Lífið

Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Djúsí Ceasar vefja klikkar seint.
Djúsí Ceasar vefja klikkar seint. Instagram/Baramatur

Hér er á ferðinni uppskrift að djúsí Caesar-vefju að hætti félaganna og matreiðslumannanna, Geirs GunnarsGeirssonar og Einars Sigurðar Eiríkssonar hjá Bara matur. Uppskriftin er innblásin af hinu klassíska Caesar-salati og hefur notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlinum TikTok.

Geir og Gunnar halda úti vefsíðunni Bara matur þar sem þeir deila reglulega ljúffengum uppskriftum, allt frá einföldum hversdagsréttum til girnilegra eftirrétta.

Ceasar-vefja fyrir tvo

Hráefni:

  • 2 stk stórar tortillapönnukökur
  • 2 stk kjúklingabringur
  • 1/2 stk haus af rómansalati
  • 1 dl rifinn parmesan ostur
  • 1 dl brauðteningar
  • Ceasar- eða hvítlaukssósa eftir smekk
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Kryddaðu kjúklingabringurnar með salti og pipar.
  2. Steiktu þær á pönnu þar til kjötið er fulleldað og yfirborðið orðið gullinbrúnt.
  3. Skerðu kjúklinginn í bita og leggðu til hliðar.
  4. Hitaðu tortillapönnukökurnar á þurri pönnu í nokkrar sekúndur.
  5. Raðaðu salati, kjúklingi, rifnum parmesanosti og stökkum brauðteningum á vefjuna.
  6. Helltu Caesar-sósu yfir.
  7. Rúllaðu vefjunni þétt saman og skerðu í tvennt áður en hún er borin fram.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.