Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. október 2025 07:02 Qarabag er með fullt hús stiga í Meistaradeildinni. Aziz Karimov/Getty Images Eftir tvær umferðir í Meistaradeildinni er Qarabag eitt af sex liðum með fullt hús stiga. Margir leikmenn liðsins eru einnig landsliðsmenn Aserbaísjan, sem steinlá á dögunum fyrir Íslandi í 5-0 sigri strákanna okkar á Laugardalsvelli. Qarabag hefur fagnað frábæru gengi í fyrstu tveimur umferðunum og er með fullt hús stiga, líkt og Bayern Munchen, Real Madrid, PSG, Inter og Arsenal. Qarabag vann FC Kaupmannahöfn 2-0 á heimavelli í gær eftir að hafa sótt 2-3 endurkomusigur gegn Benfica í Portúgal í fyrstu umferðinni. 🇦🇿 Before this season, a club from Azerbaijan had NEVER won a game in the Champions League Group/League Phase!Qarabağ have just won BACK TO BACK Champions League games as they beat FC Copenhagen 2-0 having beaten Benfica the previous Matchday! pic.twitter.com/pObWLAMtr9— The European Football Express (@TheEuroFE) October 1, 2025 Vinstri bakvörðurinn Elvin Jafarquliyev hefur staðið sig með prýði í þeim leikjum en hann átti í miklum vandræðum með Jón Dag Þorsteinsson, sem lagði tvö mörk upp gegn Aserbaísjan á Laugardalsvelli. Sömu sögu má segja af miðverðinum Bahlul Mustafazade, sem tókst að halda marki Qarabag í hreinu í gær, en stóð sig ekki jafn vel þegar hann dekkaði Guðlaug Victor Pálsson í fyrsta marki Íslands. Framherjinn Narim Akhundzade átti öfluga innkomu í gær og lagði annað mark Qarabag upp, en komst lítið á boltann í leiknum gegn Íslandi. Fyrir stuðningsmenn Íslands, sem sáu leikinn gegn Aserbaísjan er ansi magnað að fylgjast með góðu gengi Qarabag í Meistaradeildinni. Alls eru sjö leikmenn Qarabag landsliðsmenn Aserbaísjan. Þeir þrír sem taldir eru upp hér fyrir ofan en einnig Abbas Husyenov, Tural Bayramov og Musa Qurbanli, hægri bakvörður, miðjumaður og framherji landsliðsins. Þeir hafa allir komið inn af varamannabekknum fyrir Qarabag í fyrstu tveimur umferðunum í Meistaradeildinni en hinir þrír hafa verið byrjunarliðsmenn. Markvörður landsliðsins, Shakhruddin Magomedaliyev, er svo varamarkmaður Qarabag og spilar lítið. 🇦🇿😳 Gurban Gurbanov has been the manager of Qarabag since 2008! In 2017, Gurbanov guided Qarabag to the group stages of the UEFA Champions League, which made them the first ever Azerbaijani team to do so. Now, his Qarabag team have won 2/2 games in the league phase. 👏 pic.twitter.com/krgBn7Vpi4— EuroFoot (@eurofootcom) October 1, 2025 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti Fleiri fréttir Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Sjá meira
Qarabag hefur fagnað frábæru gengi í fyrstu tveimur umferðunum og er með fullt hús stiga, líkt og Bayern Munchen, Real Madrid, PSG, Inter og Arsenal. Qarabag vann FC Kaupmannahöfn 2-0 á heimavelli í gær eftir að hafa sótt 2-3 endurkomusigur gegn Benfica í Portúgal í fyrstu umferðinni. 🇦🇿 Before this season, a club from Azerbaijan had NEVER won a game in the Champions League Group/League Phase!Qarabağ have just won BACK TO BACK Champions League games as they beat FC Copenhagen 2-0 having beaten Benfica the previous Matchday! pic.twitter.com/pObWLAMtr9— The European Football Express (@TheEuroFE) October 1, 2025 Vinstri bakvörðurinn Elvin Jafarquliyev hefur staðið sig með prýði í þeim leikjum en hann átti í miklum vandræðum með Jón Dag Þorsteinsson, sem lagði tvö mörk upp gegn Aserbaísjan á Laugardalsvelli. Sömu sögu má segja af miðverðinum Bahlul Mustafazade, sem tókst að halda marki Qarabag í hreinu í gær, en stóð sig ekki jafn vel þegar hann dekkaði Guðlaug Victor Pálsson í fyrsta marki Íslands. Framherjinn Narim Akhundzade átti öfluga innkomu í gær og lagði annað mark Qarabag upp, en komst lítið á boltann í leiknum gegn Íslandi. Fyrir stuðningsmenn Íslands, sem sáu leikinn gegn Aserbaísjan er ansi magnað að fylgjast með góðu gengi Qarabag í Meistaradeildinni. Alls eru sjö leikmenn Qarabag landsliðsmenn Aserbaísjan. Þeir þrír sem taldir eru upp hér fyrir ofan en einnig Abbas Husyenov, Tural Bayramov og Musa Qurbanli, hægri bakvörður, miðjumaður og framherji landsliðsins. Þeir hafa allir komið inn af varamannabekknum fyrir Qarabag í fyrstu tveimur umferðunum í Meistaradeildinni en hinir þrír hafa verið byrjunarliðsmenn. Markvörður landsliðsins, Shakhruddin Magomedaliyev, er svo varamarkmaður Qarabag og spilar lítið. 🇦🇿😳 Gurban Gurbanov has been the manager of Qarabag since 2008! In 2017, Gurbanov guided Qarabag to the group stages of the UEFA Champions League, which made them the first ever Azerbaijani team to do so. Now, his Qarabag team have won 2/2 games in the league phase. 👏 pic.twitter.com/krgBn7Vpi4— EuroFoot (@eurofootcom) October 1, 2025
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti Fleiri fréttir Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Sjá meira