Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2025 15:00 ÍA hefur fengið sextán stig í ellefu leikjum síðan Lárus Orri Sigurðsson tók við liðinu fyrir þremur mánuðum. vísir/diego Eftir að hafa unnið þrjá leiki í röð er ÍA komið upp úr fallsæti í Bestu deild karla. Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari Skagamanna, hefur notað sama byrjunarliðið í öllum þessum þremur leikjum. ÍA vann 0-4 útisigur á Vestra á laugardaginn í fyrsta leik sínum eftir tvískiptinguna. Með sigrinum komust Skagamenn upp úr fallsæti í fyrsta sinn síðan í 6. umferð. Skagamenn töpuðu fyrir Eyjamönnum, 2-0, 31. ágúst. Það var þriðja tap ÍA í röð og liðið var þá átta stigum frá öruggu sæti. Eftir landsleikjahléið átti ÍA frestaðan leik gegn Breiðabliki á heimavelli 11. september. Lárus Orri gerði fjórar breytingar á byrjunarliði Skagamanna og hitti á réttu blönduna því hans menn unnu Íslandsmeistarana, 3-0. Í lokaumferðinni fyrir tvískiptinguna tefldi Lárus Orri fram sama byrjunarliði og ÍA sigraði Aftureldingu, 3-1, þrátt fyrir að hafa lent undir. Skagamenn komust fyrir vikið upp úr botnsæti deildarinnar þar sem þeir höfðu verið samfleytt frá 16. umferð. Á laugardaginn fóru Skagamenn svo á Ísafjörð og tóku bikarmeistarana í karphúsið, 0-4, og lyftu sér upp úr fallsæti. KR-ingar töpuðu fyrir KA-mönnum í gær, 4-2, og mistókst að endurheimta 10. sætið. ÍA er því með örlögin í sínum höndum fyrir síðustu fjóra leikina, eitthvað sem var nánast óhugsandi fyrir rúmri viku. KR er einmitt næsti andstæðingur ÍA en liðin eigast við á Akranesi á sunnudaginn. Skagamenn sigruðu KR-inga á heimavelli 14. júlí, 1-0, en unnu síðan ekki í fimm leikjum í röð. Síðan Lárus Orri tók við ÍA 21. júní hefur hann stýrt liðinu í ellefu leikjum. Fimm þeirra hafa unnist, einn endað með jafntefli og fimm tapast. ÍA hefur aðeins fengið á sig tólf mörk í þessum ellefu leikjum (1,1 að meðaltali í leik) en fékk á sig 31 mark í fyrstu tólf leikjunum í Bestu deildinni (2,6 að meðaltali í leik). Rúnar Már Sigurjónsson hefur átt góða innkomu í vörn ÍA.vísir/diego Í síðustu þremur leikjum hefur ÍA spilað 4-3-3. Rúnar Már Sigurjónsson var færður í stöðu miðvarðar, við hlið Baldvins Þór Berndsen sem skoraði gegn Vestra. Jón Gísli Eyland Gíslason og Johannes Vall hafa verið bakverðir, Ísak Máni Guðjónsson, Marko Vardic og Haukur Andri Haraldsson á miðjunni, Gísli Laxdal Unnarsson á hægri kantinum, Ómar Björn Stefánsson á þeim vinstri og Viktor Jónsson fremstur. ÍA á eftir að mæta KR og Aftureldingu á heimavelli og ÍBV og KA á útivelli. Skagamenn eru nú með 25 stig, einu stigi meira en KR-ingar sem eru í 11. sætinu. Mosfellingar eru á botninum með 22 stig en Vestramenn í 9. sætinu með 27 stig. Þeir hafa aðeins náð í eitt stig í síðustu fjórum leikjum og fengið á sig samtals þrettán mörk í þeim. Besta deild karla ÍA Tengdar fréttir „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ ÍA sigraði Vestra 0-4 á Ísafirði í dag og heldur áfram markaveislu síðustu tveggja leikja liðsins. Þrjú mikilvæg stig fyrir ÍA í farteskið og hafa þeir náð að lyfta sér upp úr fallsæti í bili allavega. 20. september 2025 19:00 Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti ÍA tryggði sér þrjú mikilvæg stig í Bestu deild karla þegar liðið lyfti sér upp úr fallsæti með 0-4 útisigri á Vestra á Ísafirði í dag. Mistök í vörn heimamanna urðu til þess að gestirnir gátu ekki hætt að skora. 20. september 2025 15:15 Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Sjá meira
ÍA vann 0-4 útisigur á Vestra á laugardaginn í fyrsta leik sínum eftir tvískiptinguna. Með sigrinum komust Skagamenn upp úr fallsæti í fyrsta sinn síðan í 6. umferð. Skagamenn töpuðu fyrir Eyjamönnum, 2-0, 31. ágúst. Það var þriðja tap ÍA í röð og liðið var þá átta stigum frá öruggu sæti. Eftir landsleikjahléið átti ÍA frestaðan leik gegn Breiðabliki á heimavelli 11. september. Lárus Orri gerði fjórar breytingar á byrjunarliði Skagamanna og hitti á réttu blönduna því hans menn unnu Íslandsmeistarana, 3-0. Í lokaumferðinni fyrir tvískiptinguna tefldi Lárus Orri fram sama byrjunarliði og ÍA sigraði Aftureldingu, 3-1, þrátt fyrir að hafa lent undir. Skagamenn komust fyrir vikið upp úr botnsæti deildarinnar þar sem þeir höfðu verið samfleytt frá 16. umferð. Á laugardaginn fóru Skagamenn svo á Ísafjörð og tóku bikarmeistarana í karphúsið, 0-4, og lyftu sér upp úr fallsæti. KR-ingar töpuðu fyrir KA-mönnum í gær, 4-2, og mistókst að endurheimta 10. sætið. ÍA er því með örlögin í sínum höndum fyrir síðustu fjóra leikina, eitthvað sem var nánast óhugsandi fyrir rúmri viku. KR er einmitt næsti andstæðingur ÍA en liðin eigast við á Akranesi á sunnudaginn. Skagamenn sigruðu KR-inga á heimavelli 14. júlí, 1-0, en unnu síðan ekki í fimm leikjum í röð. Síðan Lárus Orri tók við ÍA 21. júní hefur hann stýrt liðinu í ellefu leikjum. Fimm þeirra hafa unnist, einn endað með jafntefli og fimm tapast. ÍA hefur aðeins fengið á sig tólf mörk í þessum ellefu leikjum (1,1 að meðaltali í leik) en fékk á sig 31 mark í fyrstu tólf leikjunum í Bestu deildinni (2,6 að meðaltali í leik). Rúnar Már Sigurjónsson hefur átt góða innkomu í vörn ÍA.vísir/diego Í síðustu þremur leikjum hefur ÍA spilað 4-3-3. Rúnar Már Sigurjónsson var færður í stöðu miðvarðar, við hlið Baldvins Þór Berndsen sem skoraði gegn Vestra. Jón Gísli Eyland Gíslason og Johannes Vall hafa verið bakverðir, Ísak Máni Guðjónsson, Marko Vardic og Haukur Andri Haraldsson á miðjunni, Gísli Laxdal Unnarsson á hægri kantinum, Ómar Björn Stefánsson á þeim vinstri og Viktor Jónsson fremstur. ÍA á eftir að mæta KR og Aftureldingu á heimavelli og ÍBV og KA á útivelli. Skagamenn eru nú með 25 stig, einu stigi meira en KR-ingar sem eru í 11. sætinu. Mosfellingar eru á botninum með 22 stig en Vestramenn í 9. sætinu með 27 stig. Þeir hafa aðeins náð í eitt stig í síðustu fjórum leikjum og fengið á sig samtals þrettán mörk í þeim.
Besta deild karla ÍA Tengdar fréttir „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ ÍA sigraði Vestra 0-4 á Ísafirði í dag og heldur áfram markaveislu síðustu tveggja leikja liðsins. Þrjú mikilvæg stig fyrir ÍA í farteskið og hafa þeir náð að lyfta sér upp úr fallsæti í bili allavega. 20. september 2025 19:00 Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti ÍA tryggði sér þrjú mikilvæg stig í Bestu deild karla þegar liðið lyfti sér upp úr fallsæti með 0-4 útisigri á Vestra á Ísafirði í dag. Mistök í vörn heimamanna urðu til þess að gestirnir gátu ekki hætt að skora. 20. september 2025 15:15 Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Sjá meira
„Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ ÍA sigraði Vestra 0-4 á Ísafirði í dag og heldur áfram markaveislu síðustu tveggja leikja liðsins. Þrjú mikilvæg stig fyrir ÍA í farteskið og hafa þeir náð að lyfta sér upp úr fallsæti í bili allavega. 20. september 2025 19:00
Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti ÍA tryggði sér þrjú mikilvæg stig í Bestu deild karla þegar liðið lyfti sér upp úr fallsæti með 0-4 útisigri á Vestra á Ísafirði í dag. Mistök í vörn heimamanna urðu til þess að gestirnir gátu ekki hætt að skora. 20. september 2025 15:15