Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. september 2025 18:58 Haraldur Ingi Þorleifsson segir biðina eftir notendastýrðri persónulegri aðstoð geta reynst aðstandendum erfið. Allt að sjö ára bið er eftir notendastýrðri persónulegri aðstoð fyrir fatlað fólk eða NPA. Baráttumaðurinn Haraldur Ingi Þorleifsson segir reynt að fæla fólk frá því að sækja um. Aðstandendur séu settir í þá stöðu að fórna sér fyrir ástvini og endi jafnvel sjálfir á örorku og brotnir. NPA er lögbundin þjónusta fyrir fatlað fólk sem sveitarfélög eiga að veita og hefur verið í boði á Íslandi frá árinu 2012. Það var mikið baráttumál að hún yrði að veruleika og fötluðu fólki gert kleift að taka stjórn á eigin lífi og aðstoð. NPA byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og að fatlað fólk ráði því hvar það búi og hvernig og hver veiti því aðstoð. Þrátt fyrir að þjónustan sé í boði er hún langt því frá aðgengileg öllum. Í dag bíða til að mynda til hátt í þrjátíu manns eftir þjónustunni í Reykjavík og hafa sumir þeirra beðið í allt að sjö ár. Aðstandendur brotna undan álaginu Einn þeirra sem er á biðlistanum er baráttumaðurinn Haraldur Ingi Þorleifsson sem komst að því þegar hann fór að skoða málið að það væri flókið að fá þjónustuna. „Ég fór í smá leiðangur fyrir rúmlega ári síðan. Þá fór ég að reyna að skilja hvernig þetta ferli virkaði og ég komast að því að það er eiginlega ekkert ferli. Það er verið að reyna að ýta fólki frá því að vera að sækja um vegna þess að sveitarfélögin eru ekki með fjármagn. Þegar þetta fór yfir til sveitarfélaganna þá fylgdi ekki fjármagnið sem þurfti og þau eru öll í raun og veru að reyna að forðast það að fólk fari á þessa biðlista af því að þessir biðlistar eru bara að lengjast og þau er ekki að ná að klára að uppfylla þessar lagalegu skyldur.“ Hann hefur nú verið á biðlistanum í eitt ár og fengið þau svör að hann þurfi líklega að bíða í fjögur ár til viðbótar. Hann segir aðstandendur þeirra sem bíða eftir þjónustu setta í erfiða stöðu. „Það sem hefur gerst hjá mjög mörgum er að fólk hefur verið sett í þá stöðu að sinna aðstandendum eða þá að gefast upp á þeim og fólk sem er þá sett í þá stöðu að fórna sér fyrir þá sem þá elskar og oft endar þetta fólk sjálft með örorku af því það algjörlega brotnar.“ Dæmi eru um að fólk hafi látist meðan það er á biðlista eftir þjónustunni og skorar Haraldur Ingi á stjórnvöld að bregðast við. „Inga Sæland er náttúrulega ráðherra þessa máls og hún ætti með réttu að taka þetta upp og fara í slaginn um að fá þennan pening til að fullfjármagna og klára þessa biðlista. Þannig að fólk sem þarf þessa þjónustu fái hana áður en það deyr.“ Alþingi Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir NPA miðstöðin 15 ára Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er þjónusta sem gerir okkur, sem erum fötluð, kleift að taka stjórn á eigin lífi og aðstoð. NPA byggist á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og tryggir að við ráðum því hvar og hvernig við búum, og hver veitir okkur aðstoð. 16. júní 2025 10:48 Upplifir lífið eins og stofufangelsi Nýbökuð móðir segist upplifa lífið eins og stofufangelsi þar sem hún fær ekki þá þjónustu sem hún á lögbundinn rétt á. Henni sé nóg boðið eftir tveggja ára bið og krefst þess að Reykjavíkurborg aðhafist eitthvað í málinu. 7. mars 2025 19:38 Biðin óásættanleg og vill skýr svör frá ríkinu Allt of margir bíða eftir lögbundinni NPA þjónustu frá sveitarfélögunum og er staðan algjörlega óásættanleg. Þetta segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin fari fram á skýr svör frá ríkinu um hvort fjármagna eigi málaflokkinn eða ekki. 20. september 2024 12:03 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
NPA er lögbundin þjónusta fyrir fatlað fólk sem sveitarfélög eiga að veita og hefur verið í boði á Íslandi frá árinu 2012. Það var mikið baráttumál að hún yrði að veruleika og fötluðu fólki gert kleift að taka stjórn á eigin lífi og aðstoð. NPA byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og að fatlað fólk ráði því hvar það búi og hvernig og hver veiti því aðstoð. Þrátt fyrir að þjónustan sé í boði er hún langt því frá aðgengileg öllum. Í dag bíða til að mynda til hátt í þrjátíu manns eftir þjónustunni í Reykjavík og hafa sumir þeirra beðið í allt að sjö ár. Aðstandendur brotna undan álaginu Einn þeirra sem er á biðlistanum er baráttumaðurinn Haraldur Ingi Þorleifsson sem komst að því þegar hann fór að skoða málið að það væri flókið að fá þjónustuna. „Ég fór í smá leiðangur fyrir rúmlega ári síðan. Þá fór ég að reyna að skilja hvernig þetta ferli virkaði og ég komast að því að það er eiginlega ekkert ferli. Það er verið að reyna að ýta fólki frá því að vera að sækja um vegna þess að sveitarfélögin eru ekki með fjármagn. Þegar þetta fór yfir til sveitarfélaganna þá fylgdi ekki fjármagnið sem þurfti og þau eru öll í raun og veru að reyna að forðast það að fólk fari á þessa biðlista af því að þessir biðlistar eru bara að lengjast og þau er ekki að ná að klára að uppfylla þessar lagalegu skyldur.“ Hann hefur nú verið á biðlistanum í eitt ár og fengið þau svör að hann þurfi líklega að bíða í fjögur ár til viðbótar. Hann segir aðstandendur þeirra sem bíða eftir þjónustu setta í erfiða stöðu. „Það sem hefur gerst hjá mjög mörgum er að fólk hefur verið sett í þá stöðu að sinna aðstandendum eða þá að gefast upp á þeim og fólk sem er þá sett í þá stöðu að fórna sér fyrir þá sem þá elskar og oft endar þetta fólk sjálft með örorku af því það algjörlega brotnar.“ Dæmi eru um að fólk hafi látist meðan það er á biðlista eftir þjónustunni og skorar Haraldur Ingi á stjórnvöld að bregðast við. „Inga Sæland er náttúrulega ráðherra þessa máls og hún ætti með réttu að taka þetta upp og fara í slaginn um að fá þennan pening til að fullfjármagna og klára þessa biðlista. Þannig að fólk sem þarf þessa þjónustu fái hana áður en það deyr.“
Alþingi Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir NPA miðstöðin 15 ára Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er þjónusta sem gerir okkur, sem erum fötluð, kleift að taka stjórn á eigin lífi og aðstoð. NPA byggist á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og tryggir að við ráðum því hvar og hvernig við búum, og hver veitir okkur aðstoð. 16. júní 2025 10:48 Upplifir lífið eins og stofufangelsi Nýbökuð móðir segist upplifa lífið eins og stofufangelsi þar sem hún fær ekki þá þjónustu sem hún á lögbundinn rétt á. Henni sé nóg boðið eftir tveggja ára bið og krefst þess að Reykjavíkurborg aðhafist eitthvað í málinu. 7. mars 2025 19:38 Biðin óásættanleg og vill skýr svör frá ríkinu Allt of margir bíða eftir lögbundinni NPA þjónustu frá sveitarfélögunum og er staðan algjörlega óásættanleg. Þetta segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin fari fram á skýr svör frá ríkinu um hvort fjármagna eigi málaflokkinn eða ekki. 20. september 2024 12:03 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
NPA miðstöðin 15 ára Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er þjónusta sem gerir okkur, sem erum fötluð, kleift að taka stjórn á eigin lífi og aðstoð. NPA byggist á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og tryggir að við ráðum því hvar og hvernig við búum, og hver veitir okkur aðstoð. 16. júní 2025 10:48
Upplifir lífið eins og stofufangelsi Nýbökuð móðir segist upplifa lífið eins og stofufangelsi þar sem hún fær ekki þá þjónustu sem hún á lögbundinn rétt á. Henni sé nóg boðið eftir tveggja ára bið og krefst þess að Reykjavíkurborg aðhafist eitthvað í málinu. 7. mars 2025 19:38
Biðin óásættanleg og vill skýr svör frá ríkinu Allt of margir bíða eftir lögbundinni NPA þjónustu frá sveitarfélögunum og er staðan algjörlega óásættanleg. Þetta segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin fari fram á skýr svör frá ríkinu um hvort fjármagna eigi málaflokkinn eða ekki. 20. september 2024 12:03
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?