„Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. október 2025 17:32 Sævar Atli Magnússon mætir í landsliðsverkefnið í frábærum gír. Getty/Mike Egerton Sævar Atli Magnússon, eða „Evrópu Sævar“ eins og hann er kallaður af fjölmiðlum í Björgvin í Noregi, er mættur til móts við íslenska landsliðið í banastuði. „Já maður er alveg með sjálfstraust, ég lýg því ekki. Það er búið að ganga mjög vel hjá mér persónulega í Brann og ég er búinn að skora mikið af m örkum“ sagði landsliðsmaðurinn þegar fréttamaður hitti hann á hóteli landsliðsins í dag. Klippa: Sjóðheitur Evrópu Sævar mættur í landsliðsverkefni Sævar hefur verið sjóðheitur síðan hann gekk til liðs við Brann í sumar, skorað tíu mörk í sextán leikjum á tímabilinu og stimplað sig sérstaklega vel inn í Evrópudeildinni með tvö mörk í tveimur leikjum. Honum líður greinilega best undir stjórn Freys Alexanderssonar. „Já, klárlega. Í Lyngby spilaði ég best undir hans stjórn og núna er ég að spila mjög vel. Ég nýtti líka bara traustið frá degi eitt, skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan. Vann mig inn í liðið með mikla samkeppni í Brann, en þarf náttúrulega bara að halda áfram að standa mig.“ Sævar Atli fagnar einu af tíu mörkum sínum á tímabilinu. Brann Hörð samkeppni Með landsliðinu berst Sævar um eina til tvær framherjastöður við þá Andra Lucas Guðjohnsen, Daníel Tristan Guðjohnsen og Brynjólf Andersen Willumsson. Hann sat allan tímann á bekknum í leiknum gegn Aserbaísjan í síðasta mánuði en spilaði síðasta hálftímann í útileiknum gegn Frakklandi, og vonast til að spila sem mest í leikjunum gegn Úkraínu á föstudag og Frakklandi næsta þriðjudag. „Við erum með marga sóknarmenn í hópnum og viljum spila sókndjarfan fótbolta, það er bara geggjað [að hafa svona samkeppni], mér finnst bara gaman að æfa hérna fyrst og fremst en auðvitað geri ég tilkall. Vonast til að byrja inn á eða fá að spila, en ég skil vel að það er mikil barátta um sætin.“ Hagstæð úrslit í síðasta glugga Aðspurður um markmið liðsins í leikjunum tveimur sagði Sævar að stefnan væri sett á sigra, sérstaklega gegn Úkraínu. „Seinasti gluggi var mjög hagstæður fyrir okkur, því þeir gerðu jafntefli á móti Aserbaísjan, þannig að þessi leikur á föstudaginn er gífurlega mikilvægur og við ætlum klárlega bara að sækja til sigurs.“ Leikur Íslands og Úkraínu fer fram á uppseldum Laugardalsvelli næsta föstudag klukkan 18:45 og verður í opinni dagskrá á Sýn Sport. Landslið karla í fótbolta Norski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Sjá meira
„Já maður er alveg með sjálfstraust, ég lýg því ekki. Það er búið að ganga mjög vel hjá mér persónulega í Brann og ég er búinn að skora mikið af m örkum“ sagði landsliðsmaðurinn þegar fréttamaður hitti hann á hóteli landsliðsins í dag. Klippa: Sjóðheitur Evrópu Sævar mættur í landsliðsverkefni Sævar hefur verið sjóðheitur síðan hann gekk til liðs við Brann í sumar, skorað tíu mörk í sextán leikjum á tímabilinu og stimplað sig sérstaklega vel inn í Evrópudeildinni með tvö mörk í tveimur leikjum. Honum líður greinilega best undir stjórn Freys Alexanderssonar. „Já, klárlega. Í Lyngby spilaði ég best undir hans stjórn og núna er ég að spila mjög vel. Ég nýtti líka bara traustið frá degi eitt, skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan. Vann mig inn í liðið með mikla samkeppni í Brann, en þarf náttúrulega bara að halda áfram að standa mig.“ Sævar Atli fagnar einu af tíu mörkum sínum á tímabilinu. Brann Hörð samkeppni Með landsliðinu berst Sævar um eina til tvær framherjastöður við þá Andra Lucas Guðjohnsen, Daníel Tristan Guðjohnsen og Brynjólf Andersen Willumsson. Hann sat allan tímann á bekknum í leiknum gegn Aserbaísjan í síðasta mánuði en spilaði síðasta hálftímann í útileiknum gegn Frakklandi, og vonast til að spila sem mest í leikjunum gegn Úkraínu á föstudag og Frakklandi næsta þriðjudag. „Við erum með marga sóknarmenn í hópnum og viljum spila sókndjarfan fótbolta, það er bara geggjað [að hafa svona samkeppni], mér finnst bara gaman að æfa hérna fyrst og fremst en auðvitað geri ég tilkall. Vonast til að byrja inn á eða fá að spila, en ég skil vel að það er mikil barátta um sætin.“ Hagstæð úrslit í síðasta glugga Aðspurður um markmið liðsins í leikjunum tveimur sagði Sævar að stefnan væri sett á sigra, sérstaklega gegn Úkraínu. „Seinasti gluggi var mjög hagstæður fyrir okkur, því þeir gerðu jafntefli á móti Aserbaísjan, þannig að þessi leikur á föstudaginn er gífurlega mikilvægur og við ætlum klárlega bara að sækja til sigurs.“ Leikur Íslands og Úkraínu fer fram á uppseldum Laugardalsvelli næsta föstudag klukkan 18:45 og verður í opinni dagskrá á Sýn Sport.
Landslið karla í fótbolta Norski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Sjá meira