Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Sindri Sverrisson skrifar 18. september 2025 12:01 Leikmenn Monaco áttu erfitt með að höndla hitann og fækkuðu fötum í flugvélinni. Skjáskot/Snapchat Leikmenn Monaco lentu í vandræðum með að ferðast af stað til Belgíu í gær, fyrir leikinn við Club Brugge í Meistaradeild Evrópu, og voru hreinlega að stikna úr hita í flugvél sem á endanum fór ekki á loft. Til stóð að Monaco-liðið myndi ferðast í gær en eitthvað kom upp á varðandi flugvélina. Leikmenn biðu inni í vélinni, án loftkælingar í steikjandi hita, og tóku til þess ráðs að fækka fötum og sveifla bæklingum til að freista þess að kæla sig niður. Hollendingurinn Jordan Teze sýndi frá þessu á samfélagsmiðlum og einnig hvernig leikmenn fóru svo á endanum út úr flugvélinni og stóðu fyrir utan hana á nærbuxunum. 🥵 Petit problème d’air conditionné dans l’avion qui doit mener les monégasques à Bruges ! 😂 pic.twitter.com/5wBieBhYz6— ASMHistoire 🇲🇨 (@ASMHistoire) September 17, 2025 Á endanum var sú ákvörðun tekin að fresta ferð liðsins og fljúga frekar í dag, á leikdag, en leikurinn hefst klukkan 16:45 að íslenskum tíma. Ljóst er að Paul Pogba, sem féll á lyfjaprófi haustið 2023, verður ekki með Monaco-liðinu en hann þarf tíma til að komast í betra form áður en hann byrjar að spila að nýju, eftir að hafa síðast spilað leik fyrir tveimur árum. Adi Hutter, þjálfari Monaco, sagði við blaðamenn í gær: „Því miður gátum við ekki ferðast í dag. Ég veit ekki hvort þetta hefur einhver áhrif því við erum fagmenn og breyttum áætluninni strax. Við förum því til Brugge á morgun [í dag] sem er besta lausnin, sérstaklega fyrst við gerðum það líka fyrir leikinn við Auxerre á laugardaginn þegar við ferðuðumst á leikdag.“ „Það voru tæknilegar ástæður fyrir því að það var ekki hægt að fljúga, þar sem ekki var hægt að tryggja öryggi allra. Þess vegna ákváðum við að fresta ferðinni,“ sagði Hutter. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Sjá meira
Til stóð að Monaco-liðið myndi ferðast í gær en eitthvað kom upp á varðandi flugvélina. Leikmenn biðu inni í vélinni, án loftkælingar í steikjandi hita, og tóku til þess ráðs að fækka fötum og sveifla bæklingum til að freista þess að kæla sig niður. Hollendingurinn Jordan Teze sýndi frá þessu á samfélagsmiðlum og einnig hvernig leikmenn fóru svo á endanum út úr flugvélinni og stóðu fyrir utan hana á nærbuxunum. 🥵 Petit problème d’air conditionné dans l’avion qui doit mener les monégasques à Bruges ! 😂 pic.twitter.com/5wBieBhYz6— ASMHistoire 🇲🇨 (@ASMHistoire) September 17, 2025 Á endanum var sú ákvörðun tekin að fresta ferð liðsins og fljúga frekar í dag, á leikdag, en leikurinn hefst klukkan 16:45 að íslenskum tíma. Ljóst er að Paul Pogba, sem féll á lyfjaprófi haustið 2023, verður ekki með Monaco-liðinu en hann þarf tíma til að komast í betra form áður en hann byrjar að spila að nýju, eftir að hafa síðast spilað leik fyrir tveimur árum. Adi Hutter, þjálfari Monaco, sagði við blaðamenn í gær: „Því miður gátum við ekki ferðast í dag. Ég veit ekki hvort þetta hefur einhver áhrif því við erum fagmenn og breyttum áætluninni strax. Við förum því til Brugge á morgun [í dag] sem er besta lausnin, sérstaklega fyrst við gerðum það líka fyrir leikinn við Auxerre á laugardaginn þegar við ferðuðumst á leikdag.“ „Það voru tæknilegar ástæður fyrir því að það var ekki hægt að fljúga, þar sem ekki var hægt að tryggja öryggi allra. Þess vegna ákváðum við að fresta ferðinni,“ sagði Hutter.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Sjá meira