Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2025 14:30 Garðar B. Gunnlaugsson fagnar einu af mögum mörkum sínum í sigurgöngunni. Sýn Sport Skagamenn unnu um helgina sinn fimmta leik í röð í Bestu deild karla í fótbolta og það þarf að fara langt aftur til að finna aðra eins sigurgöngu hjá þeim gulu og núna glöðu. Skagaliðið vann síðast fimm deildarleiki í röð í efstu deild frá 23. júní til 24. júlí 2026 eða fyrir meira en níu árum síðan. Sú sigurganga kom upp úr mjög slöku gengi liðsins alveg eins og nú. Þegar sigurgangan hófst í júní 2016 þá sátu Skagamenn í fallsæti með aðeins fjögur stig og níu mörk í mínus í fyrstu sjö leikjum tímabilsins. Hlutirnir litu heldur ekkert alltof vel út í áttunda leiknum sem var á KR-vellinum. KR var 1-0 yfir þegar minna en tíu mínútur voru eftir af leiknum. Garðar B. Gunnlaugsson skoraði þá tvö mörk á lokamínútunum, fyrst úr víti og svo með mögnuðu skoti langt fyrir utan teig. Þessar lokamínútur kveiktu heldur betur í Garðari og Skagaliðinu. Næstu fjórir leikir unnust líka. Garðar skoraði alls átta mörk í þessari fimm leikja sigurgöngu eða 72 prósent marka liðsins. Garðar var með þrennu í 4-2 sigri á Stjörnunni, skoraði eina markið í 1-0 sigri á Breiðabliki, seinna markið í 2-1 sigri á Val og fyrra markið í 2-0 sigri á ÍBV. Eftir þessi fimmtán stig í fimm leikjum voru Skagamenn komnir upp í fimmta sæti deildarinnar og Garðar orðinn markahæstur í deildinni. Sigurgangan endaði með 3-1 tapi á móti verðandi Íslandsmeisturum FH en Skagamenn komust þó í 1-0 í leiknum með marki Þórðar Þ. Þórðarsonar. Skagamenn enduðu í áttunda sæti deildarinnar og Garðar varð markakóngur með fjórtán mörk. Þjálfari liðsins var Gunnlaugur Jónsson og Jón Þór Hauksson aðstoðaði hann. Steinar Þorsteinsson, núverandi leikmaður liðsins, spilaði líka með liðinu þetta sumar en hann var þá bara nítján ára. Núverandi atvinnumenn, Arnór Sigurðsson og Stefán Teitur Þórðarson, voru líka að stíga sín fyrstu spor í meistaraflokki og Tryggvi Hrafn Haraldsson, núverandi Valsmaður, var líka í stóru hlutverki eftir að hann fékk tækifæri skömmu áður en sigurgangan hófst. Markvörður liðsins var Árni Snær Ólafsson, núverandi markvörður Stjörnunnar. Besta deild karla ÍA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira
Skagaliðið vann síðast fimm deildarleiki í röð í efstu deild frá 23. júní til 24. júlí 2026 eða fyrir meira en níu árum síðan. Sú sigurganga kom upp úr mjög slöku gengi liðsins alveg eins og nú. Þegar sigurgangan hófst í júní 2016 þá sátu Skagamenn í fallsæti með aðeins fjögur stig og níu mörk í mínus í fyrstu sjö leikjum tímabilsins. Hlutirnir litu heldur ekkert alltof vel út í áttunda leiknum sem var á KR-vellinum. KR var 1-0 yfir þegar minna en tíu mínútur voru eftir af leiknum. Garðar B. Gunnlaugsson skoraði þá tvö mörk á lokamínútunum, fyrst úr víti og svo með mögnuðu skoti langt fyrir utan teig. Þessar lokamínútur kveiktu heldur betur í Garðari og Skagaliðinu. Næstu fjórir leikir unnust líka. Garðar skoraði alls átta mörk í þessari fimm leikja sigurgöngu eða 72 prósent marka liðsins. Garðar var með þrennu í 4-2 sigri á Stjörnunni, skoraði eina markið í 1-0 sigri á Breiðabliki, seinna markið í 2-1 sigri á Val og fyrra markið í 2-0 sigri á ÍBV. Eftir þessi fimmtán stig í fimm leikjum voru Skagamenn komnir upp í fimmta sæti deildarinnar og Garðar orðinn markahæstur í deildinni. Sigurgangan endaði með 3-1 tapi á móti verðandi Íslandsmeisturum FH en Skagamenn komust þó í 1-0 í leiknum með marki Þórðar Þ. Þórðarsonar. Skagamenn enduðu í áttunda sæti deildarinnar og Garðar varð markakóngur með fjórtán mörk. Þjálfari liðsins var Gunnlaugur Jónsson og Jón Þór Hauksson aðstoðaði hann. Steinar Þorsteinsson, núverandi leikmaður liðsins, spilaði líka með liðinu þetta sumar en hann var þá bara nítján ára. Núverandi atvinnumenn, Arnór Sigurðsson og Stefán Teitur Þórðarson, voru líka að stíga sín fyrstu spor í meistaraflokki og Tryggvi Hrafn Haraldsson, núverandi Valsmaður, var líka í stóru hlutverki eftir að hann fékk tækifæri skömmu áður en sigurgangan hófst. Markvörður liðsins var Árni Snær Ólafsson, núverandi markvörður Stjörnunnar.
Besta deild karla ÍA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira