„Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 7. október 2025 21:44 Brittany Dinkins í baráttunni í kvöld. Anton Brink/Vísir Njarðvík vann gríðarlega stekan þriggja stiga sigur á Val 77-80 þegar þessi lið mættust í annari umferð Bónus deild kvenna í N1 höllinni við Hlíðarenda í kvöld. Brittany Dinkins var eins og oft áður burðarrás í liði Njarðvíkur. „Skemmtilegur leikur og var skemmtilegur frá upphafi til enda“ sagði Brittany Dinkins eftir leikinn í kvöld. „Í hvert sinn sem þú getur spilað svona hörku leik og fólk getur notið þess að horfa á kvennakörfubolta þá er það alltaf plús og það var virkilega gaman að spila í kvöld“ Njarðvík byrjaði brösulega í leiknum í kvöld en unnu sig vel inn í leikinn aftur. „Það var mjög mikilvægt og við skiljum að það er skotmark á bakinu á okkur og við vitum að lið munu mæta okkur af hörku. Við þurfum bara að hugsa um okkur og við verðum að vera aggressívari hvort sem það sé í sókn eða vörn“ Þrátt fyrir að vera með skotmark á bakinu vill Brittany Dinkins þó ekki meina að verkefnið sé erfiðara fyrir vikið. „Alls ekki. Málið með Njarðvík er að við erum í okkar eigin heimi og við spáum ekkert í hvað öðrum finnst, hvort sem það sé gott eða slæmt. Við tökum þetta bara einn dag í einu rétt eins og við tökum bara einn leik í einu og við spáum bara í okkur“ „Við fögnum öllum litlum sigrum sem við náum en við áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur og lið munu koma á eftir okkur“ Danielle Rodriguez samdi við Njarðvík fyrir tímabilið og er Brittany Dinkins ótrúlega ánægð með þá viðbót í liðið. „Það er gaman að spila með Dani og við erum að tala um leikmann sem að ég spilaði gegn í mörg ár og núna að eiga hana sem liðsfélaga er klárlega skemmtilegt og ég er mjög þakklát fyrir að við séum með hana“ Njarðvík hefur byrjað tímabilið á tveim útileikjum gegn Stjörnunni og Val sem þær hafa sigrað en í næstu umferð fá þær loksins að spila á heimavelli sem verður mikil tilhlökkun fyrir liðið. „Það verður frábært og við fáum að spila heima fyrir framan okkar stuðningsmenn. Stuðningsmenn okkar mæta alveg sama hvað og ég er mjög þakklát fyrir þann stuðning. Núna fáum við að fara á heimavöll og það verður frábær skemmtun“ sagði Brittany Dinkins að lokum. UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Körfubolti Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira
„Skemmtilegur leikur og var skemmtilegur frá upphafi til enda“ sagði Brittany Dinkins eftir leikinn í kvöld. „Í hvert sinn sem þú getur spilað svona hörku leik og fólk getur notið þess að horfa á kvennakörfubolta þá er það alltaf plús og það var virkilega gaman að spila í kvöld“ Njarðvík byrjaði brösulega í leiknum í kvöld en unnu sig vel inn í leikinn aftur. „Það var mjög mikilvægt og við skiljum að það er skotmark á bakinu á okkur og við vitum að lið munu mæta okkur af hörku. Við þurfum bara að hugsa um okkur og við verðum að vera aggressívari hvort sem það sé í sókn eða vörn“ Þrátt fyrir að vera með skotmark á bakinu vill Brittany Dinkins þó ekki meina að verkefnið sé erfiðara fyrir vikið. „Alls ekki. Málið með Njarðvík er að við erum í okkar eigin heimi og við spáum ekkert í hvað öðrum finnst, hvort sem það sé gott eða slæmt. Við tökum þetta bara einn dag í einu rétt eins og við tökum bara einn leik í einu og við spáum bara í okkur“ „Við fögnum öllum litlum sigrum sem við náum en við áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur og lið munu koma á eftir okkur“ Danielle Rodriguez samdi við Njarðvík fyrir tímabilið og er Brittany Dinkins ótrúlega ánægð með þá viðbót í liðið. „Það er gaman að spila með Dani og við erum að tala um leikmann sem að ég spilaði gegn í mörg ár og núna að eiga hana sem liðsfélaga er klárlega skemmtilegt og ég er mjög þakklát fyrir að við séum með hana“ Njarðvík hefur byrjað tímabilið á tveim útileikjum gegn Stjörnunni og Val sem þær hafa sigrað en í næstu umferð fá þær loksins að spila á heimavelli sem verður mikil tilhlökkun fyrir liðið. „Það verður frábært og við fáum að spila heima fyrir framan okkar stuðningsmenn. Stuðningsmenn okkar mæta alveg sama hvað og ég er mjög þakklát fyrir þann stuðning. Núna fáum við að fara á heimavöll og það verður frábær skemmtun“ sagði Brittany Dinkins að lokum.
UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Körfubolti Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum