Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. september 2025 08:00 Ásdís Aðalbjörg segir ýmislegt sem stjórnvöld geti gerst til að bregðast við. Sá hópur Íslendinga sem velur að eignast ekki börn fer stöðugt stækkandi. Fæðingartíðni á Íslandi hefur verið í frjálsu falli frá bankahruninu. Ísland hefur státað af hærri fæðingartíðni en hin Norðurlöndin en er nú á svipuðum stað og eignast hver íslensk kona að meðaltali 1,56 barn. Þetta er meðal þess sem eru niðurstöður nýrrar rannsóknar á fæðingartíðni hérlendis af hálfu fræðimanna í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Ásdís Aðalbjörg Arnalds lektor í félagsráðgjöf ræddi valið barnleysi í Reykjavík síðdegis. Upplifa sem svo að þau þurfi að vera sérfræðingar „Það er almennt talað um 2,1 [barn] til þess að viðhalda til dæmis velferðarkerfinu því einhverjir þurfa að vera hérna til að borga skatta og svona. Okkur hefur auðvitað ekki verið að fækka hér á Íslandi en það er út af innflytjendum.“ Rannsóknin tekur meðal annars mið af gögnum frá Hagstofu Íslands og tóku Ásdís og kollegar hennar einnig viðtöl við ungar konur sem ekki hafa tekið ákvörðun um barneignir. Þá voru einnig tekin viðtöl við fólk sem hefur ekki valið að eignast börn og foreldrar sem átt hafa í erfiðleikum við að eignast börn valdir í rýnihópa. Fæðingartíðnin hafi tekið kipp í Covid en lækkað að nýju. Hverjar eru helstu ástæður þess að fólk velur að eignast ekki börn? „Fólk sér þetta sem streituvaldandi hlutverk og við sjáum það bæði í rannsóknum hérlendis og erlendis að foreldrahlutverkið er orðið miklu fyrirferðameira en það var hér áður og foreldrar í dag eyða miklu meiri tíma með börnunum sínum en foreldrar gerðu áður.“ Ásdís rifjar upp að foreldrar hafi áður ekki fylgt börnunum sínum eftir á æfingar en að í dag sé ætlast til mikillar þátttöku. Sumir séu einfaldlega ekki tilbúnir til að gangast við því. „Fólk sér þetta sem streituvaldandi, tilfinningalega krefjandi og annað sem fólk nefnir er að það þurfi svo mikla sérfræðikunnáttu til þess að vera foreldri. Þú þurfir að vera búinn að lesa allar þessar bækur og kunna réttu handtökin. Fólk er farið að hafa meiri áhyggjur áður en það verður foreldrar og sumir eru ekki tilbúnir í þetta.“ Ásdís segir það sé að vissu leyti gott að fólk vilji vera undirbúið en þá þurfi líka að fara milliveg. Hún veltir því upp hvort það eigi ekki að vera nóg að elska barnið sitt og búa því gott heimili. „Þurfum við að gera allt? Það má spyrja sig að því.“ Tími milli orlofs og leikskóla spili inn í Geta stjórnvöld gert eitthvað til að ýta undir áhuga fólks? Hefur það verið gert annars staðar? „Það er annað sem við sjáum í þessum viðtölum. Til dæmis við ungu konurnar sem hafa enn ekki ákveðið hvort þær ætli að eignast börn, þær lýstu yfir áhyggjum af því að verða foreldri og voru ekkert endilega að sjá sig í því hlutverki, af því að og þær töluðu um það að þeim fyndist stjórnvöld ekki gera nægilega mikið.“ Ásdís segir þær sérstaklega vísa til bilsins sem er á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Fæðingarorlofið á Íslandi sé tólf mánuðir, svipað og á Norðurlöndunum. Hér eigi börn hinsvegar ekki rétt á leikskólavist strax að loknu fæðingarorlofi. Í Reykjavík sem dæmi byrji börn ekki á leikskóla fyrr en við tveggja ára aldur og eitt ár sem foreldrar þurfi að brúa. „Og það lendir frekar á mæðrum en feðrum að brúa þetta bil, það skýrist til dæmis af launamuni kynjanna, það getur verið fjárhagslega hagkvæmara að móðirin lengi sinn tíma heima og hverfi af vinnumarkaði heldur en faðirinn. Þetta sjáum við í viðtölunum við þessar ungu konur að þær vilja þetta ekki.“ Ásdís segir að búa þurfi um hnútana þannig að fólk sem vilji eignast börn séu studd til þess. Það séu fyrstu tvö ár barnanna sem skipti miklu máli og séu hvað erfiðust. Ásdís segir koma á óvart að það er ekki mikill munur á afstöðu kynjanna til þess að eignast börn. Karlar séu kvíðnir líka. „Við sjáum samskonar tengsl meðal karla og kvenna. Við búum auðvitað í þannig þjóðfélagi í dag að það er ætlast til þátttöku feðra og þeir eru kannski ekki tilbúnir í það heldur.“ Frjósemi Börn og uppeldi Mannfjöldi Reykjavík síðdegis Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Þetta er meðal þess sem eru niðurstöður nýrrar rannsóknar á fæðingartíðni hérlendis af hálfu fræðimanna í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Ásdís Aðalbjörg Arnalds lektor í félagsráðgjöf ræddi valið barnleysi í Reykjavík síðdegis. Upplifa sem svo að þau þurfi að vera sérfræðingar „Það er almennt talað um 2,1 [barn] til þess að viðhalda til dæmis velferðarkerfinu því einhverjir þurfa að vera hérna til að borga skatta og svona. Okkur hefur auðvitað ekki verið að fækka hér á Íslandi en það er út af innflytjendum.“ Rannsóknin tekur meðal annars mið af gögnum frá Hagstofu Íslands og tóku Ásdís og kollegar hennar einnig viðtöl við ungar konur sem ekki hafa tekið ákvörðun um barneignir. Þá voru einnig tekin viðtöl við fólk sem hefur ekki valið að eignast börn og foreldrar sem átt hafa í erfiðleikum við að eignast börn valdir í rýnihópa. Fæðingartíðnin hafi tekið kipp í Covid en lækkað að nýju. Hverjar eru helstu ástæður þess að fólk velur að eignast ekki börn? „Fólk sér þetta sem streituvaldandi hlutverk og við sjáum það bæði í rannsóknum hérlendis og erlendis að foreldrahlutverkið er orðið miklu fyrirferðameira en það var hér áður og foreldrar í dag eyða miklu meiri tíma með börnunum sínum en foreldrar gerðu áður.“ Ásdís rifjar upp að foreldrar hafi áður ekki fylgt börnunum sínum eftir á æfingar en að í dag sé ætlast til mikillar þátttöku. Sumir séu einfaldlega ekki tilbúnir til að gangast við því. „Fólk sér þetta sem streituvaldandi, tilfinningalega krefjandi og annað sem fólk nefnir er að það þurfi svo mikla sérfræðikunnáttu til þess að vera foreldri. Þú þurfir að vera búinn að lesa allar þessar bækur og kunna réttu handtökin. Fólk er farið að hafa meiri áhyggjur áður en það verður foreldrar og sumir eru ekki tilbúnir í þetta.“ Ásdís segir það sé að vissu leyti gott að fólk vilji vera undirbúið en þá þurfi líka að fara milliveg. Hún veltir því upp hvort það eigi ekki að vera nóg að elska barnið sitt og búa því gott heimili. „Þurfum við að gera allt? Það má spyrja sig að því.“ Tími milli orlofs og leikskóla spili inn í Geta stjórnvöld gert eitthvað til að ýta undir áhuga fólks? Hefur það verið gert annars staðar? „Það er annað sem við sjáum í þessum viðtölum. Til dæmis við ungu konurnar sem hafa enn ekki ákveðið hvort þær ætli að eignast börn, þær lýstu yfir áhyggjum af því að verða foreldri og voru ekkert endilega að sjá sig í því hlutverki, af því að og þær töluðu um það að þeim fyndist stjórnvöld ekki gera nægilega mikið.“ Ásdís segir þær sérstaklega vísa til bilsins sem er á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Fæðingarorlofið á Íslandi sé tólf mánuðir, svipað og á Norðurlöndunum. Hér eigi börn hinsvegar ekki rétt á leikskólavist strax að loknu fæðingarorlofi. Í Reykjavík sem dæmi byrji börn ekki á leikskóla fyrr en við tveggja ára aldur og eitt ár sem foreldrar þurfi að brúa. „Og það lendir frekar á mæðrum en feðrum að brúa þetta bil, það skýrist til dæmis af launamuni kynjanna, það getur verið fjárhagslega hagkvæmara að móðirin lengi sinn tíma heima og hverfi af vinnumarkaði heldur en faðirinn. Þetta sjáum við í viðtölunum við þessar ungu konur að þær vilja þetta ekki.“ Ásdís segir að búa þurfi um hnútana þannig að fólk sem vilji eignast börn séu studd til þess. Það séu fyrstu tvö ár barnanna sem skipti miklu máli og séu hvað erfiðust. Ásdís segir koma á óvart að það er ekki mikill munur á afstöðu kynjanna til þess að eignast börn. Karlar séu kvíðnir líka. „Við sjáum samskonar tengsl meðal karla og kvenna. Við búum auðvitað í þannig þjóðfélagi í dag að það er ætlast til þátttöku feðra og þeir eru kannski ekki tilbúnir í það heldur.“
Frjósemi Börn og uppeldi Mannfjöldi Reykjavík síðdegis Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira