Ástfangin á ný Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. september 2025 10:40 Sigga Ey og Steini eru ástfangin á ný og byrjuð aftur saman. Þorsteinn Einarsson, söngvari og gítarleikari í Hjálmum, og tónlistarkonan Sigríður Eyþórsdóttir eru byrjuð aftur saman. Þau kynntust fyrst árið 2004, eignuðust tvö börn saman og giftu sig en leiðir skildu fyrir mörgum árum síðan. Parið tilkynnti um nýtt samband sitt á Facebook í gær og hefur hamingjuóskunum rignt inn til þeirra Sigríður Eyþórsdóttir, betur þekkt sem Sigga Ey, er úr mikilli tónlistarfjölskyldu, dóttir Ellenar Kristjánsdóttur og Eyþórs Gunnarsssonar og svo er KK móðurbróðir hennar. Sigríður stofnaði hljómsveitina Sísí Ey með systrum sínum, Elísabetu og Elínu, árið 2011 og þær kepptu síðan í Eurovision undir nafninu Systur með laginu „Með hækkandi sól“. Þorsteinn Einarsson, betur þekktur sem Steini í Hjálmum, er alinn upp á Hallormsstað en stofnaði reggísveitina Hjálma með nokkrum félögum í Keflavík árið 2004. Þeir hættu tímabundið árið 2006 en hafa spilað á fullu síðan. Hann stofnaði tónlistarsjálfið Medda Sinn í fyrra. Sigríður og Þorsteinn byrjuðu fyrst saman fyrir rúmum tuttugu árum, hann 27 ára og hún 24 ára, en Sigríður átti fyrir eitt barn úr fyrra sambandi. „Ég kynntist Sigríði í árslok 2004 og við fórum að vera saman í upphafi næsta árs. Við eignuðumst tvö yndisleg börn og það var nóg að gera í tónlistinni og lífið bara ljómandi gott,“ sagði Þorsteinn um samband þeirra í viðtali við Mannlíf árið 2019. Síðan skildu leiðir. „Við eigum tvö yndisleg börn saman. Þegar leiðir okkar skildu eftir langt samband var ég einstæð um tíma, þangað til ég kynntist yndislegum manni árið 2017,“ sagði Sigríður í viðtali við Mannlíf árið 2019. Sigríður eignaðist dóttur með þeim manni en síðan slitnaði upp úr sambandinu fyrir nokkrum árum síðan. Sigríður og Þorsteinn hafa alltaf haldið góðu vinasambandi og komið fram saman í gegnum árin, hann spilaði með Systrum í Fríkirkjunni á Iceland Airwaves 2023. Þá hafa þau sést reglulega saman í gegnum tíðina en nú er ljóst að vinskapurinn hefur blómstrað í fallegt ástarsamband. Ástin og lífið Tímamót Tengdar fréttir Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Hljómsveitin Hjálmar hefur verið ein ástsælasta hljómsveit landsmanna í áratugi og komið víða fram. Þeir voru í dag að senda frá sér brakandi ferskt lag sem er sannkallaður morgunsmellur. 23. maí 2025 09:02 Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Parið tilkynnti um nýtt samband sitt á Facebook í gær og hefur hamingjuóskunum rignt inn til þeirra Sigríður Eyþórsdóttir, betur þekkt sem Sigga Ey, er úr mikilli tónlistarfjölskyldu, dóttir Ellenar Kristjánsdóttur og Eyþórs Gunnarsssonar og svo er KK móðurbróðir hennar. Sigríður stofnaði hljómsveitina Sísí Ey með systrum sínum, Elísabetu og Elínu, árið 2011 og þær kepptu síðan í Eurovision undir nafninu Systur með laginu „Með hækkandi sól“. Þorsteinn Einarsson, betur þekktur sem Steini í Hjálmum, er alinn upp á Hallormsstað en stofnaði reggísveitina Hjálma með nokkrum félögum í Keflavík árið 2004. Þeir hættu tímabundið árið 2006 en hafa spilað á fullu síðan. Hann stofnaði tónlistarsjálfið Medda Sinn í fyrra. Sigríður og Þorsteinn byrjuðu fyrst saman fyrir rúmum tuttugu árum, hann 27 ára og hún 24 ára, en Sigríður átti fyrir eitt barn úr fyrra sambandi. „Ég kynntist Sigríði í árslok 2004 og við fórum að vera saman í upphafi næsta árs. Við eignuðumst tvö yndisleg börn og það var nóg að gera í tónlistinni og lífið bara ljómandi gott,“ sagði Þorsteinn um samband þeirra í viðtali við Mannlíf árið 2019. Síðan skildu leiðir. „Við eigum tvö yndisleg börn saman. Þegar leiðir okkar skildu eftir langt samband var ég einstæð um tíma, þangað til ég kynntist yndislegum manni árið 2017,“ sagði Sigríður í viðtali við Mannlíf árið 2019. Sigríður eignaðist dóttur með þeim manni en síðan slitnaði upp úr sambandinu fyrir nokkrum árum síðan. Sigríður og Þorsteinn hafa alltaf haldið góðu vinasambandi og komið fram saman í gegnum árin, hann spilaði með Systrum í Fríkirkjunni á Iceland Airwaves 2023. Þá hafa þau sést reglulega saman í gegnum tíðina en nú er ljóst að vinskapurinn hefur blómstrað í fallegt ástarsamband.
Ástin og lífið Tímamót Tengdar fréttir Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Hljómsveitin Hjálmar hefur verið ein ástsælasta hljómsveit landsmanna í áratugi og komið víða fram. Þeir voru í dag að senda frá sér brakandi ferskt lag sem er sannkallaður morgunsmellur. 23. maí 2025 09:02 Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Hljómsveitin Hjálmar hefur verið ein ástsælasta hljómsveit landsmanna í áratugi og komið víða fram. Þeir voru í dag að senda frá sér brakandi ferskt lag sem er sannkallaður morgunsmellur. 23. maí 2025 09:02