Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. október 2025 07:30 Sævar Atli Magnússon tryggði Brann Evrópusigur í gærkvöldi þegar hann skoraði sigurmarkið á móti hollenska liðinu Utrecht. EPA/Paul S. Amundsen Sævar Atli Magnússon tryggði Brann langþráðan og dýrmætan Evrópusigur í gærkvöldi þegar hann skoraði sigurmarkið á móti hollenska liðinu Utrecht. Brann vann þá Utrecht 1-0 í aðalkeppni Evrópudeildarinnar en sigurmark Sævars Atla kom á 41. mínútu leiksins. Þetta var fyrsti sigur Brann í aðalhluta Evrópukeppni í átján ár. Brann gerði vel í fyrsta leiknum á móti Lille (tapaðist 2-1) en nú tókst liðinu að landa frábærum sigri undir stjórn Freys Alexanderssonar. „Hann sendir alla Bergen upp í sjöunda himinn,“ sagði Kasper Wikestad í norskri sjónvarpslýsingu frá leiknum. „Þetta er svo mikilvægt mark. Þeir hafa átt í erfiðleikum með að skapa færi og svo skora þeir úr fyrsta færinu sínu. Hann sýndi þarna gæði en hafði einnig heppnina með sér og setti boltann niðri í bláhornið,“ sagði Nils Johan Semb, sérfræðingur Viaplay. Norska ríkisútvarpið fjallar um Íslendingana sem eru nú í aðalhlutverki hjá Brann og rifjaði líka upp gamlar íslenskar hetjur. Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson voru í aðalhlutverki þegar Brann varð norskur meistari 2007: „Nú er Brann komið með nýjar hetjur frá nágrönnum okkar á Íslandi,“ segir í fréttinni. Eggert Aron Guðmundsson spilar með Brann auk Sævars en Freyr Alexandersson hefur síðan gert frábæra hluti í Evrópu sem þjálfari liðsins. Sævar Atli hefur staðið sig frábærlega með norska félaginu síðan að hann kom þangað frá danska félaginu Lyngby um mitt sumar. Hann er nú kominn með níu mörk í fimmtán leikjum á leiktíðinni í öllum keppnum. Sævar hefur skorað í báðum leikjum Brann í aðalkeppni Evrópudeildarinnar. „Magnússon er nú kominn mjög ofarlega á listanum yfir bestu kaup Brann frá upphafi,“ sagði Jonas Grønner, knattspyrnusérfræðingur BA og fyrrum leikmaður Brann. Fréttin um Sævar Atla og Íslendingana í Brann sem birtist á vef NRK Sport.NRK Sport Norski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira
Brann vann þá Utrecht 1-0 í aðalkeppni Evrópudeildarinnar en sigurmark Sævars Atla kom á 41. mínútu leiksins. Þetta var fyrsti sigur Brann í aðalhluta Evrópukeppni í átján ár. Brann gerði vel í fyrsta leiknum á móti Lille (tapaðist 2-1) en nú tókst liðinu að landa frábærum sigri undir stjórn Freys Alexanderssonar. „Hann sendir alla Bergen upp í sjöunda himinn,“ sagði Kasper Wikestad í norskri sjónvarpslýsingu frá leiknum. „Þetta er svo mikilvægt mark. Þeir hafa átt í erfiðleikum með að skapa færi og svo skora þeir úr fyrsta færinu sínu. Hann sýndi þarna gæði en hafði einnig heppnina með sér og setti boltann niðri í bláhornið,“ sagði Nils Johan Semb, sérfræðingur Viaplay. Norska ríkisútvarpið fjallar um Íslendingana sem eru nú í aðalhlutverki hjá Brann og rifjaði líka upp gamlar íslenskar hetjur. Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson voru í aðalhlutverki þegar Brann varð norskur meistari 2007: „Nú er Brann komið með nýjar hetjur frá nágrönnum okkar á Íslandi,“ segir í fréttinni. Eggert Aron Guðmundsson spilar með Brann auk Sævars en Freyr Alexandersson hefur síðan gert frábæra hluti í Evrópu sem þjálfari liðsins. Sævar Atli hefur staðið sig frábærlega með norska félaginu síðan að hann kom þangað frá danska félaginu Lyngby um mitt sumar. Hann er nú kominn með níu mörk í fimmtán leikjum á leiktíðinni í öllum keppnum. Sævar hefur skorað í báðum leikjum Brann í aðalkeppni Evrópudeildarinnar. „Magnússon er nú kominn mjög ofarlega á listanum yfir bestu kaup Brann frá upphafi,“ sagði Jonas Grønner, knattspyrnusérfræðingur BA og fyrrum leikmaður Brann. Fréttin um Sævar Atla og Íslendingana í Brann sem birtist á vef NRK Sport.NRK Sport
Norski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira