„Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. október 2025 21:54 Sigurlaug Bragadóttir er 27 ára nemi sem þjáist af POTS heilkenni. vísir/Lýður Valberg Kona sem var rúmliggjandi í nokkurn tíma vegna baráttu sinnar við POTS-heilkennið neyddist til að leita á bráðamóttökuna eftir að heilsugæsla hennar hætti að veita vökvagjöf. Hún óttast að enda aftur á sama stað nú þegar búið er að stöðva niðurgreiðslu úrræðisins Sjúkratryggingar Íslands stöðvuðu niðurgreiðslu á vökvagjöf í æð fyrir fólk með POTS-heilkennið í gær. Samtök um POTS á Íslandi hafa mótmælt því og nú fengið lögfræðing með sér í lið. Heilbrigðisráðherra hefur áður sagt engar forsendur til að efst um ákvörðunina en Heilkennið er algengast meðal kvenna á frjósemisaldri og veldur truflun á sjálfvirka taugakerfinu. Talið er að 700 til 800 manns á Íslandi þjáist af heilkenninu. Heilkennið veldur því að hjartsláttartíðni eykst við það að setjast eða standa upp. Algeng einkenni eru svimi, þreyta og orkuleysi, heilaþoka og ógleði eða meltingaróþægindi. Sigurlaug Bragadóttir greindist með POTS fyrir fjórum árum eða tveimur mánuðum eftir að hún lenti í alvarlegu rútuslysi. Hún hefur verið óvinnufær síðan í desember og segir sjúkdóminn hafa margvísleg áhrif á daglegt líf. „Eins og staðan er núna þá er þetta rosa erfitt. Þetta eru bara kvalir og pína. Ég fæ mikinn svima, yfirliðstilfinningu, máttleysi, mígreni og rosa þrýsting í augun og sjóntruflanir. Svo er skjálfti og hita- og kuldaköst. Ég get til dæmis ekki farið í sturtu án þess að vera sitjandi.“ Heilsugæsla hennar hætti að bjóða vökvagjöf í byrjun september. Sigurlaug segir þá illt hafa orðið verra og hún neyðst til að leita á bráðamóttökuna eftir nokkrar viku án vökva. „Ég var búin að missa máttinn í vinstri fæti. Var ekki búin að geta borðað í nokkra daga því að einkennin voru það mikil að ég kúgaðist bara í hvert skipti sem það kom matur nálægt mér og ég var ekki búin að ná að drekka neitt. Ég var bara rúmliggjandi og var bara með hækjur til að fara inn á klósett og svo bara aftur upp í rúm. Ég gat ekki meira.“ Ákvörðun Sjúkratrygginga byggist á því að ekki sé um gagnreynda meðferð að ræða, rannsóknir skorti og almennt engin réttlæting til staðar fyrir meðferðinni. „Ég er orðin glær oft þegar ég fer í vökvagjafir. Um leið og ég kem út er ég brosandi. Ég get farið í búðina og ég get farið í heimsóknir. Ég er rosa kvíðin og bara stressuð fyrir framhaldinu. Hvað mun gerast?“ Ekkert meðferðarúrræði hafi reynst jafn vel og vökvagjöfin. „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið. Maður er kannski rétt kominn á smá gott ról og þá er bara tekið allt af manni. Ég óttast mjög mikið að enda rúmliggjandi og geta ekki gert neitt.“ Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Tengdar fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Það var eins og að heyra að maður ætti aðeins tvo mánuði eftir ólifað að fá fréttir af því að til standi að hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar POTS- sjúklinga. Þetta segir kona sem glímir við heilkennið. Hún þakkar það vökvagjöfinni að hafa öðlast getu til daglegra athafna á borð við að geta þvegið sér sjálf um hárið og staðið upprétt, getu sem hún óttast nú að missa aftur. 10. ágúst 2025 19:46 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Sjúkratryggingar Íslands stöðvuðu niðurgreiðslu á vökvagjöf í æð fyrir fólk með POTS-heilkennið í gær. Samtök um POTS á Íslandi hafa mótmælt því og nú fengið lögfræðing með sér í lið. Heilbrigðisráðherra hefur áður sagt engar forsendur til að efst um ákvörðunina en Heilkennið er algengast meðal kvenna á frjósemisaldri og veldur truflun á sjálfvirka taugakerfinu. Talið er að 700 til 800 manns á Íslandi þjáist af heilkenninu. Heilkennið veldur því að hjartsláttartíðni eykst við það að setjast eða standa upp. Algeng einkenni eru svimi, þreyta og orkuleysi, heilaþoka og ógleði eða meltingaróþægindi. Sigurlaug Bragadóttir greindist með POTS fyrir fjórum árum eða tveimur mánuðum eftir að hún lenti í alvarlegu rútuslysi. Hún hefur verið óvinnufær síðan í desember og segir sjúkdóminn hafa margvísleg áhrif á daglegt líf. „Eins og staðan er núna þá er þetta rosa erfitt. Þetta eru bara kvalir og pína. Ég fæ mikinn svima, yfirliðstilfinningu, máttleysi, mígreni og rosa þrýsting í augun og sjóntruflanir. Svo er skjálfti og hita- og kuldaköst. Ég get til dæmis ekki farið í sturtu án þess að vera sitjandi.“ Heilsugæsla hennar hætti að bjóða vökvagjöf í byrjun september. Sigurlaug segir þá illt hafa orðið verra og hún neyðst til að leita á bráðamóttökuna eftir nokkrar viku án vökva. „Ég var búin að missa máttinn í vinstri fæti. Var ekki búin að geta borðað í nokkra daga því að einkennin voru það mikil að ég kúgaðist bara í hvert skipti sem það kom matur nálægt mér og ég var ekki búin að ná að drekka neitt. Ég var bara rúmliggjandi og var bara með hækjur til að fara inn á klósett og svo bara aftur upp í rúm. Ég gat ekki meira.“ Ákvörðun Sjúkratrygginga byggist á því að ekki sé um gagnreynda meðferð að ræða, rannsóknir skorti og almennt engin réttlæting til staðar fyrir meðferðinni. „Ég er orðin glær oft þegar ég fer í vökvagjafir. Um leið og ég kem út er ég brosandi. Ég get farið í búðina og ég get farið í heimsóknir. Ég er rosa kvíðin og bara stressuð fyrir framhaldinu. Hvað mun gerast?“ Ekkert meðferðarúrræði hafi reynst jafn vel og vökvagjöfin. „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið. Maður er kannski rétt kominn á smá gott ról og þá er bara tekið allt af manni. Ég óttast mjög mikið að enda rúmliggjandi og geta ekki gert neitt.“
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Tengdar fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Það var eins og að heyra að maður ætti aðeins tvo mánuði eftir ólifað að fá fréttir af því að til standi að hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar POTS- sjúklinga. Þetta segir kona sem glímir við heilkennið. Hún þakkar það vökvagjöfinni að hafa öðlast getu til daglegra athafna á borð við að geta þvegið sér sjálf um hárið og staðið upprétt, getu sem hún óttast nú að missa aftur. 10. ágúst 2025 19:46 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
„Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Það var eins og að heyra að maður ætti aðeins tvo mánuði eftir ólifað að fá fréttir af því að til standi að hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar POTS- sjúklinga. Þetta segir kona sem glímir við heilkennið. Hún þakkar það vökvagjöfinni að hafa öðlast getu til daglegra athafna á borð við að geta þvegið sér sjálf um hárið og staðið upprétt, getu sem hún óttast nú að missa aftur. 10. ágúst 2025 19:46