Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. september 2025 08:27 Talsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa giskað á að myndatökumaður sem fylgdi Trump og gekk afturábak upp rúllustigann á undan forsetahjónunum, hafi virkjað neyðarstopp. Getty/Alexi J. Rosenfeld Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur farið fram á rannsókn á „þríþættu skemmdarverki“ sem hann segist hafa orðið fyrir í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í gær. Forsetinn fjallar um málið á samfélagsmiðli sínum Truth Social og vísar þar til þess þegar rúllustigi hætti að virka þegar hann og eigikona hans Melania stigu á hann, að textaskjárinn hans bilaði þegar hann hélt ræðu sína á þinginu og að hljóð hafi ekki heyrst almennilega í salnum. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa giskað á að myndatökumaður sem fylgdi forsetahjónunum hafi óvart virkjað neyðarstopp þegar hann fór afturábak upp rúllustigann og bent á að textaskjárinn hafi tilheyrt bandarísku sendinefndinni og verið stjórnað af starfsmönnum Hvíta hússins. Trump sagðist hins vegar hyggjast senda erindi á António Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og krefjast rannsóknar. „Þetta var ekki tilviljun, þetta var þríþætt skemmdarverk hjá Sameinuðu þjóðunum. Þeir ættu að skammast sín,“ sagði hann í færslu sinni á Truth Social. Þá kallar hann eftir handtöku þeirra sem áttu við rúllustigann og vísar til umfjöllunar Times, sem sagði starfsmenn SÞ hafa gantast með það að slökkva á rúllustigunum. Mike Waltz, sendifulltrúi Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, hefur tekið undir kröfu forstans og segir uppákomurnar algjörlega óásættanlegar. Bandaríkin muni ekki líða að grafið sé undan öryggi eða virðingu þeirra á alþjóðlegum vettvangi. Varðandi kvartanir Bandaríkjamanna um hljóðið í salnum, hafa talsmenn Sameinuðu þjóðanna bent á að kerfið sé hannað með það í huga að fulltrúar geti hlýtt á ræður og þýðingar í heyrnatólum. Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Donald Trump Tengdar fréttir Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Í ræðu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær, kvartaði hann bæði yfir bilaðri textavél í salnum og yfir því að rúllustigi í byggingunni hefði bilað. Sagði hann mikla mildi að hann og Melanía eiginkona hans hefðu ekki slasað sig þegar stigin stöðvaðist skyndilega er þau stigu á hann. 24. september 2025 11:31 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Forsetinn fjallar um málið á samfélagsmiðli sínum Truth Social og vísar þar til þess þegar rúllustigi hætti að virka þegar hann og eigikona hans Melania stigu á hann, að textaskjárinn hans bilaði þegar hann hélt ræðu sína á þinginu og að hljóð hafi ekki heyrst almennilega í salnum. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa giskað á að myndatökumaður sem fylgdi forsetahjónunum hafi óvart virkjað neyðarstopp þegar hann fór afturábak upp rúllustigann og bent á að textaskjárinn hafi tilheyrt bandarísku sendinefndinni og verið stjórnað af starfsmönnum Hvíta hússins. Trump sagðist hins vegar hyggjast senda erindi á António Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og krefjast rannsóknar. „Þetta var ekki tilviljun, þetta var þríþætt skemmdarverk hjá Sameinuðu þjóðunum. Þeir ættu að skammast sín,“ sagði hann í færslu sinni á Truth Social. Þá kallar hann eftir handtöku þeirra sem áttu við rúllustigann og vísar til umfjöllunar Times, sem sagði starfsmenn SÞ hafa gantast með það að slökkva á rúllustigunum. Mike Waltz, sendifulltrúi Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, hefur tekið undir kröfu forstans og segir uppákomurnar algjörlega óásættanlegar. Bandaríkin muni ekki líða að grafið sé undan öryggi eða virðingu þeirra á alþjóðlegum vettvangi. Varðandi kvartanir Bandaríkjamanna um hljóðið í salnum, hafa talsmenn Sameinuðu þjóðanna bent á að kerfið sé hannað með það í huga að fulltrúar geti hlýtt á ræður og þýðingar í heyrnatólum.
Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Donald Trump Tengdar fréttir Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Í ræðu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær, kvartaði hann bæði yfir bilaðri textavél í salnum og yfir því að rúllustigi í byggingunni hefði bilað. Sagði hann mikla mildi að hann og Melanía eiginkona hans hefðu ekki slasað sig þegar stigin stöðvaðist skyndilega er þau stigu á hann. 24. september 2025 11:31 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Í ræðu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær, kvartaði hann bæði yfir bilaðri textavél í salnum og yfir því að rúllustigi í byggingunni hefði bilað. Sagði hann mikla mildi að hann og Melanía eiginkona hans hefðu ekki slasað sig þegar stigin stöðvaðist skyndilega er þau stigu á hann. 24. september 2025 11:31