Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. október 2025 14:33 Ólafur Kristjánsson er einn reyndasti þjálfari landsins. vísir/sigurjón Fótboltaþjálfarinn Ólafur Kristjánsson færir sig um set í Laugardalnum eftir tímabilið. Hann hættir sem þjálfari kvennaliðs Þróttar og tekur við starfi aðstoðarþjálfara kvennalandsliðsins. Ólafur segir að það hafi verið erfitt að ákveða að hætta hjá Þrótti en starfið hjá KSÍ hafi verið of heillandi til að hafna því. „Þetta er spennandi. Ég er núna búinn að vera með Þróttaraliðið í tvö ár, skemmtilegur tími en alls ekkert auðvelt að taka þessa ákvörðun og kveðja Þrótt og stelpurnar. En fyrir mig persónulega og verkefnið sem er framundan er þetta áskorun sem mér fannst ég ekki geta sagt nei við á þessum tíma,“ sagði Ólafur. Auk þess að aðstoða Þorstein Halldórsson með kvennalandsliðið mun Ólafur leiða þróun og stefnumótun yngri landsliða kvenna auk þess að sinna verkefnum tengdum fræðslumálum hjá KSÍ. „Sá hluti kveikti ekkert síður í mér, að koma inn og leiða eða vera með að setja meiri strúktúr í yngri landslið kvenna,“ sagði Ólafur. Dýpkað þekkinguna Hann hafði aldrei þjálfað í kvennaboltanum áður en hann tók starfið hjá Þrótti að sér fyrir tveimur árum. Hann segist ekki séð þessar vendingar á þjálfaraferlinum fyrir sér. „Nei, ég hefði ekkert hugsað það. Enginn veit sína ævina og allt það. Þetta er bara forvitni í mér. Eins og ég sagði á sínum tíma þegar ég tók við Þróttaraliðinu hef ég haft skoðun á fótbolta hjá stelpum, þjálfuninni, umgjörðinni og hvernig við nálgumst það,“ sagði Ólafur. „Það er mjög auðvelt að hafa skoðun en til að skoðun sé byggð á einhverju meira en því sem ég sé utan frá fannst mér alveg spennandi að henda mér út í það verkefni að þjálfa stelpur. Fyrir mig hefur þetta dýpkað mig og mína þekkingu á leiknum. Það eru örugglega einhverjir hlutir sem ég hafði byggt á einhverju sem ég sá utan frá en hef fengið betri og skarpari mynd af.“ Þróttararnir hans Ólafs unnu 3-2 sigur á Blikum í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar kvenna í gær. Þróttur hefur unnð fjóra leiki í röð og er í 2. sæti deildarinnar með 42 stig eftir tuttugu leiki. Viðtalið við Ólaf má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir „Það er allt mögulegt“ Þróttur kom í veg fyrir að Breiðablik myndi tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld á AVIS-vellinum. Leiknum lauk með 3-2 sigri Þróttar sem styrkir stöðu sína í baráttunni um Evrópusæti. 30. september 2025 20:49 Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Eftir tímabilið hættir Ólafur Kristjánsson sem þjálfari kvennaliðs Þróttar í fótbolta og verður aðstoðarmaður Þorsteins Halldórssonar með kvennalandsliðið. 28. september 2025 12:29 Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
„Þetta er spennandi. Ég er núna búinn að vera með Þróttaraliðið í tvö ár, skemmtilegur tími en alls ekkert auðvelt að taka þessa ákvörðun og kveðja Þrótt og stelpurnar. En fyrir mig persónulega og verkefnið sem er framundan er þetta áskorun sem mér fannst ég ekki geta sagt nei við á þessum tíma,“ sagði Ólafur. Auk þess að aðstoða Þorstein Halldórsson með kvennalandsliðið mun Ólafur leiða þróun og stefnumótun yngri landsliða kvenna auk þess að sinna verkefnum tengdum fræðslumálum hjá KSÍ. „Sá hluti kveikti ekkert síður í mér, að koma inn og leiða eða vera með að setja meiri strúktúr í yngri landslið kvenna,“ sagði Ólafur. Dýpkað þekkinguna Hann hafði aldrei þjálfað í kvennaboltanum áður en hann tók starfið hjá Þrótti að sér fyrir tveimur árum. Hann segist ekki séð þessar vendingar á þjálfaraferlinum fyrir sér. „Nei, ég hefði ekkert hugsað það. Enginn veit sína ævina og allt það. Þetta er bara forvitni í mér. Eins og ég sagði á sínum tíma þegar ég tók við Þróttaraliðinu hef ég haft skoðun á fótbolta hjá stelpum, þjálfuninni, umgjörðinni og hvernig við nálgumst það,“ sagði Ólafur. „Það er mjög auðvelt að hafa skoðun en til að skoðun sé byggð á einhverju meira en því sem ég sé utan frá fannst mér alveg spennandi að henda mér út í það verkefni að þjálfa stelpur. Fyrir mig hefur þetta dýpkað mig og mína þekkingu á leiknum. Það eru örugglega einhverjir hlutir sem ég hafði byggt á einhverju sem ég sá utan frá en hef fengið betri og skarpari mynd af.“ Þróttararnir hans Ólafs unnu 3-2 sigur á Blikum í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar kvenna í gær. Þróttur hefur unnð fjóra leiki í röð og er í 2. sæti deildarinnar með 42 stig eftir tuttugu leiki. Viðtalið við Ólaf má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir „Það er allt mögulegt“ Þróttur kom í veg fyrir að Breiðablik myndi tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld á AVIS-vellinum. Leiknum lauk með 3-2 sigri Þróttar sem styrkir stöðu sína í baráttunni um Evrópusæti. 30. september 2025 20:49 Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Eftir tímabilið hættir Ólafur Kristjánsson sem þjálfari kvennaliðs Þróttar í fótbolta og verður aðstoðarmaður Þorsteins Halldórssonar með kvennalandsliðið. 28. september 2025 12:29 Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
„Það er allt mögulegt“ Þróttur kom í veg fyrir að Breiðablik myndi tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld á AVIS-vellinum. Leiknum lauk með 3-2 sigri Þróttar sem styrkir stöðu sína í baráttunni um Evrópusæti. 30. september 2025 20:49
Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Eftir tímabilið hættir Ólafur Kristjánsson sem þjálfari kvennaliðs Þróttar í fótbolta og verður aðstoðarmaður Þorsteins Halldórssonar með kvennalandsliðið. 28. september 2025 12:29