„Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Smári Jökull Jónsson skrifar 21. september 2025 13:31 Jón Eiríkur Einarsson sveitarstjóri í Skorradal er ánægður með niðurstöður kosninganna og segir þær hafa komið skemmtilega á óvart. Vísir Sveitarstjóri í Skorradal segir leiðinlegt að fólk sem ekki búi í sveitarfélaginu hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður sameiningarkosninga Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að Skorradalur verði útundan í nýju og stærra sveitarfélagi. Sameining Skorradalshrepps og Borgarbyggðar var samþykkt í báðum sveitarfélögum en kosningum þar að lútandi lauk í gær. Rúmlega 88% kusu með sameiningu í Borgarbyggð en tæplega 60% í Skorradalshrepp. Talsverð átök hafa verið í tengslum við kosninganna. Andstæðingar sameiningar í Skorradal hafa verið sakaðir um smölun og meðal annars tók lögreglan hús á Skorrdælingum til að athuga hversu margir byggju þar í raun. Jón Eiríkur Einarsson sveitarstjóri í Skorradalshreppi segir leiðinlegt að aðilar sem ekki búa í Skorradal hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna. „Ég vona að við snúum öll saman bökum saman á næstunni og næstu mánuðum og vinnum eins og eitt. Þetta er búið að vera erfitt ferli vegna þess að það hefur ýmislegt gengið á. Ég vona að sjálfsögðu að það sé að baki.“ Segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Hann segir að nafn á nýju sveitarfélagi verði ákvörðun nýrrar sveitarstjórnar. „Ný sveitarstjórn sem kosin verður við sveitarstjórnarkosningar í vor tekur ákvörðun um það hvort það verði farið í tilnefningar um einhverjar nafnabreytingar. Ég hef enga skoðun á því í sjálfu sér.“ Niðurstöðuna segir hann verða íbúum til Skorradals til góðs og nefndi stefnu stjórnvalda um að stækka sveitarfélög í því samhengi. „Þetta kom kannski skemmtilega á óvart, ég óttaðist að þetta yrði aðeins tæpara.“ Hefur ekki áhyggjur af því að Skorradalur verði útundan Hann segir sameininguna þýða að íbúar í Skorradal hafi nú beinan aðgang að þjónustu í Borgarbyggð sem sveitarfélagið hafi áður haft góðan aðgang að en þurft að kaupa. Hann hefur ekki áhyggjur af því að Skorradalur verði út undan í nýju og stærra sveitarfélagi en segir togstreitu á milli dreif- og þéttbýlis í sveitarfélögum almennt vera þekkta. „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist talsvert til þéttbýlisins og það gildir í sjálfu sér ennþá. Ég tel að það sé ekkert meiri hætta á að Skorradalur verði útundan heldur en bara einhver annar af gömlu dölunum sem voru búnir að sameinast allir áður nema Skorradalshreppur. Hann hefur alltaf fellt þar til nú.“ Hann segir nauðsynlegt að hafa sveitarstjórnarfulltrúa dreifða um allt sveitarfélagið. „Hver og einn tekur ákvörðun um það hvort hann vill komast á lista í nýju sveitarfélagi. Auðvitað vonast maður alltaf til að sveitarstjórn hafi á að skipa fulltrúum sem víðast úr sveitarfélaginu, að það sé ekki bara úr Borgarnesi heldur að það sé Borgarnes og hinar dreifðu byggðir. Sérstaklega þannig að landbúnarmaður og ýmis mál sem tilheyra sveitarfélaginu séu ekki síður í hávegum höfð,“ sagði Jón Eiríkur að lokum. Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Sameining Skorradalshrepps og Borgarbyggðar var samþykkt í báðum sveitarfélögum en kosningum þar að lútandi lauk í gær. Rúmlega 88% kusu með sameiningu í Borgarbyggð en tæplega 60% í Skorradalshrepp. Talsverð átök hafa verið í tengslum við kosninganna. Andstæðingar sameiningar í Skorradal hafa verið sakaðir um smölun og meðal annars tók lögreglan hús á Skorrdælingum til að athuga hversu margir byggju þar í raun. Jón Eiríkur Einarsson sveitarstjóri í Skorradalshreppi segir leiðinlegt að aðilar sem ekki búa í Skorradal hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna. „Ég vona að við snúum öll saman bökum saman á næstunni og næstu mánuðum og vinnum eins og eitt. Þetta er búið að vera erfitt ferli vegna þess að það hefur ýmislegt gengið á. Ég vona að sjálfsögðu að það sé að baki.“ Segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Hann segir að nafn á nýju sveitarfélagi verði ákvörðun nýrrar sveitarstjórnar. „Ný sveitarstjórn sem kosin verður við sveitarstjórnarkosningar í vor tekur ákvörðun um það hvort það verði farið í tilnefningar um einhverjar nafnabreytingar. Ég hef enga skoðun á því í sjálfu sér.“ Niðurstöðuna segir hann verða íbúum til Skorradals til góðs og nefndi stefnu stjórnvalda um að stækka sveitarfélög í því samhengi. „Þetta kom kannski skemmtilega á óvart, ég óttaðist að þetta yrði aðeins tæpara.“ Hefur ekki áhyggjur af því að Skorradalur verði útundan Hann segir sameininguna þýða að íbúar í Skorradal hafi nú beinan aðgang að þjónustu í Borgarbyggð sem sveitarfélagið hafi áður haft góðan aðgang að en þurft að kaupa. Hann hefur ekki áhyggjur af því að Skorradalur verði út undan í nýju og stærra sveitarfélagi en segir togstreitu á milli dreif- og þéttbýlis í sveitarfélögum almennt vera þekkta. „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist talsvert til þéttbýlisins og það gildir í sjálfu sér ennþá. Ég tel að það sé ekkert meiri hætta á að Skorradalur verði útundan heldur en bara einhver annar af gömlu dölunum sem voru búnir að sameinast allir áður nema Skorradalshreppur. Hann hefur alltaf fellt þar til nú.“ Hann segir nauðsynlegt að hafa sveitarstjórnarfulltrúa dreifða um allt sveitarfélagið. „Hver og einn tekur ákvörðun um það hvort hann vill komast á lista í nýju sveitarfélagi. Auðvitað vonast maður alltaf til að sveitarstjórn hafi á að skipa fulltrúum sem víðast úr sveitarfélaginu, að það sé ekki bara úr Borgarnesi heldur að það sé Borgarnes og hinar dreifðu byggðir. Sérstaklega þannig að landbúnarmaður og ýmis mál sem tilheyra sveitarfélaginu séu ekki síður í hávegum höfð,“ sagði Jón Eiríkur að lokum.
Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent