Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. október 2025 07:02 Arnar Baldvinsson og Björgvin Arnarsson. Vísir/Bjarni Tólf ára hreyfihamlaður drengur segist finna fyrir miklu frelsi eftir að fjölskylda hans festi kaup á rafmagnsfjórhjóli sem gerir honum kleift að slást í för með vinum sínum um holt og hæðir. Faðir drengsins segist langþreyttur á baráttu við Sjúkratryggingar Íslands. Hinn tólf ára Björgvin Arnar fæddist með hryggrauf eða klofinn hrygg og því lamaður fyrir neðan hné. Það hefur um langt skeið valdið honum hugarangri að geta ekki fylgt vinum sínum í hjólaferðir og göngur um holt og hæðir í nágrenni við heimili þeirra í Grafarholti en það breyttist allt fyrir nokkrum mánuðum þegar að fjölskylda hans festi kaup á nýju rafmagnsfjórhóli sem er hannað fyrir fólk með skerta hreyfigetu. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá Björgvin keyra um torfærur í Grafarholti á nýja tryllitækinu. Er þetta ekki ótrúlega gaman? „Já, mjög gaman, sérstaklega í svona torfærum með fullt af steinum og þannig,“ sagði Björgvin. Arnar Baldvinsson, faðir Björgvins, segir að um allt annað líf sé að ræða bæði fyrir Björgvin og fjölskylduna. „Hann er miklu, miklu sjálfstæðari. Gerir allt sem hann langar að gera. Miklu meira úti með vinum sínum. Það er bara magnað að sjá hvað hann er að njóta sín.“ Áður en tækið kom til sögunnar var Björgvin líklegri til að einangrast og festast heima í tölvunni. Það er fátt sem græjan ræður ekki við en sem dæmi kemst hún upp stiga. „Við fórum upp á Úlfarsfell um daginn og það voru allir sem við mættum á leiðinni sem spurðu: Heldurðu að hann fari alla leið? Og það var ekkert mál fyrir hann,“ sagði Arnar. „Stundum gat ég fyrst ekki gert það mikið sem ég get núna gert á þessu tæki. Það er mjög frelsandi fyrir mig,“ sagði Björgvin. Sjúkratryggingar Íslands neita að niðurgreiða tækjakaupin þrátt fyrir þessi miklu áhrif. Arnar kveðst langþreyttur á eilífðarbaráttu við Sjúkratrygginar. „Við fréttum af því að það er hægt að fá rafhjólastyrk og sóttum um hann hjá Sjúkratryggingum og fengum synjun á það því það eru fjögur hjól undir þessu en ekki þrjú eins og segir í reglunum,“ Arnar. Hann vinni nú að málinu ásamt lögfræðingi Öryrkjabandalagsins sem telji málið rangt metið hjá SÍ. „Hann spurði mig hvað ég vilji gera. Ég sagði að ég vildi fara alla leið og kærði þetta til úrskurðarnefndar velferðarmála.“ Málefni fatlaðs fólks Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Hinn tólf ára Björgvin Arnar fæddist með hryggrauf eða klofinn hrygg og því lamaður fyrir neðan hné. Það hefur um langt skeið valdið honum hugarangri að geta ekki fylgt vinum sínum í hjólaferðir og göngur um holt og hæðir í nágrenni við heimili þeirra í Grafarholti en það breyttist allt fyrir nokkrum mánuðum þegar að fjölskylda hans festi kaup á nýju rafmagnsfjórhóli sem er hannað fyrir fólk með skerta hreyfigetu. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá Björgvin keyra um torfærur í Grafarholti á nýja tryllitækinu. Er þetta ekki ótrúlega gaman? „Já, mjög gaman, sérstaklega í svona torfærum með fullt af steinum og þannig,“ sagði Björgvin. Arnar Baldvinsson, faðir Björgvins, segir að um allt annað líf sé að ræða bæði fyrir Björgvin og fjölskylduna. „Hann er miklu, miklu sjálfstæðari. Gerir allt sem hann langar að gera. Miklu meira úti með vinum sínum. Það er bara magnað að sjá hvað hann er að njóta sín.“ Áður en tækið kom til sögunnar var Björgvin líklegri til að einangrast og festast heima í tölvunni. Það er fátt sem græjan ræður ekki við en sem dæmi kemst hún upp stiga. „Við fórum upp á Úlfarsfell um daginn og það voru allir sem við mættum á leiðinni sem spurðu: Heldurðu að hann fari alla leið? Og það var ekkert mál fyrir hann,“ sagði Arnar. „Stundum gat ég fyrst ekki gert það mikið sem ég get núna gert á þessu tæki. Það er mjög frelsandi fyrir mig,“ sagði Björgvin. Sjúkratryggingar Íslands neita að niðurgreiða tækjakaupin þrátt fyrir þessi miklu áhrif. Arnar kveðst langþreyttur á eilífðarbaráttu við Sjúkratrygginar. „Við fréttum af því að það er hægt að fá rafhjólastyrk og sóttum um hann hjá Sjúkratryggingum og fengum synjun á það því það eru fjögur hjól undir þessu en ekki þrjú eins og segir í reglunum,“ Arnar. Hann vinni nú að málinu ásamt lögfræðingi Öryrkjabandalagsins sem telji málið rangt metið hjá SÍ. „Hann spurði mig hvað ég vilji gera. Ég sagði að ég vildi fara alla leið og kærði þetta til úrskurðarnefndar velferðarmála.“
Málefni fatlaðs fólks Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira