Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2025 08:00 Michael van Gerwen er einn fremsti pílukastari heims. Getty/Lewis Storey Einn fremsti pílukastari heims, þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen, stóð í slagsmálum á kebabstað um helgina. Myndband af áflogunum fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Van Gerwen var í fríi um helgina eftir að hafa dregið sig út úr Swiss Darts Trophy en þessi 36 ára Hollendingur kom sér engu að síður í fréttirnar, á röngum forsendum. Á myndbandinu sést Van Gerwen eiga í harkalegum orðaskiptum við annan mann áður en þeir ákveða að láta frekar hnefana tala. Menn í kringum þá, þar af tveir öryggisverðir að því er virðist, reyndu að stöðva þá og tókst það fljótt, áður en Van Gerwen var svo fylgt út af staðnum. Michael van Gerwen slaat 180 in de Donerzaak#vechtpartij #mightymike pic.twitter.com/AaYM45mLZg— Jef (@rallyjef3) September 28, 2025 Van Gerwen hefur nú tjáð sig um málið, við Darts News, og vildi sem minnst úr því gera: „Eftir ánægjulega kvöldstund vildum við grípa eitthvað til að borða og því miður endaði ég í aðstæðum sem maður vill frekar forðast. Maðurinn kom að mér úr eldhúsinu, það var ekki á hinn veginn, eftir að við höfðum skipst á orðum. Fólk hefur verið að láta þetta hljóma meira dramatískt en það var, sem er synd,“ sagði Hollendingurinn. „Eins og sjá má þá greip fólk þarna strax inn í og málið var leyst. Ég talaði meira að segja við frænda mannsins eftir á, og við hreinsuðum loftið áður en við fórum,“ bætti hann við. Daily Mail segir að málið komi upp á erfiðu ári fyrir Van Gerwen sem hafi skilið við eiginkonu sína Daphne í maí, eftir tíu ára samband. Þau eiga tvö börn saman. Van Gerwen hefur unnið til fjöld averðlauna á sínum ferli, meðal annars þrjá heimsmeistaratitla árin 2014, 2017 og 2019. Hann er sem stendur í 3. sæti heimslistans, á eftir Luke Littler og Luke Humphries. Pílukast Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira
Van Gerwen var í fríi um helgina eftir að hafa dregið sig út úr Swiss Darts Trophy en þessi 36 ára Hollendingur kom sér engu að síður í fréttirnar, á röngum forsendum. Á myndbandinu sést Van Gerwen eiga í harkalegum orðaskiptum við annan mann áður en þeir ákveða að láta frekar hnefana tala. Menn í kringum þá, þar af tveir öryggisverðir að því er virðist, reyndu að stöðva þá og tókst það fljótt, áður en Van Gerwen var svo fylgt út af staðnum. Michael van Gerwen slaat 180 in de Donerzaak#vechtpartij #mightymike pic.twitter.com/AaYM45mLZg— Jef (@rallyjef3) September 28, 2025 Van Gerwen hefur nú tjáð sig um málið, við Darts News, og vildi sem minnst úr því gera: „Eftir ánægjulega kvöldstund vildum við grípa eitthvað til að borða og því miður endaði ég í aðstæðum sem maður vill frekar forðast. Maðurinn kom að mér úr eldhúsinu, það var ekki á hinn veginn, eftir að við höfðum skipst á orðum. Fólk hefur verið að láta þetta hljóma meira dramatískt en það var, sem er synd,“ sagði Hollendingurinn. „Eins og sjá má þá greip fólk þarna strax inn í og málið var leyst. Ég talaði meira að segja við frænda mannsins eftir á, og við hreinsuðum loftið áður en við fórum,“ bætti hann við. Daily Mail segir að málið komi upp á erfiðu ári fyrir Van Gerwen sem hafi skilið við eiginkonu sína Daphne í maí, eftir tíu ára samband. Þau eiga tvö börn saman. Van Gerwen hefur unnið til fjöld averðlauna á sínum ferli, meðal annars þrjá heimsmeistaratitla árin 2014, 2017 og 2019. Hann er sem stendur í 3. sæti heimslistans, á eftir Luke Littler og Luke Humphries.
Pílukast Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira