöldi stöðugilda frá áramótum 2014/2015. Byggðastofnun Fjölgun í sendiráðum erlendis Stöðugildi sem unnin eru erlendis á vegum íslenska ríkisins voru 75 í árslok 2024 og hafði þá fjölgað um ellefu milli ára, fyrst og fremst tengt alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Flest stöðugildin erlendis eru í sendiráðum Íslands. Í skýrslunni er einnig að finna töflu sem sýnir fjölda stöðugilda á vegum ríkisins síðustu tíu ár. Þar má sjá að frá árinu 2014, þegar talning hófst, hefur þeim fjölgað úr 22.808 í 29.054 eða um 6.246. Þar má einnig sjá að hlutfallslega varð mesta fjölgunin á þessum ellefu árum árið 2021 þegar þeim fjölgaði um 1.346 miðað við árið áður. Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Tengdar fréttir 72 prósent ríkisstarfa eru á höfuðborgarsvæðinu Áramótin 2013/2014 voru stöðugildi ríkisins alls 16.266 á höfuðborgarsvæðinu. 22. apríl 2015 11:06 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
Þetta, og meira, kemur fram í nýjum tölum Byggðastofnunar um fjölda stöðugilda á vegum ríkisins. Byggðastofnun hefur tekið þessar tölur saman frá árinu 2014. Í skýrslunni kemur fram að hæsta hlutfall stöðugilda á vegum ríkisins af íbúafjölda á vinnualdri, það er 15 til 64 ára, er á höfuðborgarsvæðinu 12,3 prósent og þar næst á Norðurlandi vestra þar sem það er 12,2 prósent. Lægsta hlutfall stöðugilda af íbúafjölda á vinnualdri er á Suðurlandi þar sem það er 7,9 prósent og Vesturlandi þar sem það er 8,3 prósent. Stöðugildum kvenna fjölgaði um 351 (1,9%) árið 2024 en stöðugildum karla fjölgaði um 187 (1,9%). Stöðugildum karla fjölgaði mest hjá Landspítala og félögum tengdum ISAVIA en þeim fjölgaði einnig hjá Háskóla Íslands, Landsvirkjun og Þjóðgarðinum á Þingvöllum. Stöðugildum kvenna fjölgaði mest hjá Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Háskóla Íslands. Mesta fjölgunin í Reykjavík Mest fjölgun stöðugilda árið 2024 varð í Reykjavík þar sem þeim fjölgaði um 402, vegna Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í Hafnarfirði um 52, þar helst vegna Sólvangs og Hafrannsóknarstofnunar og í Reykjanesbæ um 37 stöðugildi, vegna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Stöðugildum fækkaði um átta eða fleiri í Grindavíkurbæ, Norðurþingi, Hveragerðisbæ, Rangárþingi ytra, Húnaþingi vestra, Vestmannaeyjabæ og Fjallabyggð. Stöðugildi hjá stofnunum sem hér flokkast undir yfirstjórn ríkisins, eru 351 stöðugildi. Þar af eru flest vegna Alþingis og ríkisstjórnar og önnur vegna Ríkisendurskoðunar, umboðsmanns Alþingis og embættis forseta Íslands. Um 45 prósent stöðugilda ríkisins heyra undir heilbrigðisráðuneytið eða 13.042. Þar af eru rúmlega fimm þúsund vegna Landspítala. Auk þess er stór hluti stöðugildanna vegna hjúkrunarheimila, heilsugæslu og heilbrigðisstofnana. Um 10 prósent stöðugilda heyra undir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti eða 2.969. Stærstur hluti þeirra er vegna háskólanna og þar er Háskóli Íslands veigamestur með um 1.700 stöðugildi. Alls tilheyra um 1.700 stöðugildi opinberu háskólunum. Vísir/Vilhelm Alls tilheyra 2.654 stöðugildi innviðaráðuneytinu, eða 9 prósent, og þar munar mest um stöðugildi hjá ISAVIA og tengdum félögum, Íslandspósti og Vegagerðinni. Um 8 prósent stöðugilda eða alls 2.450 heyra undir mennta- og barnamálaráðuneytið en það eru fyrst og fremst störf í framhaldsskólum landsins. Dómsmálaráðuneytinu tilheyra 2.430 stöðugildi eða 8 prósent þeirra. Flest þeirra eru hjá lögreglu- og sýslumannsembættum og nokkur hluti hjá dómstólum, Landhelgisgæslunni, Þjóðkirkjunni og Fangelsismálastofnun. Með málaflokkum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins teljast 1.296 stöðugildi eða 4 prósent. Þeirra á meðal eru stöðugildi hjá Landsvirkjun, RARIK, Veðurstofu Íslands og Umhverfisstofnun. Undir fjármála- og efnahagsráðuneytið heyra 1.015 stöðugildi eða 3 prósent. Stór hluti þeirra er hjá Skattinum og ÁTVR. Stöðugildi sem heyra undir menningar- og viðskiptaráðuneytið eru 871 eða 3 prósent og eru meðal annars hjá RÚV, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Þjóðleikhúsinu og Landsbókasafninu. Undir matvælaráðuneytið heyra 648 stöðugildi eða 2 prósent en Land og Skógur, Hafrannsóknarstofnun, Matvælastofnun og Matís eru meðal stofnana sem heyra undir málaflokka þess. Undir málaflokka félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins flokkast 509 stöðugildi eða 2 prósent, meðal annars vegna Vinnumálastofnunar, Tryggingastofnunar og Vinnueftirlits ríkisins. Forsætisráðuneytinu fylgja 486 stöðugildi eða 2 prósent, þar af er stór hluti vegna Seðlabanka Íslands og nokkur hluti vegna Hagstofu Íslands. Fjöldi stöðugilda eftir málaflokkum ráðuneytanna. Byggðastofnun Utanríkisráðuneytið hefur 333 stöðugildi eða 1 prósent, en þar undir eru aðalskrifstofa ráðuneytisins, Sendiráð Íslands, Íslandsstofa og fleiri. Fjöldi stöðugilda ríkisins samsvarar um 7 prósent af íbúafjölda landsins, eða rúmlega 11 prósent íbúa á vinnualdri (15-64 ára). Hlutfall stöðugilda af mannfjölda á vinnualdri er hæst á höfuðborgarsvæðinu (12,3%) og næst hæst á Norðurlandi vestra (12,2%) en lægst á Suðurlandi (7,9%). Stöðugildum fjölgaði mest á höfuðborgarsvæðinu eða um 491 milli ára, mest vegna Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Háskóla Íslands. Mesta hlutfallslega fjölgunin var erlendis, fyrst og fremst vegna stöðugilda við alþjóðlega þróunarsamvinnu. Þar fyrir utan fjölgaði stöðugildum hlutfallslega mest á Vestfjörðum eða um 6,5 prósent en sú fjölgun er aðallega á Ísafirði. Stöðugildum fjölgaði einnig nokkuð á Suðurnesjum, t.d. hjá félögum tengdum ISAVIA, Fjölbrautarskóla Suðurnesja og Hrafnistu. Mesta fækkun stöðugilda var á Suðurlandi eða um 36 stöðugildi. Þar varð fækkun á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Ási, dvalar- og hjúkrunarheimili. Fjöldi stöðugilda frá áramótum 2014/2015. Byggðastofnun Fjölgun í sendiráðum erlendis Stöðugildi sem unnin eru erlendis á vegum íslenska ríkisins voru 75 í árslok 2024 og hafði þá fjölgað um ellefu milli ára, fyrst og fremst tengt alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Flest stöðugildin erlendis eru í sendiráðum Íslands. Í skýrslunni er einnig að finna töflu sem sýnir fjölda stöðugilda á vegum ríkisins síðustu tíu ár. Þar má sjá að frá árinu 2014, þegar talning hófst, hefur þeim fjölgað úr 22.808 í 29.054 eða um 6.246. Þar má einnig sjá að hlutfallslega varð mesta fjölgunin á þessum ellefu árum árið 2021 þegar þeim fjölgaði um 1.346 miðað við árið áður.
Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Tengdar fréttir 72 prósent ríkisstarfa eru á höfuðborgarsvæðinu Áramótin 2013/2014 voru stöðugildi ríkisins alls 16.266 á höfuðborgarsvæðinu. 22. apríl 2015 11:06 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
72 prósent ríkisstarfa eru á höfuðborgarsvæðinu Áramótin 2013/2014 voru stöðugildi ríkisins alls 16.266 á höfuðborgarsvæðinu. 22. apríl 2015 11:06