Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. september 2025 19:53 Íris Ósk segir börnin oft tala í marga daga um það ef þau fá að fara í afmæli heima hjá einhverjum, þar sem farið er í klassíska afmælisleiki. Vísir/Ívar Fannar Barnaafmæli gætu kostað mörg hundruð þúsund ef venjulegir foreldrar ætluðu að apa eftir áhrifavöldum. Tómstundafræðingur segir börnin ekki endilega vilja það sem foreldrum þyki flottast - eftirminnilegastar séu veislur með pakka- eða stórfiskaleik. Það vakti athygli í vikunni þegar áhrifavaldurinn Sólrún Díegó hélt afmæli fyrir tíu ára dóttur sína. Afmælið var haldið í leikjatækjasal í Smáralind og gestunum 26 boðið í bíó þar á eftir. Að afmælinu loknu var hver og ein stúlka leyst út með gjafapoka, sem í voru hárklemmur, teygjur, sokkar, sælgæti og skraut. Vilji venjulegir foreldrar apa þetta upp má gera ráð fyrir að afmæli sem þetta kosti nokkur hundruð þúsund. Afmæli í leikjasal kostar tæpar 4000 krónur fyrir hvert barn, sem gera hundrað þúsund krónur ef 25 manna bekk er boðið. Að bjóða öllum hópnum í bíó á eftir myndi kosta 60 þúsund og gera má ráð fyrir að gjafapokarnir kosti um 4000 krónur stykkið. Það gerir í heildina rúm þrjú hundruð þúsund. Tómstundafræðingur, sem vinnur í einni stærstu frístundamiðstöð landsins, segir gjafapoka og stórbrotin afmæli ekki í stérstakri tísku núna. Oft vilji það vera að ef tískubylgjurnar kosti of mikið - bæði í peningum og tíma talið - deyi þær fljótt út. „Núna er að foreldrar eru mikið að hópa sig saman og halda eitt stórt afmæli fyrir öll börn sem eru fædd, til dæmis, í október og þá er meira verið að nýta aðstöðu hjá fyrirtækjum,“ segir Íris Ósk Ingadóttir tómstunda- og félagsmálafræðingur. Börnin, sérstaklega þau yngri, séu hrifnust af afmælum í heimahúsi. „Þegar þau fá bara að vera í leik þá er það svo eftirminnilegt. Þetta er svo nýtt í dag af því að þau eru orðin svo vön hinu. Afmæli, þar sem er hist og farið í pakkaleik og verið að veiða eitthvað á bak við teppi, einhverja pakka, það er algjör sleggja,“ segir Íris. „Mér finnst það svo skemmtilegt hvað þau draga okkur niður á jörðina og minna okkur á að einfalda er stundum bara best.“ Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Það vakti athygli í vikunni þegar áhrifavaldurinn Sólrún Díegó hélt afmæli fyrir tíu ára dóttur sína. Afmælið var haldið í leikjatækjasal í Smáralind og gestunum 26 boðið í bíó þar á eftir. Að afmælinu loknu var hver og ein stúlka leyst út með gjafapoka, sem í voru hárklemmur, teygjur, sokkar, sælgæti og skraut. Vilji venjulegir foreldrar apa þetta upp má gera ráð fyrir að afmæli sem þetta kosti nokkur hundruð þúsund. Afmæli í leikjasal kostar tæpar 4000 krónur fyrir hvert barn, sem gera hundrað þúsund krónur ef 25 manna bekk er boðið. Að bjóða öllum hópnum í bíó á eftir myndi kosta 60 þúsund og gera má ráð fyrir að gjafapokarnir kosti um 4000 krónur stykkið. Það gerir í heildina rúm þrjú hundruð þúsund. Tómstundafræðingur, sem vinnur í einni stærstu frístundamiðstöð landsins, segir gjafapoka og stórbrotin afmæli ekki í stérstakri tísku núna. Oft vilji það vera að ef tískubylgjurnar kosti of mikið - bæði í peningum og tíma talið - deyi þær fljótt út. „Núna er að foreldrar eru mikið að hópa sig saman og halda eitt stórt afmæli fyrir öll börn sem eru fædd, til dæmis, í október og þá er meira verið að nýta aðstöðu hjá fyrirtækjum,“ segir Íris Ósk Ingadóttir tómstunda- og félagsmálafræðingur. Börnin, sérstaklega þau yngri, séu hrifnust af afmælum í heimahúsi. „Þegar þau fá bara að vera í leik þá er það svo eftirminnilegt. Þetta er svo nýtt í dag af því að þau eru orðin svo vön hinu. Afmæli, þar sem er hist og farið í pakkaleik og verið að veiða eitthvað á bak við teppi, einhverja pakka, það er algjör sleggja,“ segir Íris. „Mér finnst það svo skemmtilegt hvað þau draga okkur niður á jörðina og minna okkur á að einfalda er stundum bara best.“
Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira