„Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. september 2025 12:31 Þórey Edda var margfaldur Íslandsmeistari í stangarstökki. vísir/getty/stefán Stangarstökkvarinn fyrrverandi Þórey Edda Elísdóttir segir að afrek Armands Duplantis séu í raun ótrúlegt. Hún telur að hann eigi enn eitthvað inni. Svíinn magnaði, Duplantis, sló heimsmetið í stangarstökki í fjórtánda sinn á mánudaginn og það á Heimsmeistaramótinu í Tokýó. Hann sló metið fyrst fyrir fimm árum og hefur síðan þá bætt það um þrettán sentímetra. Duplantis varð í vikunni heimsmeistari í stangarstökki í þriðja sinn. Hann lét ekki þar við sitja og setti nýtt heimsmet er hann lyfti sér yfir 6,30 metra. Hann hefur sett fjögur heimsmet á þessu ári. Duplantis sló heimsmetið í fyrsta sinn í Póllandi í febrúar 2020. Hann lyfti sér þá yfir 6,17. Alls hefur Dulpantis bætt heimsmetið um samtals þrettán sentímetra á fimm árum. „Hann er greinilega mjög góður íþróttamaður. Hann hefur mikinn hraða, mikinn styrk og mjög góða tækni og nær einhvern veginn að nýta þetta allt saman,“ segir Þórey í Sportpakkanum á Sýn. „Stundum þegar íþróttamenn verða of hraðir í stangarstökki þá ráða þeir ekki við hraðan sinn og ná því ekki að færa hann yfir í tæknina. Hann er búinn að æfa stangarstökk frá því að hann var þriggja ára. Hann hefur góða tækni og mikinn liðleika líka. Þegar maður er kominn í þessa hæð þá er einn sentímetri í bætingu gríðarlega mikið. Það sem er mjög áhugavert í þessu er að hvað hann nær að helda sér heilum og hefur ekki verið að glíma við nein meiðsli,“ segir Þórey og bætir við að Svíinn sé ein stærsta stjarnan í frjálsíþróttaheiminum og í raun sú stærsta frá því að Usain Bolt var enn að. Hún telur að Duplantis eigi mögulega enn meira inni. „Ef hann nær áfram að halda sér heilum þá á hann alveg þrjú góð ár í að verða betri. Ég hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Sjá meira
Svíinn magnaði, Duplantis, sló heimsmetið í stangarstökki í fjórtánda sinn á mánudaginn og það á Heimsmeistaramótinu í Tokýó. Hann sló metið fyrst fyrir fimm árum og hefur síðan þá bætt það um þrettán sentímetra. Duplantis varð í vikunni heimsmeistari í stangarstökki í þriðja sinn. Hann lét ekki þar við sitja og setti nýtt heimsmet er hann lyfti sér yfir 6,30 metra. Hann hefur sett fjögur heimsmet á þessu ári. Duplantis sló heimsmetið í fyrsta sinn í Póllandi í febrúar 2020. Hann lyfti sér þá yfir 6,17. Alls hefur Dulpantis bætt heimsmetið um samtals þrettán sentímetra á fimm árum. „Hann er greinilega mjög góður íþróttamaður. Hann hefur mikinn hraða, mikinn styrk og mjög góða tækni og nær einhvern veginn að nýta þetta allt saman,“ segir Þórey í Sportpakkanum á Sýn. „Stundum þegar íþróttamenn verða of hraðir í stangarstökki þá ráða þeir ekki við hraðan sinn og ná því ekki að færa hann yfir í tæknina. Hann er búinn að æfa stangarstökk frá því að hann var þriggja ára. Hann hefur góða tækni og mikinn liðleika líka. Þegar maður er kominn í þessa hæð þá er einn sentímetri í bætingu gríðarlega mikið. Það sem er mjög áhugavert í þessu er að hvað hann nær að helda sér heilum og hefur ekki verið að glíma við nein meiðsli,“ segir Þórey og bætir við að Svíinn sé ein stærsta stjarnan í frjálsíþróttaheiminum og í raun sú stærsta frá því að Usain Bolt var enn að. Hún telur að Duplantis eigi mögulega enn meira inni. „Ef hann nær áfram að halda sér heilum þá á hann alveg þrjú góð ár í að verða betri. Ég hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Sjá meira