Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. október 2025 15:39 Salka byrjaði að selja töskuna í byrjun júní. Aðsend Eiganda Valka design eyddi mörgum mánuðum í að hanna tösku og sá hana síðan nokkrum mánuðum síðar á vefsíðu fataverslunarinnar Weekday. Hún segir það leiðinlegt þegar stórfyrirtæki stela hönnun lítilla fyrirtækja og íhugar að leita réttar síns. Salka Þorra Svanhvítardóttir Holm stendur að baki Valka design sem byggir á hugmyndafræði um hæga tísku (slow fashion) þar sem til sölu eru töskur handunnar af Sölku sjálfri. Til sölu er meðal annars taskan Rökkur, svört taska með mél sem handfang. Salka birti fyrst auglýsingu fyrir töskuna þann 6. júní. Það var svo fyrir nokkrum dögum sem hún fékk senda mynd frá vinkonu sinni sem stödd var í Berlín af tösku í Weekday sem minnti ískyggilega mikið á hennar eigin hönnun. Salka fór beint á heimasíðu Weekday þar sem hún fann betri mynd af töskunni í dálki yfir nýkomnar vörur. Hún fór sjálf í rannsóknarvinnu og telur að taskan hafi verið sett á sölu í lok september. Taska til sölu á Weekday til vinstri og taska Valka design til hægri.Samsett „Það var sama lögun á töskunni, þetta er ekki bara það að þau noti mél sem handfang heldur líka lögunin og saumarnir á töskunni,“ segir Salka í samtali við fréttastofu. „Mér fannst þetta ótrúlega skrýtið, ég var ekki að meðtaka þetta fyrst. Svo fór ég í algjört uppnám, þetta var rosalegur rússíbani af tilfinningum.“ Íhugar að leita til lögfræðings Salka segir það sárt að sjá fyrirtæki af þessari stærðargráðu stela hönnun af litlum fyrirtækjum og fjöldaframleiða hana. Weekday er í eigu H&M Group sem á einnig meðal annars verslanir H&M, COS og & Other Stories. Ein Weekday-verslun er á Íslandi í Smáralind. „Þetta er hönnun sem ég er búin að vera að vinna að í marga mánuði, þetta var búið að vera lengi í bígerð,“ segir Salka. View this post on Instagram A post shared by Valka Design (@valkadesign_) Salka íhugar að leita réttar síns en hefur ekki tekið neina ákvörðun. Hún telur að tösku Weekday hafi verið breytt nægilega mikið til að ekki sé hægt að kæra þau. „Ég er búin að fá ábendingar og meðmæli frá lögfræðingum en ég er ekki alveg búin að ákveða hvað ég ætla að gera. Þetta er mestmegnis að svona fyrirtæki leyfi sér að gera þetta, gefa hönnuðum enga viðurkenningu á þeirra hönnun,“ segir Salka. „Að þau dirfist til þess að herma eftir og stela svona hönnun.“ Salka sækist eftir að gera hönnun að framtíðarstarfinu sínu og segir að jafnvel þótt það sé mjög leiðinlegt að lenda í slíku sé hún ekki búin að gefast upp. Tíska og hönnun Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Sjá meira
Salka Þorra Svanhvítardóttir Holm stendur að baki Valka design sem byggir á hugmyndafræði um hæga tísku (slow fashion) þar sem til sölu eru töskur handunnar af Sölku sjálfri. Til sölu er meðal annars taskan Rökkur, svört taska með mél sem handfang. Salka birti fyrst auglýsingu fyrir töskuna þann 6. júní. Það var svo fyrir nokkrum dögum sem hún fékk senda mynd frá vinkonu sinni sem stödd var í Berlín af tösku í Weekday sem minnti ískyggilega mikið á hennar eigin hönnun. Salka fór beint á heimasíðu Weekday þar sem hún fann betri mynd af töskunni í dálki yfir nýkomnar vörur. Hún fór sjálf í rannsóknarvinnu og telur að taskan hafi verið sett á sölu í lok september. Taska til sölu á Weekday til vinstri og taska Valka design til hægri.Samsett „Það var sama lögun á töskunni, þetta er ekki bara það að þau noti mél sem handfang heldur líka lögunin og saumarnir á töskunni,“ segir Salka í samtali við fréttastofu. „Mér fannst þetta ótrúlega skrýtið, ég var ekki að meðtaka þetta fyrst. Svo fór ég í algjört uppnám, þetta var rosalegur rússíbani af tilfinningum.“ Íhugar að leita til lögfræðings Salka segir það sárt að sjá fyrirtæki af þessari stærðargráðu stela hönnun af litlum fyrirtækjum og fjöldaframleiða hana. Weekday er í eigu H&M Group sem á einnig meðal annars verslanir H&M, COS og & Other Stories. Ein Weekday-verslun er á Íslandi í Smáralind. „Þetta er hönnun sem ég er búin að vera að vinna að í marga mánuði, þetta var búið að vera lengi í bígerð,“ segir Salka. View this post on Instagram A post shared by Valka Design (@valkadesign_) Salka íhugar að leita réttar síns en hefur ekki tekið neina ákvörðun. Hún telur að tösku Weekday hafi verið breytt nægilega mikið til að ekki sé hægt að kæra þau. „Ég er búin að fá ábendingar og meðmæli frá lögfræðingum en ég er ekki alveg búin að ákveða hvað ég ætla að gera. Þetta er mestmegnis að svona fyrirtæki leyfi sér að gera þetta, gefa hönnuðum enga viðurkenningu á þeirra hönnun,“ segir Salka. „Að þau dirfist til þess að herma eftir og stela svona hönnun.“ Salka sækist eftir að gera hönnun að framtíðarstarfinu sínu og segir að jafnvel þótt það sé mjög leiðinlegt að lenda í slíku sé hún ekki búin að gefast upp.
Tíska og hönnun Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Sjá meira