Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Lovísa Arnardóttir skrifar 10. október 2025 10:20 Magga Stína lendir síðar í dag í Amsterdam þar sem hún mun hvíla sig næstu daga. Aðsend Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína, er nú laus úr haldi Ísraela og á leið til Istanbúl í Tyrklandi. Þaðan mun hún fljúga til Amsterdam í Hollandi þar sem hún mun hitta Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur, dóttur sína. Þar mun hún hvíla sig í nokkra daga áður en hún heldur heim til Íslands. „Við fengum þær fréttir í morgun að hún væri á farþegalista í flugi frá Ísrael til Istanbúl í Tyrklandi, sem er núna í loftinu. Þannig hún er laus úr haldi,“ segir Salvör og að það sé mikill léttir. „Við erum náttúrulega rosalega fegin, öll fjölskyldan hennar og vinir, að það sé þannig. Þetta hafa verið erfiðir þrír dagar og við vitum náttúrulega að meðferð Ísraelsmanna er almennt ekki til fyrirmyndar þannig við erum rosalega fegin að hún sé laus úr þessu haldi.“ Meðlimir áhafnar skipanna sem voru handsömuð lýstu því í viðtali við lögfræðinga Frelsisflotans að eftir að þau voru handsömuð hafi þau verið niðurlægð, neydd til þess að krjúpa eða sitja á hnjánum löngum stundum og jafnvel til að endurtaka niðurlægjandi yfirlýsingar, þar á meðal ástaryfirlýsingar til Ísraels eða last um eigin lönd. Salvör Gullbrá er dóttir Möggu Stínu. Hún segir síðustu daga hafa verið afar erfiða. Vísir/Arnar Hefur enn ekki heyrt í henni Salvör segist enn ekki hafa getað talað beint við móður sína. Síminn hafi verið tekinn af öllum við handtöku og því hafi hún engar beinar upplýsingar fengið um meðferð hennar. „Ég vona að það gerist þegar hún lendir í Istanbúl en við vitum að miðað við þessar lýsingar gerum við ráð fyrir að hún sé dauðþreytt og núna er planið að hún komi til mín í Amsterdam og verði hjá okkur, og barnabarninu sínu, og hvíli sig núna þessa daga. Þannig hún kemur ekki beint til Íslands.“ Salvör segir síðustu daga hafa verið afar erfiða. Bæði hafi óvissan með móður hennar tekið á en svo sé það mikill tilfinningarússíbani að búið sé að semja um vopnahlé á Gasa. „Ísraelar hafa verið að brjóta niður allar okkar hugmyndir um það hvernig alþjóðalagakerfið á að virka og ég spyr mig núna þegar mamma er laus. Ég hef ekki fengið að heyra neina fordæmingu frá utanríkisráðherra á því að íslenskur ríkisborgari sé tekinn á alþjóðlegu hafsvæði þegar hún reynir að færa sveltandi fólki neyðaraðstoð. Mér finnst skipta svo miklu máli að við Ísland tökum ekki þátt í að brjóta niður þetta alþjóðakerfi, sem Ísrael hefur verið að gera, með því að halda alltaf áfram refsingarlaust sínu þjóðarmorði á Gasa, þjóðernishreinsunum og landnámi, og ég spyr mig hvers vegna ég heyri ekki fordæmingu á þessu.“ Salvör segir fréttir um vopnahlé hafa glatt hana en það sé aðeins fyrsta skrefið. „Maður er rosalega glaður fyrir hönd fólksins á Gasa, að fólk geti núna sofið án þess að lifa við sprengjuregn en það er fyrir mér algjört fyrsta skref og næsta þarf að vera að það sé réttlæti fyrir þetta fólk og að fólk sé dregið til ábyrgðar fyrir að fremja þjóðarmorð.“ Palestína Tyrkland Holland Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íslendingar erlendis Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
„Við fengum þær fréttir í morgun að hún væri á farþegalista í flugi frá Ísrael til Istanbúl í Tyrklandi, sem er núna í loftinu. Þannig hún er laus úr haldi,“ segir Salvör og að það sé mikill léttir. „Við erum náttúrulega rosalega fegin, öll fjölskyldan hennar og vinir, að það sé þannig. Þetta hafa verið erfiðir þrír dagar og við vitum náttúrulega að meðferð Ísraelsmanna er almennt ekki til fyrirmyndar þannig við erum rosalega fegin að hún sé laus úr þessu haldi.“ Meðlimir áhafnar skipanna sem voru handsömuð lýstu því í viðtali við lögfræðinga Frelsisflotans að eftir að þau voru handsömuð hafi þau verið niðurlægð, neydd til þess að krjúpa eða sitja á hnjánum löngum stundum og jafnvel til að endurtaka niðurlægjandi yfirlýsingar, þar á meðal ástaryfirlýsingar til Ísraels eða last um eigin lönd. Salvör Gullbrá er dóttir Möggu Stínu. Hún segir síðustu daga hafa verið afar erfiða. Vísir/Arnar Hefur enn ekki heyrt í henni Salvör segist enn ekki hafa getað talað beint við móður sína. Síminn hafi verið tekinn af öllum við handtöku og því hafi hún engar beinar upplýsingar fengið um meðferð hennar. „Ég vona að það gerist þegar hún lendir í Istanbúl en við vitum að miðað við þessar lýsingar gerum við ráð fyrir að hún sé dauðþreytt og núna er planið að hún komi til mín í Amsterdam og verði hjá okkur, og barnabarninu sínu, og hvíli sig núna þessa daga. Þannig hún kemur ekki beint til Íslands.“ Salvör segir síðustu daga hafa verið afar erfiða. Bæði hafi óvissan með móður hennar tekið á en svo sé það mikill tilfinningarússíbani að búið sé að semja um vopnahlé á Gasa. „Ísraelar hafa verið að brjóta niður allar okkar hugmyndir um það hvernig alþjóðalagakerfið á að virka og ég spyr mig núna þegar mamma er laus. Ég hef ekki fengið að heyra neina fordæmingu frá utanríkisráðherra á því að íslenskur ríkisborgari sé tekinn á alþjóðlegu hafsvæði þegar hún reynir að færa sveltandi fólki neyðaraðstoð. Mér finnst skipta svo miklu máli að við Ísland tökum ekki þátt í að brjóta niður þetta alþjóðakerfi, sem Ísrael hefur verið að gera, með því að halda alltaf áfram refsingarlaust sínu þjóðarmorði á Gasa, þjóðernishreinsunum og landnámi, og ég spyr mig hvers vegna ég heyri ekki fordæmingu á þessu.“ Salvör segir fréttir um vopnahlé hafa glatt hana en það sé aðeins fyrsta skrefið. „Maður er rosalega glaður fyrir hönd fólksins á Gasa, að fólk geti núna sofið án þess að lifa við sprengjuregn en það er fyrir mér algjört fyrsta skref og næsta þarf að vera að það sé réttlæti fyrir þetta fólk og að fólk sé dregið til ábyrgðar fyrir að fremja þjóðarmorð.“
Palestína Tyrkland Holland Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íslendingar erlendis Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent