„Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. september 2025 14:01 Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Vísir/Anton Brink Mennta- og barnamálaráðherra segist ekki láta umræðu um málfar, enskukunnáttu og hæfni í starfi á sig fá. Hann segir af og frá að hann nenni ekki að setja sig inn í hlutina, ummæli þess efnis sem vakið hafa mikla athygli hafi verið á misskilningi byggð. Hann hafi meint að hann nenni ekki fortíðinni. Guðmundur Ingi Kristinsson tók við ráðherradómi af Ásthildi Lóu Þórsdóttur í lok mars og hefur síðan vakið töluverða athygli í starfi. Meðal annars fyrir opnunarávarp á tæpri ensku á alþjóðlegum fundi í Hörpu og fyrir málfar sitt og þágufallssýki. Þá vakti það mikla athygli í ágúst þegar hann sagðist í Bítinu á Bylgjunni ekki nenna að gá að því hvers vegna gömlu samræmdu prófin virki ekki. Meðal þeirra sem gagnrýndi orð ráðherra var Hjörvar Hafliðason fjölmiðlamaður sem sagði í Spursmálum að enginn fótboltaþjálfari myndi komast upp með að nenna ekki að setja sig inn í helstu veikleika liðs síns, sá yrði einfaldlega rekinn. Mun alltaf nenna Guðmundur segir við fréttastofu nú að hann hafi í raun alls ekki meint að hann hafi ekki nennt að setja sig inn í málið. Hann hafi meint að hann nenni ekki að dvelja í fortíðinni, hafi ekki tíma í það. „Ég ætla að vera í nútíðinni og það er það sem ég var að meina. Ég var að búa til nýtt matsferli sem ég tel að virki mjög flott, það mun koma í ljós, ég hef trú á því. En að ég nenni ekki að gera hlutina, það hef ég aldrei verið, ég mun alltaf nenna að gera hlutina. En í þessu tilviki nennti ég ekki að vera að hanga í fortíðinni.“ Vonar að hann sé fyrirmynd krakka Ræða sem þú hélst á ensku í upphafi ráðherraferils þíns vakti mikla athygli, talsmáti þinn hefur sömuleiðis fengið mikla athygli og þú greindur með þágufallssýki, hvernig finnst þér að sitja undir þessu og jafnvel spurningum um það hvort þú sért hæfur til þess að sinna þessu starfi? Bjóstu við því þessu þegar þú tókst við ráðherraembættinu? „Já já ég bjóst við hverju sem er. Ég er búinn að vera á þingi í sjö ár, þannig þetta er bara allt í lagi og bara flott umræða. Það er bara gaman að því að fólk sé að spá í þetta vegna þess að ég bara er eins og ég er og ég tala eins og ég tala. Ég lærði iðnám og ég ætla ekkert að reyna að vera eitthvað annað en ég er og ég ætla að vona að allir krakkar þarna úti átti sig á því að þau mega bara vera þau sjálf, eins og ég.“ Guðmundur lauk gagnfræðiprófi frá trésmíðadeild við Ármúlaskóla árið 1972. Hann sat á skólabekk við trésmíðadeild Iðnskólans í Reykjavík árið 1974. Þá stundaði hann skrifstofunám, vefsíðugerð og myndvinnslu í Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum 1997. Tekur maður þessu ekkert inn á sig, ekkert persónulega? „Nei. Þá væri ég ekki hér. Þá væri ég löngu hættur að vera í þessu starfi.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Guðmundur Ingi Kristinsson tók við ráðherradómi af Ásthildi Lóu Þórsdóttur í lok mars og hefur síðan vakið töluverða athygli í starfi. Meðal annars fyrir opnunarávarp á tæpri ensku á alþjóðlegum fundi í Hörpu og fyrir málfar sitt og þágufallssýki. Þá vakti það mikla athygli í ágúst þegar hann sagðist í Bítinu á Bylgjunni ekki nenna að gá að því hvers vegna gömlu samræmdu prófin virki ekki. Meðal þeirra sem gagnrýndi orð ráðherra var Hjörvar Hafliðason fjölmiðlamaður sem sagði í Spursmálum að enginn fótboltaþjálfari myndi komast upp með að nenna ekki að setja sig inn í helstu veikleika liðs síns, sá yrði einfaldlega rekinn. Mun alltaf nenna Guðmundur segir við fréttastofu nú að hann hafi í raun alls ekki meint að hann hafi ekki nennt að setja sig inn í málið. Hann hafi meint að hann nenni ekki að dvelja í fortíðinni, hafi ekki tíma í það. „Ég ætla að vera í nútíðinni og það er það sem ég var að meina. Ég var að búa til nýtt matsferli sem ég tel að virki mjög flott, það mun koma í ljós, ég hef trú á því. En að ég nenni ekki að gera hlutina, það hef ég aldrei verið, ég mun alltaf nenna að gera hlutina. En í þessu tilviki nennti ég ekki að vera að hanga í fortíðinni.“ Vonar að hann sé fyrirmynd krakka Ræða sem þú hélst á ensku í upphafi ráðherraferils þíns vakti mikla athygli, talsmáti þinn hefur sömuleiðis fengið mikla athygli og þú greindur með þágufallssýki, hvernig finnst þér að sitja undir þessu og jafnvel spurningum um það hvort þú sért hæfur til þess að sinna þessu starfi? Bjóstu við því þessu þegar þú tókst við ráðherraembættinu? „Já já ég bjóst við hverju sem er. Ég er búinn að vera á þingi í sjö ár, þannig þetta er bara allt í lagi og bara flott umræða. Það er bara gaman að því að fólk sé að spá í þetta vegna þess að ég bara er eins og ég er og ég tala eins og ég tala. Ég lærði iðnám og ég ætla ekkert að reyna að vera eitthvað annað en ég er og ég ætla að vona að allir krakkar þarna úti átti sig á því að þau mega bara vera þau sjálf, eins og ég.“ Guðmundur lauk gagnfræðiprófi frá trésmíðadeild við Ármúlaskóla árið 1972. Hann sat á skólabekk við trésmíðadeild Iðnskólans í Reykjavík árið 1974. Þá stundaði hann skrifstofunám, vefsíðugerð og myndvinnslu í Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum 1997. Tekur maður þessu ekkert inn á sig, ekkert persónulega? „Nei. Þá væri ég ekki hér. Þá væri ég löngu hættur að vera í þessu starfi.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent