Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2025 07:01 Ōnosato Daiki fyrir framan Þinghúsið í London og með Big Ben í baksýn. Getty/Ryan Pierse Vanalega þarf að fljúga alla leið til Japan til að sjá súmóglímukappa með eigin augum og því vakti það mikla athygli þegar kapparnir birtust í vikunni á götum London. Stóra súmómótið verður haldið í Royal Albert Hall en þetta er aðeins í annað sinn sem fullgild súmókeppni er haldin utan Japans. Fjörutíu glímukappar Fjörutíu glímukappar hafa flogið frá Japan til að keppa á mótinu. Það eru um sex tonn af úrvalsíþróttamönnum sem þarf að fæða, vökva, flytja og styðja. „Við þurftum að finna og kaupa nýja stóla sem þola allt að tvö hundruð kílóa þyngd,“ segir Matthew Todd, dagskrárstjóri Royal Albert Hall. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) „Venjulegur staðall hjá okkur er aðeins hundrað kíló.“ Þeir þurftu líka að styrkja salernin. „Þau sem eru skrúfuð í vegginn eru mesta áskorunin,“ bætir Todd við. Og ekki spyrja hann út í hrísgrjónareikninginn. „Hann er umtalsverður,“ segir hann. Uppiskroppa með núðlur „Ég veit að heildsalinn varð uppiskroppa með núðlur, því við höfðum þegar pantað svo mikið frá þeim.“ Fyrir flesta glímukappana er þetta fyrsta heimsókn þeirra til Englands. Á milli æfinga er meðal annars þriggja tíma síðdegisblundur til að sofa úr sér hádegismatinn sem er ómissandi hluti af rútínunni. Tvær stærstu stjörnur íþróttarinnar, Hōshōryū Tomokatsu og Ōnosato Daiki, eru með í för. Ōnosato tók saman fyrstu kynni sín af London í einu orði: „svalt“. Þrátt fyrir veðrið sagðist hann vera ánægður með að vera hér því honum líkaði vel við Harry Potter. Hneykslismál Hann er aðeins 25 ára og hlaut nýlega titilinn yokozuna, sem er hæsta tign íþróttarinnar. Hann er fyrsti japanski rikishi-glímukappinn til að vinna titilinn síðan 2017. Súmó hefur, að sögn Hakkaku, gengið í gegnum „góða og slæma tíma“ undanfarin ár, þegar nokkur hneykslismál hafa komið upp. Það að Ōnosato hafi komið fram sem fyrsti japanski stórmeistarinn í sex ár hefur átt stóran þátt í nýlegri vinsældaaukningu. Erfitt er að nálgast miða í Japan, en næstum ómögulegt að fá þá í London. View this post on Instagram A post shared by ITV London (@itvlondon) Glíma Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Sjá meira
Stóra súmómótið verður haldið í Royal Albert Hall en þetta er aðeins í annað sinn sem fullgild súmókeppni er haldin utan Japans. Fjörutíu glímukappar Fjörutíu glímukappar hafa flogið frá Japan til að keppa á mótinu. Það eru um sex tonn af úrvalsíþróttamönnum sem þarf að fæða, vökva, flytja og styðja. „Við þurftum að finna og kaupa nýja stóla sem þola allt að tvö hundruð kílóa þyngd,“ segir Matthew Todd, dagskrárstjóri Royal Albert Hall. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) „Venjulegur staðall hjá okkur er aðeins hundrað kíló.“ Þeir þurftu líka að styrkja salernin. „Þau sem eru skrúfuð í vegginn eru mesta áskorunin,“ bætir Todd við. Og ekki spyrja hann út í hrísgrjónareikninginn. „Hann er umtalsverður,“ segir hann. Uppiskroppa með núðlur „Ég veit að heildsalinn varð uppiskroppa með núðlur, því við höfðum þegar pantað svo mikið frá þeim.“ Fyrir flesta glímukappana er þetta fyrsta heimsókn þeirra til Englands. Á milli æfinga er meðal annars þriggja tíma síðdegisblundur til að sofa úr sér hádegismatinn sem er ómissandi hluti af rútínunni. Tvær stærstu stjörnur íþróttarinnar, Hōshōryū Tomokatsu og Ōnosato Daiki, eru með í för. Ōnosato tók saman fyrstu kynni sín af London í einu orði: „svalt“. Þrátt fyrir veðrið sagðist hann vera ánægður með að vera hér því honum líkaði vel við Harry Potter. Hneykslismál Hann er aðeins 25 ára og hlaut nýlega titilinn yokozuna, sem er hæsta tign íþróttarinnar. Hann er fyrsti japanski rikishi-glímukappinn til að vinna titilinn síðan 2017. Súmó hefur, að sögn Hakkaku, gengið í gegnum „góða og slæma tíma“ undanfarin ár, þegar nokkur hneykslismál hafa komið upp. Það að Ōnosato hafi komið fram sem fyrsti japanski stórmeistarinn í sex ár hefur átt stóran þátt í nýlegri vinsældaaukningu. Erfitt er að nálgast miða í Japan, en næstum ómögulegt að fá þá í London. View this post on Instagram A post shared by ITV London (@itvlondon)
Glíma Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Sjá meira