Lífið

Björk neitar Ísraelum um tón­list sína

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Björk Guðmundsdóttir og tónlist hennar er ekki lengur í boði í Ísrael.
Björk Guðmundsdóttir og tónlist hennar er ekki lengur í boði í Ísrael. Santiago Felipe/Redferns for ABA)

Björk Guðmundsdóttir hefur fjarlægt alla tónlist sína af streymisveitum í Ísrael. Það eru ísraelskir miðlar sem greina frá þessu en söngkonan hefur ekki gefið frá sér formlega yfirlýsingu vegna málsins.

Í umfjöllun The Times of Israel segir að ekki sé lengur hægt að hlusta á lög söngkonunnar á streymisveitum líkt og Spotify og Apple Music. Tónlistina sé þó enn að finna á Youtube en ísraelski miðillinn lætur þess getið að söngkonan hafi oft og ítrekað í gegnum tíðina lýst yfir stuðningi við Palestínumenn.

Kemur fram að hún feti þar með í fótspor bresku hljómsveitarinnar Massive Attack sem tilkynnti á fimmtudag að hún myndi fjarlæga tónlist sína af streymisveitum í Ísrael vegna framgöngu Ísraela á Gasa. Þeir hafi þar með gengið til liðs við hreyfingu hundruð annarra tónlistarmanna sem kennd er við „No Music for Genocide.“

Þá setja sniðgönguhreyfingin BDS á Íslandi tíðindin af Björk í beint samhengi við aðgerðir sniðgönguhreyfingarinnar. Kvikmyndagerðarfólk hefur gripið til sambærilegra aðgerða en dæmi eru um að þættir og kvikmyndir hafi verið tekin úr dreyfingu á streymisveitum í Ísrael.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.