Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. september 2025 07:00 Gengur ekkert upp. EPA/PETER POWELL Mark Ogden, blaðamaður ESPN, segir Ruben Amorim vera orðinn uppiskroppa með afsakanir fyrir slöku gengi Manchester United. Það hefur heldur betur gengið illa hjá Man United síðan Amorim tók við í nóvember á síðasta ári. Raunar má segja að það hafi gengið skelfilega enda var liðið nær því að falla á síðustu leiktíð en að blanda sér í toppbaráttuna. Sömu sögu er að segja af núverandi tímabili. Ogden ritar langa pistil á vef ESPN þar sem hann ræðir hið eilífa þrætuepli sem 3-4-2-1 leikkerfi Amorim er. Eins ótrúlegt og það hljómar virðist sem stjórn Rauðu djöflanna standi enn við Amorim en eins og Ogden bendir á eru þjálfarar dæmdir af úrslitum. Tapið gegn Brentford um liðna helgi var 17 tap Man Utd í 33 leikjum undir stjórn Amorim. Í þessum 33 leikjum hefur liðið aðeins fengið 34 stig. Portúgalinn hefur aðeins unnið 27,3 prósent leikja sinna í ensku úrvalsdeildinni til þessa sem gerir hann að slakasta þjálfara liðsins í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, ef eingöngu er horft í úrslit leikja. David Moyes var á sínum tíma rekinn eftir tíu mánuði í starfi með 50 prósent sigurhlutfall. Ralf Rangnick, sem átti ekki sjö dagana sæla á Old Trafford, var með 41,6 prósent sigurhlutfall. Þegar gengi Man United undir stjórn Amorim í öllum keppnum er sagan enn sú sama. Liðið hefur tapað (21) fleiri leikjum en það hefur unnið (19) og þá hefur liðið skorað jafn mörg og það hefur fengið á sig (95). Í úrvalsdeildinni hefur liðið hins vegar aðeins skorað 39 í 33 leikjum en fengið 53 á sig. Þá hefur liðið aldrei unnið tvo leiki í röð og jafnframt ekki unnið útileik síðan það vann Leicester City, sem féll, 3-0 í mars síðastliðnum. Svo má ekki gleyma að Grimsbo Town sló Man Utd út úr deildarbikarnum fyrr á þessari leiktíð. Ogden endar grein sína á að nefna fjölda mögulegra eftirmanna. Ásamt Xavi, fyrrverandi þjálfara Barcelona eru Gareth Southgate, Oliver Glasner (Crystal Palace), Fabian Hürzeler (Brighton & Hove Albion) og Andoni Iraola (Bournemouth) allir á lista. Næsti leikur Man United verður sá 50. með Amorim við stjórnvölinn. Mögulega verður það einnig sá síðasta. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira
Það hefur heldur betur gengið illa hjá Man United síðan Amorim tók við í nóvember á síðasta ári. Raunar má segja að það hafi gengið skelfilega enda var liðið nær því að falla á síðustu leiktíð en að blanda sér í toppbaráttuna. Sömu sögu er að segja af núverandi tímabili. Ogden ritar langa pistil á vef ESPN þar sem hann ræðir hið eilífa þrætuepli sem 3-4-2-1 leikkerfi Amorim er. Eins ótrúlegt og það hljómar virðist sem stjórn Rauðu djöflanna standi enn við Amorim en eins og Ogden bendir á eru þjálfarar dæmdir af úrslitum. Tapið gegn Brentford um liðna helgi var 17 tap Man Utd í 33 leikjum undir stjórn Amorim. Í þessum 33 leikjum hefur liðið aðeins fengið 34 stig. Portúgalinn hefur aðeins unnið 27,3 prósent leikja sinna í ensku úrvalsdeildinni til þessa sem gerir hann að slakasta þjálfara liðsins í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, ef eingöngu er horft í úrslit leikja. David Moyes var á sínum tíma rekinn eftir tíu mánuði í starfi með 50 prósent sigurhlutfall. Ralf Rangnick, sem átti ekki sjö dagana sæla á Old Trafford, var með 41,6 prósent sigurhlutfall. Þegar gengi Man United undir stjórn Amorim í öllum keppnum er sagan enn sú sama. Liðið hefur tapað (21) fleiri leikjum en það hefur unnið (19) og þá hefur liðið skorað jafn mörg og það hefur fengið á sig (95). Í úrvalsdeildinni hefur liðið hins vegar aðeins skorað 39 í 33 leikjum en fengið 53 á sig. Þá hefur liðið aldrei unnið tvo leiki í röð og jafnframt ekki unnið útileik síðan það vann Leicester City, sem féll, 3-0 í mars síðastliðnum. Svo má ekki gleyma að Grimsbo Town sló Man Utd út úr deildarbikarnum fyrr á þessari leiktíð. Ogden endar grein sína á að nefna fjölda mögulegra eftirmanna. Ásamt Xavi, fyrrverandi þjálfara Barcelona eru Gareth Southgate, Oliver Glasner (Crystal Palace), Fabian Hürzeler (Brighton & Hove Albion) og Andoni Iraola (Bournemouth) allir á lista. Næsti leikur Man United verður sá 50. með Amorim við stjórnvölinn. Mögulega verður það einnig sá síðasta.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira