Hefur enga trú lengur á Amorim Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2025 09:31 Það gengur hvorki né rekur hjá Ruben Amorim og kallað er eftir brottrekstri hans, innan við ári eftir að hann tók við Manchester United. Getty/Justin Setterfield Wayne Rooney talaði hreint út um það hvað honum þætti allt vera í miklum apaskít hjá Manchester United, eftir 3-1 tapið gegn Brentford á laugardag, og kvaðst vonast til þess að það hefði ekki áhrif á syni hans tvo sem eru í akademíu enska knattspyrnufélagsins. Rooney lét móðan mása um stöðuna hjá United í hlaðvarpsþætti sínum hjá BBC og sagði allt vera að molna niður hjá sínu gamla félagi. Hann væri nú farinn að búast við tapi þegar hann mætti á leiki. Hann sagði suma leikmenn liðsins ekki verðskulda að klæðast United-treyjunni og að liðið þyrfti nýja vél. „Ég sé ekki neitt sem gefur mér einhverja trú. Það þurfa að verða stórar breytingar að mínu mati,“ sagði Rooney sem varð fimm sinnum Englandsmeistari á 13 árum með United. „Stjórar, leikmenn, hvað sem er. Breytingar til þess að við fáum aftur Manchester United,“ sagði Rooney. United hefur aðeins fengið 34 stig úr 33 deildarleikjum undir stjórn Rúben Amorim og hann hefur aldrei náð tveimur sigurleikjum í röð. Liðið er nú í 14. sæti úrvalsdeildarinnar og því á sömu slóðum og á síðasta tímabili en samt virðast eigendurnir ekki ætla að skipta Portúgalanum út. Hann tók við liðinu í nóvember í fyrra. „Það þurfa að koma skýr skilaboð frá eigendunum. Hvort sem það er Glazer-fjölskyldan eða Sir Jim Ratcliffe, þá þarf skilaboð um hvert félagið stefnir. Núna sitjum við öll og bíðum bara eftir að allt hrynji. Kúltúrinn í félaginu er farinn. Ég sé það dags daglega. Ég sé starfsfólk missa vinnuna og fólk hætta í starfi. Ég er með tvo stráka í félaginu og ég vona að þetta hafi ekki áhrif á það sem þeir eru að gera. Það sem ég er að sjá hérna er ekki Manchester United,“ sagði Rooney. „Ég veit bara ekki hvað gengur á. Ég hef sjálfur reynt fyrir mér í þjálfun og það gekk ekkert of vel. Ég skil þetta. Ruben Amorim er á mínum aldri, hann er enn ungur stjóri og ég er viss um að hann á bjarta framtíð, en það sem er í gangi hjá Man Utd er ekki Man Utd. Ég vona auðvitað að hann geti snúið þessu við. En ef ég ætti að svara því hvort ég hafi trú á að honum takist það, eftir allt sem ég hef sé, þá hef ég ekki trú á því,“ sagði Rooney. Enski boltinn Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira
Rooney lét móðan mása um stöðuna hjá United í hlaðvarpsþætti sínum hjá BBC og sagði allt vera að molna niður hjá sínu gamla félagi. Hann væri nú farinn að búast við tapi þegar hann mætti á leiki. Hann sagði suma leikmenn liðsins ekki verðskulda að klæðast United-treyjunni og að liðið þyrfti nýja vél. „Ég sé ekki neitt sem gefur mér einhverja trú. Það þurfa að verða stórar breytingar að mínu mati,“ sagði Rooney sem varð fimm sinnum Englandsmeistari á 13 árum með United. „Stjórar, leikmenn, hvað sem er. Breytingar til þess að við fáum aftur Manchester United,“ sagði Rooney. United hefur aðeins fengið 34 stig úr 33 deildarleikjum undir stjórn Rúben Amorim og hann hefur aldrei náð tveimur sigurleikjum í röð. Liðið er nú í 14. sæti úrvalsdeildarinnar og því á sömu slóðum og á síðasta tímabili en samt virðast eigendurnir ekki ætla að skipta Portúgalanum út. Hann tók við liðinu í nóvember í fyrra. „Það þurfa að koma skýr skilaboð frá eigendunum. Hvort sem það er Glazer-fjölskyldan eða Sir Jim Ratcliffe, þá þarf skilaboð um hvert félagið stefnir. Núna sitjum við öll og bíðum bara eftir að allt hrynji. Kúltúrinn í félaginu er farinn. Ég sé það dags daglega. Ég sé starfsfólk missa vinnuna og fólk hætta í starfi. Ég er með tvo stráka í félaginu og ég vona að þetta hafi ekki áhrif á það sem þeir eru að gera. Það sem ég er að sjá hérna er ekki Manchester United,“ sagði Rooney. „Ég veit bara ekki hvað gengur á. Ég hef sjálfur reynt fyrir mér í þjálfun og það gekk ekkert of vel. Ég skil þetta. Ruben Amorim er á mínum aldri, hann er enn ungur stjóri og ég er viss um að hann á bjarta framtíð, en það sem er í gangi hjá Man Utd er ekki Man Utd. Ég vona auðvitað að hann geti snúið þessu við. En ef ég ætti að svara því hvort ég hafi trú á að honum takist það, eftir allt sem ég hef sé, þá hef ég ekki trú á því,“ sagði Rooney.
Enski boltinn Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira