Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2025 11:31 Cristiano Ronaldo er ekkert að fara hætta þótt hann sé kominn yfir fertugt. Getty Cristiano Ronaldo er ekkert að fara að hætta í fótbolta þrátt fyrir pressu frá fjölskyldu sinni. Hann ætlar sér að ná þúsund mörkum fyrstur allra í opinberum keppnisleikjum. Ronaldo ræðir um framtíðina í nýju viðtali þar sem kemur fram að hann telji sig enn eiga nóg eftir á tankinum og hafa ástríðu til að keppa við yngri leikmenn. Ronaldo er markahæsti leikmaður í sögu karlalandsliða með 141 mark í 223 leikjum fyrir Portúgal. Hinn fertugi Ronaldo hefur skorað fimm mörk í sex leikjum í öllum keppnum fyrir Al Nassr á þessu tímabili og varð nýlega jafnmarkahæsti leikmaður í sögu undankeppni HM þegar hann skoraði sitt 39. mark í sigri gegn Ungverjalandi. Það er kominn tími til að þú hættir „Fólk, og þá sérstaklega fjölskyldan mín, segir: ‚Það er kominn tími til að þú hættir. Þú hefur afrekað allt. Af hverju viltu skora þúsund mörk?‘“ sagði Ronaldo við Canal 11. „Ég er ekki á því máli. Ég tel mig enn vera að gera góða hluti, ég er að hjálpa félaginu mínu og landsliðinu, og af hverju ekki að halda áfram?“ ESPN segir frá. Cristiano Ronaldo isn't taking his family's advice to stop before he reaches 1000 goals 😅 pic.twitter.com/76DfbSOOMb— ESPN FC (@ESPNFC) October 8, 2025 „Ég er viss um að þegar ég hætti verð ég sáttur, því ég lagði allt í sölurnar. Ég veit að ég á ekki mörg ár eftir, en þeirra fáu sem ég á reyni ég að njóta til hins ýtrasta,“ sagði Ronaldo. Ronaldo hefur fimm sinnum unnið Gullknöttinn og hann bætti enn einni einstaklingsviðurkenningunni við glæstan feril sinn þegar hann tók á móti heiðursverðlaunum á portúgölsku fótboltaverðlaunahátíðinni á þriðjudag. Viðurkenning fyrir margra ára erfiði „Þetta eru ekki verðlaun fyrir lok ferils,“ sagði hann. „Ég lít á þetta sem viðurkenningu fyrir margra ára erfiði, alúð og metnað. Mér finnst gaman að sigra, hjálpa yngri kynslóðunum og þær hjálpa mér líka að viðhalda mínu stigi og halda áfram að keppa. Það er það sem hvetur mig áfram: að keppa við þá yngri. Ég hef enn ástríðu fyrir þessu,“ sagði Ronaldo sem hefur skrifað undir nýjan samning við Al Nassr sem tryggir veru hans í sádiarabísku úrvalsdeildinni til júní 2027. Fyrrverandi stjarna Manchester United og Real Madrid hefur nú skorað 946 mörk í 1294 leikjum á ferlinum. „Ég segi oft við ykkur að ef ég gæti myndi ég aðeins spila fótbolta fyrir landsliðið, ég myndi ekki spila fyrir neitt annað félag því það er hápunktur og hátindur ferils fótboltamanns,“ sagði hann. Markmið okkar að fara á HM og vinna Heimsmeistaramótið í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó næsta sumar verður síðasta tækifæri Ronaldo til að vinna þann eina stóra titil sem hann á eftir en hann einbeitir sér aðeins að verkefninu sem er fram undan. Portúgal á enn eftir að tryggja sér HM-sætið þrátt fyrir að staðan sé góð. Ronaldo og Portúgal taka á móti Heimi Grímssyni og lærisveinum hans Írlandi í undankeppni HM á laugardag áður en þeir mæta Ungverjalandi 14. október. „Ég er viss um að næstu leikir munu ganga vel og að við munum komast á HM,“ sagði Ronaldo. „Markmið okkar er auðvitað að fara á HM og vinna, en við verðum að taka allt skref fyrir skref.“ HM 2026 í fótbolta Portúgalski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira
Ronaldo ræðir um framtíðina í nýju viðtali þar sem kemur fram að hann telji sig enn eiga nóg eftir á tankinum og hafa ástríðu til að keppa við yngri leikmenn. Ronaldo er markahæsti leikmaður í sögu karlalandsliða með 141 mark í 223 leikjum fyrir Portúgal. Hinn fertugi Ronaldo hefur skorað fimm mörk í sex leikjum í öllum keppnum fyrir Al Nassr á þessu tímabili og varð nýlega jafnmarkahæsti leikmaður í sögu undankeppni HM þegar hann skoraði sitt 39. mark í sigri gegn Ungverjalandi. Það er kominn tími til að þú hættir „Fólk, og þá sérstaklega fjölskyldan mín, segir: ‚Það er kominn tími til að þú hættir. Þú hefur afrekað allt. Af hverju viltu skora þúsund mörk?‘“ sagði Ronaldo við Canal 11. „Ég er ekki á því máli. Ég tel mig enn vera að gera góða hluti, ég er að hjálpa félaginu mínu og landsliðinu, og af hverju ekki að halda áfram?“ ESPN segir frá. Cristiano Ronaldo isn't taking his family's advice to stop before he reaches 1000 goals 😅 pic.twitter.com/76DfbSOOMb— ESPN FC (@ESPNFC) October 8, 2025 „Ég er viss um að þegar ég hætti verð ég sáttur, því ég lagði allt í sölurnar. Ég veit að ég á ekki mörg ár eftir, en þeirra fáu sem ég á reyni ég að njóta til hins ýtrasta,“ sagði Ronaldo. Ronaldo hefur fimm sinnum unnið Gullknöttinn og hann bætti enn einni einstaklingsviðurkenningunni við glæstan feril sinn þegar hann tók á móti heiðursverðlaunum á portúgölsku fótboltaverðlaunahátíðinni á þriðjudag. Viðurkenning fyrir margra ára erfiði „Þetta eru ekki verðlaun fyrir lok ferils,“ sagði hann. „Ég lít á þetta sem viðurkenningu fyrir margra ára erfiði, alúð og metnað. Mér finnst gaman að sigra, hjálpa yngri kynslóðunum og þær hjálpa mér líka að viðhalda mínu stigi og halda áfram að keppa. Það er það sem hvetur mig áfram: að keppa við þá yngri. Ég hef enn ástríðu fyrir þessu,“ sagði Ronaldo sem hefur skrifað undir nýjan samning við Al Nassr sem tryggir veru hans í sádiarabísku úrvalsdeildinni til júní 2027. Fyrrverandi stjarna Manchester United og Real Madrid hefur nú skorað 946 mörk í 1294 leikjum á ferlinum. „Ég segi oft við ykkur að ef ég gæti myndi ég aðeins spila fótbolta fyrir landsliðið, ég myndi ekki spila fyrir neitt annað félag því það er hápunktur og hátindur ferils fótboltamanns,“ sagði hann. Markmið okkar að fara á HM og vinna Heimsmeistaramótið í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó næsta sumar verður síðasta tækifæri Ronaldo til að vinna þann eina stóra titil sem hann á eftir en hann einbeitir sér aðeins að verkefninu sem er fram undan. Portúgal á enn eftir að tryggja sér HM-sætið þrátt fyrir að staðan sé góð. Ronaldo og Portúgal taka á móti Heimi Grímssyni og lærisveinum hans Írlandi í undankeppni HM á laugardag áður en þeir mæta Ungverjalandi 14. október. „Ég er viss um að næstu leikir munu ganga vel og að við munum komast á HM,“ sagði Ronaldo. „Markmið okkar er auðvitað að fara á HM og vinna, en við verðum að taka allt skref fyrir skref.“
HM 2026 í fótbolta Portúgalski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira