Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. september 2025 19:56 Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, sem hélt framsögu á opna fundinum á Selfossi í morgun. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um 24 þúsund manns eru nú á örorkubótum á Íslandi og þar af eru um 40% konur 60 ára og eldri. Nýtt örorku- og endurhæfingarlífeyriskerfi var til umræðu á fundi Samfylkingarinnar í dag og einnig fór fram flokksstjórnarfundur á Hellu. Verkalýðsmálaráð Samfylkingarinnar stóð fyrir málstofu á Selfossi í morgun með umhverfisráðherra, forseta ASÍ og framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins um nýtt örorku- og endurhæfingarlífeyriskerfi. Fundurinn var mjög vel sóttur og sköpuðust líflegar umræður. „Í dag eru um það bil 24 þúsund manns sem eru öryrkjar, og það eru um það bil 45% þeirra sem hafa áður verið á vinnumarkaði. Við sjáum að batahlutföll á Íslandi eru á bilinu þrjú til fimm prósent, sem er tvö- til þrefalt verra en í þeim löndum sem við berum okkur saman við,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. • Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sem hélt framsögu og svaraði fjölmörgum spurningum frá fundarmönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Forseti ASÍ fjallaði um lífeyrissjóðina og stöðu þeirra á fundinum. Fram kom í máli hans að allt að 15% munur væri á greiðslum lífeyrissjóða til félagsmanna sinna. „Örorkan er mjög þung í sumum lífeyrissjóðum og verkefnið fram undan er að jafna þennan mun,“ segir Finnbjörn Hermannsson. Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ.Magnús Hlynur Hreiðarsson Umhverfisráðherra segir ellilífeyrisþega almennt hafa það mun betra en öryrkja. „Það eru í raun ellilífeyrisþegar, sem að meðaltali eru sá hópur í samfélaginu sem hefur það einna best á meðan öryrkjar tilheyra lægsta tekjuhópi samfélagsins,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra á fundinum. Eftir hádegi fór flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fram á Hellu, þar sem kynntar voru áherslur fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og átak í efnahags- og húsnæðismálum. Fjölmargir gestir sóttu fundinn á Selfossi í morgun, sem stóð frá kl. 10:00 til 11:30.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Samfylkingin ASÍ Jóhann Páll Jóhannsson Eldri borgarar Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Verkalýðsmálaráð Samfylkingarinnar stóð fyrir málstofu á Selfossi í morgun með umhverfisráðherra, forseta ASÍ og framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins um nýtt örorku- og endurhæfingarlífeyriskerfi. Fundurinn var mjög vel sóttur og sköpuðust líflegar umræður. „Í dag eru um það bil 24 þúsund manns sem eru öryrkjar, og það eru um það bil 45% þeirra sem hafa áður verið á vinnumarkaði. Við sjáum að batahlutföll á Íslandi eru á bilinu þrjú til fimm prósent, sem er tvö- til þrefalt verra en í þeim löndum sem við berum okkur saman við,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. • Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sem hélt framsögu og svaraði fjölmörgum spurningum frá fundarmönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Forseti ASÍ fjallaði um lífeyrissjóðina og stöðu þeirra á fundinum. Fram kom í máli hans að allt að 15% munur væri á greiðslum lífeyrissjóða til félagsmanna sinna. „Örorkan er mjög þung í sumum lífeyrissjóðum og verkefnið fram undan er að jafna þennan mun,“ segir Finnbjörn Hermannsson. Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ.Magnús Hlynur Hreiðarsson Umhverfisráðherra segir ellilífeyrisþega almennt hafa það mun betra en öryrkja. „Það eru í raun ellilífeyrisþegar, sem að meðaltali eru sá hópur í samfélaginu sem hefur það einna best á meðan öryrkjar tilheyra lægsta tekjuhópi samfélagsins,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra á fundinum. Eftir hádegi fór flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fram á Hellu, þar sem kynntar voru áherslur fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og átak í efnahags- og húsnæðismálum. Fjölmargir gestir sóttu fundinn á Selfossi í morgun, sem stóð frá kl. 10:00 til 11:30.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Samfylkingin ASÍ Jóhann Páll Jóhannsson Eldri borgarar Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira